Föstudagsgrín

Kúreki, sem var búktalari, var á ferðalagi kom gangandi inn í smábæ og sér þar indíána sitjandi á bekk.  Hann ákveður að bregða aðeins á leik og segir við indíánann: „ Hey flottur hundur.  Er þér sama þótt  ég spjalli aðeins við hann???“  „Hundur ekki tala“. sagði indíáninn með vorkunnarsvip.  Þá sagði kúrekinn: „ Heyrðu hundur,  hvernig hefurðu það“?  „ Ég hef það fínt“. Svaraði hundurinn.  Indíáninn varð nokkuð langleitur. „Er þetta eigandi þinn?“ sagði kúrekinn og benti á indíánann. „Jamm“ sagði hundurinn.  „Hvernig fer hann með þig?“ sagði kúrekinn þá.  „Mjög vel.“ sagði hundurinn „Hann fer með mig út að ganga tvisvar á dag, gefur mér góðan mat og fer með mig einu sinni í viku niður að vatninu  og leikur við mig.“  Nú var indíáninn orðinn mjög undrandi og trúði ekki eigin eyrum.  Þá sagði kúrekinn: „ Er þér sama þótt ég tali við hestinn þinn?‘  Og auðvitað var það minnsta mál í heimi en indíáninn lét það fylgja með að hesturinn talaði ekki.  Og kúrekinn lét kné fylgja kviði og sagði við hestinn: „Heyrðu hestur, hvernig hefurðu það?“  „ Komdu sæll kúreki.“ Nú varð indíáninn alveg dolfallinn og ekki minnkaði undrunin þegar kúrekinn bætti við: „Er þetta eigandi þinn?“ og benti á indíánann. „Jamm“ sagði hesturinn og kúrekinn bætti við: „Hvernig fer hann með þig?“  „Bara nokkuð vel þakka þér fyrir“ sagði hesturinn og bætti við: „ Hann fer reglulega í útreiðatúra, kembir mér oft og lætur mig inn í hlöðu í skjól fyrir náttúruöflunum.“  Nú átti indíáninn ekki til eitt einasta orð svo hissa var hann.  En þá sagði kúrekinn: „ Er þér sama þó ég tali við kindina þína.“  „ NEI NEI KIND LJÚGA, KIND LJÚGA!!!!!“  Sagði indíáninn þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband