KÆNUGARÐUR????????

Hvað er eiginlega að hjá flestöllum fjölmiðlum hér á landi?  Það eru allir alltaf kjamsandi á einhverri Eurovision keppni í "Kænugarði".  Fyrir það fyrsta þá er ekki til nein borg meinsstaðar í Evrópu, sem heitir KÆNUGARÐUR.  Hvernig væri að þetta fólk endurnýjaði kunnáttu sína í landafræði og kallaði borgina bara sínu rétta nafni, sem er KIEV.  Hér á árum áður voru einhverjir sérvitringar og málfarsfasistar sem kölluðu New York, Nýju Jórvík, þetta dettur engum heilvita manni í hug að gera í dag en hvernig stendur eiginlega á því að menn mönnum dettur í hug að kalla Kiev, Kænugarð? 


mbl.is Segir atriði Svölu „mjög einfalt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki viss hvort þú vitir það en þetta er einfaldlega ævagamallt íslenskun á nafni borgarinnar.  T.d. notum við nafnið Þýskaland en ekki Deutschland og svo eru til fjölmörg önnur dæmi. Þetta er góður siður að tala íslensku á Íslandi og óþarfi að pirra sig á þessu.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.5.2017 kl. 23:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit  ósköp vel að þetta eru leyfar frá "Víkingatímanum" en þetta er jafn vitlaust fyrir það og er eingan veginn hægt að réttlæta þessa þvælu með einhverri hundvitlausri gamalli vitleysu og "sérvisku".  Að hverra mati er þetta góður siður, Hilmar????

Jóhann Elíasson, 3.5.2017 kl. 02:56

3 identicon

Allt frá þeim tíma sem íslenska var töluð við hirðina í Kænugarði hefur borgin borið það nafn. Þannig er um Kaupmannahöfn, Stokkhólm, Þórshöfn o.s.frv., o.s.frv. - Hvað ertu eiginlega að fara?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 3.5.2017 kl. 09:31

4 identicon

Meðal annarra orða; hvaða heiti á þá að nota um Kænugarð? Það enska? Hvað er sem sé nákvæmlega hið rétta heiti borgarinnar?

Einar Halfdanarson (IP-tala skráð) 3.5.2017 kl. 09:39

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einar, ef þér finnst rökréttast að nota Kænugarð, þá gerirðu það að sjálfsögðu en ég efast stórlega um að menn í London, til dæmis viti um hvað þú ert að tala.

Jóhann Elíasson, 3.5.2017 kl. 10:15

6 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Óþarfi að pirra sig á þessu, Kiev heitir Kænugarður á Íslensku , svipað og Trondheim hefur heitið Þrándheimur í yfir 1000 ár á Íslandi.Og við tölum enn íslensku á Íslandi sem betur fer.  

Stefán Þ Ingólfsson, 3.5.2017 kl. 14:07

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér finnst ágætt að íslenska erlend borgarheiti og annað slíkt, það er liður í því að standa vörð um tunguna og um leið sjálfstæðið.

Hinsvegar finnst mér gjörsamlega óverjandi að hingað til lands geti hver sem er vaðið inn og haldið sínu nafni og hér tíðkist nöfn eins og Hussein Mohammed, Yung Shen Tsu, King Kong og hvað þetta lið allt heitir.

Mér finnst mikil lítilsvirðing fólgin í því. Kænugarður (eða Kiev) er ekki að flytja til Íslands (þ.e. borgin sjálf, kannski einhverjir íbúar) og því ná íslensk lög ekki yfir hana. Íslensk lög eiga hinsvegar að gilda fyrir þá sem hingað flytjast og það minnsta sem þeir geta gert, er að taka upp nöfn sem falla að íslensku máli.

Theódór Norðkvist, 3.5.2017 kl. 15:25

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna kemur þú nákvæmlega inn á punktinn, Theódór, Kiv er ekkert að flytja hingað og hvaða tilgangur er þá að Íslenska nafnið á borginni?

Jóhann Elíasson, 3.5.2017 kl. 16:56

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er bara svona og ekkert athugavert við það að laga erlend staðarheiti að íslensku máli, þó það sé spurning hvort það ætti að vera eitthvað orð sem er líkara úkraínska nafninu í þessu tilfelli.

Við erum langt frá því eina þjóðin sem gerir þetta. Fyrst minnst var á London þá heitir hún t.d. Londres á spænsku og Lundúnir á íslensku. München er Munich hjá enskumælandi þjóðum. Ég veit ekki til að það standi til að flytja München með manni og mús og setja hana niður við hliðina á Washington. cool

Theódór Norðkvist, 3.5.2017 kl. 17:42

10 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

...reyndar er það svo ef menn vilja halda sig við úkraínska heitið að það er ekki hið enska (og nálgt því rússneska) Kiev sem þar er notað, heldur nokkurn veginn Kiiv(Київ).

Einar Sveinn Hálfdánarson, 3.5.2017 kl. 20:09

11 identicon

Fyrst þú ert svona tungumálafróður Jóhann, hvert er þá enska heitið yfir "Landráðafylkingin"...??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 14:33

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, farðu bara á Google translate og finndu þetta.  wink

Jóhann Elíasson, 4.5.2017 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband