HVERS VEGNA BRUGÐUST SKIPULAGSYFIRVÖLD Í REYKJANSBÆ EKKI VIÐ ÞEGAR BYGGING VARÐ HÆRRI EN UMHVERFISMAT GERÐI RÁÐ FYRIR?

Og spurningarnar verða mun fleiri og ágengari við lesturinn á því plaggi sem er vísað til.  Manni dettur fátt annað í hug en að verksmiðjunni verði lokað og húsnæðið rifið, eftir að hafa lesið þetta.  En ábyrgð bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ VIRÐIST VERA MJÖG MIKIL Í ÞESSU MÁLI því megum við ekki gleyma.  Þegar var verið að KEYRA þessa verksmiðju í gegn, var atvinnuleysi og ástand yfirleitt slæmt á Suðurnesjum og ÞAÐ MÆTTI ÆTLA AÐ BÆJARYFIRVÖLD HAFI VILJAÐ "FÁ" ÞESSA VERKSMIÐJU Í GAGNIÐ HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAÐI.....


mbl.is Húsin of há og höfundur spár á huldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður gaman að keyra til suðunesjanna og skoða stóriðju minnisvarða SjálfstæðisFLokksins og Árna Sigfússonar.

Það er vonandi að þið stóriðjuunnendur og unnendur SjálfstæðisFLokksins lærið eitthvað af þessu.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 14:58

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sæll Jóhann, þetta er að mestu leiti rétt hjá Helga. það er einnig rétt hjá þér, að það var atvinnuleysi á þeim tíma sem þessar ákvarðanir voru teknar, en maður minn, að taka hverju sem er, er auðvitað forkastanlegt. Að hola niður á þessum litla bletti svona starfssemi eins og United Silicon, í nálægð við byggð, álveri ofl. er auðvitað geðveiki, klikkun. En ég veit ekki, kannski er þér alveg sama, er það Jóhann? 

Jónas Ómar Snorrason, 1.9.2017 kl. 15:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas Ómar, það þarf nú ekki að lesa þessa færslu mína oft til að sjá að mér er alls ekki sama og framganga bæjaryfirvalda í þessu máli er alveg forkastanleg. 

Jóhann Elíasson, 1.9.2017 kl. 16:02

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, ef þú gerir þér ferð á Suðurnesin þá ertu velkominn í kaffi.  Nú stendur yfir Ljósanótt (sem er nú ekki alveg réttnefni því hún byrjaði á miðvikudag og stendur fram á sunnudagskvöld.  Semsagt margar nætur), margt verður á dagskrá og erfitt að velja á milli.

Jóhann Elíasson, 1.9.2017 kl. 16:07

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ok en hverra, hvor er það, sá sem ákvörðunina tekur(sjálfstæðisflokkurinn), eða þeirra sem ákvörunini þurfa að fylgja(núverandi meirihluti). Sannast sagna Jóhann, allt þetta mál er verulega sorglegt, frá A-Ö.

Bestu kveðjur á Ljósanótt! 

Jónas Ómar Snorrason, 1.9.2017 kl. 18:31

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas Ómar, satt að segja man ég ekki hver gerði hvað í þessu máli, enda er það ekki höfuðmálið heldur að það hefur verið haldið alveg sérstaklega illa á öllum endum málsins frá upphafi til enda.  Ég vona bara að menn (hvar í flokki sem þeir standa, það á jafnt við um hægri- og vinstrimenn) leysi þetta mál á þann hátt sem ALLIR aðilar þessa máls geti sætt sig við.

Þakka þér góðar kveðjur og auðvitað ert þú velkominn í kaffi líka. wink

Jóhann Elíasson, 1.9.2017 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband