3.11.2017 | 10:38
HEIMSMET - VÆNTANLEG RÍKISSTJÓRN FELLUR ÁÐUR EN TIL HENNAR ER STOFNAÐ
Hvað er eiginlega í gangi???? Strax og ljóst vað að það ætti að reyna að "klambra" saman "Vinstri bræðingi", sturtaði einn Pírati sér fram á völlinn og sagði AÐ HANN MYNDI EKKI STYÐJA ÞESSA TILVONANDI RÍKISSTJÓRN. Þar með var ríkisstjórnin tilvonandi fallin og það meðan hún var enn bara blik í augunum á Katrínu Jakobsdóttur. Þessi uppákoma gefur bara tóninn fyrir það sem er í vændum ef það verður af þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það væri ráðlegast fyrir Katrínu að skila "umboðinu" bara strax, því þetta getur aldrei gengið upp. En menn segja að það sé mjög mikil PRESSA á Kötu litlu og pólitískt líf hennar hangi á bláþræði þessa dagana, NÚ GILDI ÞAÐ AÐ DUGA EÐA DREPAST.....
Viðræður hefjast formlega í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- NOKKUÐ MÖRG LÖG SEM ÞARNA HAFA VERIÐ BROTIN.......
- HVERJUM HEFUR HÚN EKKI SÝNT ÓVIRÐINGU Í ÖLLUM SÍNUM SAMSKIPTU...
- HVAÐA MISTÖK????????
- ÁLIKA RAUNHÆFT OG FLUGVÖLLUR Í HVASSAHRAUNI..........
- ÞAÐ VIRÐIST EKKI VERA NEINN MÖGULEIKI TIL AÐ HAFA "TAUMHALD" ...
- HVAÐA KANNANIR ERU ÞAÐ SEM SÝNA FRAM Á AÐ "MEIRIHLUTI" ÍSLEND...
- SÍÐAN HVENÆR FÓRU BIFREIÐAVIÐSKIPTI Á ÍSLANDI FRAM Í DOLLURU...
- ÞARF HÚN EKKI BARA AÐ FARA AFTUR TIL GEORGÍU TIL AÐ MÓTMÆLA???
- ER ÞETTA FYRIRBOÐI ÞESS AÐ VIÐ FÁUM FRÉTTIR AF ENN STÆRRI OG ...
- ÞANNIG ER ÞAÐ BARA EF MENN STANDA SIG EKKI ÞÁ ERU ÞEIR LÁTNIR...
- NÚ, ER EVRAN EKKI SVO "STÖÐUGUR GJALDMIÐILL"????????
- ÞESSAR TVÆR HEFÐU BARA ÁTT AÐ VERA ÁFRAM Í "BOLTANUM".........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 93
- Sl. sólarhring: 450
- Sl. viku: 2408
- Frá upphafi: 1831482
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 1671
- Gestir í dag: 72
- IP-tölur í dag: 72
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Venjan er hygg ég, að sá flokkur sem vinnur mest á eða er með mest fylgi fái umboðið, en Guðni ákvað annað. Spurning hvort Ólafur hefði farið eins að?
En ég er þó að vona að þetta verði ríkisstjórn sjálfstæðisstefnunnar í reynd, þ.e. styðji einkaframtakið og frelsi einstaklinganna. Gallinn við Sjálfstæðisflokkinn er að þeir hafa undanfarna áratugi ekki stutt sjálfstæðisstefnuna í reynd, heldur ástundað forréttindahyggju og sjálftöku, og verið á kafi í spillingu.
Sveinn R. Pálsson, 3.11.2017 kl. 12:45
Það virðist allt vera á hvolfi núna, Sveinn og ekki nokkur leið að sjá einn einasta leik fyrir. Á meðan fólk veit ekki sjálft, fyrir hvað það stendur, er ekki hægt að hafa miklar væntingar......
Jóhann Elíasson, 3.11.2017 kl. 13:09
Var við öðru að búast, þar sem Píratar eru annars vegar? Ég leyfi mér að kalla þessa stjórn, sem nú er verið að reyna að klastra saman "Villikattastjórnina". Eins og þú manst kannske, þá hélt Jóhanna Sigurðardóttir því fram, að VG-ingar stæðu ekki í öðru en að smala saman villiköttum. Fjórir svona ólíkir flokkar með sínhverja áhersluna í flestum málum getur ekki verið annað en villikattasæmbræðingur. Eða hvað? Ég býst við, að þú hafir séð skopmyndina í Mogganum í dag, þar sem hver ætlar að fara í sínhverja áttina, - og Logi náttúrulega til Brüssel, - hvað annað. Björn Leví hefur svo gefið það út, að það færi eftir málefnunum, hvort hann myndi styðja stjórnina, svo að þess vegna segi ég, að þetta yrði eilíf kattasmölun hjá Kötu. Annaðhvort verða þau mál sett oní skúffu, a.m.k. tímabundið, eða allt fer í steik út af ESB og upp úr slitnar, sem væri náttúrulega það allra besta. Ég á líka eftir að sjá það, að þau Sigurður Ingi og Lilja finni sig í því, að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB, og svo skattpíning af hálfu VG og Samfó, sem ég óttast mest að verði, hvað sem hver segir. Þetta verður hin mesta óstjórn, og ég hef ekki trú á því, að hún muni verða langlíf, enda vorum við kjósendur ekki að biðja um svona ríkisstjórn. Þegar sagt var í Mogganum, að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð hefðu rætt saman, þá var ég nú að vona, að það gæti leitt til einhvers góðs, enda hefði það geta gerst, ef þetta vinstra rugl með liðstyrk Rúv hefði ekki komið til. Þú hefðir átt að heyra í heimastjórninni í Hrafnaþingi á ÍNN í gærkveldi. Þar vildi Ingvi Hrafn ekki trúa því fyrr en hann tæki á því, að nokkrum heilvita manni detti í hug að hafa Pírata með í þessu, enda mundi það vera heimsviðburður, sagði hann, fyrir nú utan það, að það myndi skaða flokkana. Ekki veit ég um það, en ég hef nú verið að segja, að þessu vinstra liði færist ekki að tala um, að það sé hlegið að okkur erlendis, því að þá fyrst myndi fólk erlendis hlægja að okkur, ef annars vegar Píratar færu með í stjórnina, og hins vegar það kæmi til tals, að Ísland héldi áfram gegn vilja þings og þjóðar að koma sér inn í ESB, á sama tíma og Brexit-viðræðurnar standa yfir, og fleiri þjóðir eru að hugleiða að koma sér út úr ESB. Ég á eftir að sjá, hvort Logi geti staðið við það að reyna ekki fyrr en seinna að koma okkur inn í ESB, hvað sem hann segir, eins og hann er með þetta á heilanum. Ég á ekki von á, að þetta verði langlíf ríkisstjórn, ef af verður, frekar fráfarandi ríkisstjórn var. Þetta er ekki ríkisstjórn, sem kallar á stöðugleika og traust, fjarri því. Óskaríkisstjórn mín er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Miðflokkur og Flokkur fólksins, þó að Rúvara hati slíka stjórn og sé með þessu að reyna að koma í veg fyrir það. Eða tókstu eftir því, þegar fréttamaður Rúv sagði á kosninganótt: "Réttið upp hönd, sem vilja vinna með Katrínu." Og rétti sjálfur upp hendina! Ingvi Hrafn var líka að býsnast yfir þessu í Hrafnaþinginu í gær, og fannst eðlilega þetta vera alveg fyrir neðan allar hellur. Forsetinn er svo eins og hann er. Ég hef aldrei treyst honum frekar en Kötu. Þetta fer alveg með þessa flokka, sem eru nú að reyna að berja saman stjórn, segi ég eins og þeir í Hrafnaþinginu í gærkveldi. Tek svo undir með Birgi Ármannssyni, sem sagði í viðtali við Moggann, að fyrstu tilraunir hafi sjaldnast heppnast vel. Hins vegar er það rétt, sem kemur fram núna, að þjóðin hefur ekki þolinmæði fyrir svona hringekju eins og í fyrra, enda samningar lausir og fjármálafrumvarpið óafgreitt, svo að það ríður á, að þeir séu ekki að humma sig eilíflega í margar vikur og mánuði yfir stjórnarmyndun, þó að það sé alls ekki sama, hvers konar stjórn það verður. Þetta verður bara ESB/skattastjórn, hvað sem hver segir. Við eigum betra skilið en það, og það var heldur ekki það, sem kjósendur vildu, heldur, að sá árangur, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknárflokkur hafa náð í sameiningu í stjórn sinni, haldi áfram. Það verður ekki, ef þessi villikattastjórn verður að veruleika. Svo mikið er víst. Mér er ekki skemmt, ef þetta verður að veruleika.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2017 kl. 13:20
Jú, ég horfði á Ingva Hrafn og kó í gærkvöldi. Oft hefur hann Jón Kristinn verið beittari en í gærkvöldi og ekki fannst mér Hallur ná sér alveg á strik og svo fannst mér hann Ingvi Hrafn bera óþarflega mikið blak af RÚV. En ég hef mjög gaman af "Hrafnaþinginu" og reyni að missa aldrei af því. Ég vona að í næstu lotu verði mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokk og Flokks Fólksins, þetta verður ekki sama gaufið og í fyrra. Forsetinn hlýtur að fara að átta sig og rífur umboðið af Katrínu um miðja næstu viku.
Jóhann Elíasson, 4.11.2017 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.