29.11.2017 | 08:36
"SKATTA KATA" KLIKKAR EKKI MIKIÐ OG HEFUR FENGIÐ ÝMISLEGT Í GEGN
Ekki byði ég í það ef við hefðum fengið yfir okkur "HREINA OG TÆRA VINSTRI STJÓRN". En úr þessu er víst lítið annað að gera en að vona að þeir Bjarni og Sigurður Ingi nái eitthvað að stíga á "bremsuna" gagnvart SKATTAGLEÐINNI í henni. Kannski er fólk farið að sjá að það leynist ýmislegt miður fallegt á bak við brosið......
Töluverð uppstokkun á skattkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 43
- Sl. sólarhring: 262
- Sl. viku: 1959
- Frá upphafi: 1855112
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 1221
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sumir virðast ekki átta sig á samhenginu milli innviða þjóðfélgsins og skatta. Lægri skattar leiða til þess að minna fé er til staðar til að byggja upp innviði þjóðfélagsins.
Lægri skattar = lakari innviðir = lélegra heilbrigðiskerfi, lélegra menntakerfi, lélegra samgöngukerfi og lélegra velferðakerfi.
Ekki hefði ég viljað sjá hreina hægri stjórn með skattalækkunum sem hefðu óhjákvæmilega leitt þetta af sér. Það versta sem getur komið fyrir íslenskt þjóðfélag er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi of mikil ítök í stjórn landsins.
Sigurður M Grétarsson, 29.11.2017 kl. 08:46
Skatttekjur sem varið er til að styðja láglaunafólk, aldraða og öryrkja, geta aukið hagvöxt vegna þess að fólkið þarf að nota peningana strax þannig að fjármagnið streymir um þjóðfélagið. Aftur á móti þá hafa auðmenn tilhneigingu til að parkera peningunum þannig að þeir fara út úr þjóðfélaginu.
Sveinn R. Pálsson, 29.11.2017 kl. 09:19
Frekar er nú lítil glóra í toppstykkinu á þér Sigurður M.. Ekki get ég ímyndað mér hvar í ósköpunum þú hefur getað fengið VIÐSKIPTAFRÆÐIPRÓFIÐ þitt, fékkstu það í kornflekkspakka eða eitthvað svoleiðis? Skrópaðir þú í tíma þar sem fjallað var um nýtingu fjármagns? Það er nefnilega vitað mál að ekki dugir að dæla bara meiri peningum til dæmis í heilbrigðiskerfið, það verður að stokka heilbrigðiskerfið alveg upp og NÝTA betur það fjármagn sem þar fer inn.
Þú verður greinilega að fara að dusta rykið af þekkingu þinni í fjármálum og hagfræði yfirleitt...
Jóhann Elíasson, 29.11.2017 kl. 09:23
Sigurður, það virðast sumir ekki átta sig á því að Hærri skattar = lægri skattatekjur, hærri skattar þýðir að minna fer út í kerfið sem þýðir að ríkið hefur minni virðisaukatekjur, hærri skattar eru líka letjandi fyrir fólk að vinna sem þýðir að það koma lægri skattatekjur á laun, hærri skattar þýðir að meira er stungið undan skatti sem þýðir minni skattatekjur af virðisauka og launum.
Það sem ríkið ætti að gera er að nota peninginn betur, hætta að eyða formúgu í gæluverkefni sem engu skila, það er að koma inn nægur peningur í gegnum skatta nú þegar.
Lægri skattar þýðir að fólk er líklegra til að vinna meira til að hafa efni á því sem það langar í, lægri skattar þýðir að fólk á meira milli handanna sem það getur eytt í aðrar vörur en nauðsynjar sem þýðir að ríkið fær meira af virðisauka tekjum, lægri skattar þýðir að það er minni ástæða til að stunda svarta atvinnustarfsemi.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.11.2017 kl. 09:42
Jónann. Þú klikkar ekki í því að geta ekki rætt hlutina málefnanlega án þess að ráðast að persónu þess sem þú er tósammála. Það segir ansi mikið um þig.
Vissulega er það rétt að það dugar ekki bara að dæla peningum inn í kerfið án þess að greina það hvernig hægt er að bæta það með meiri peningum. En þegar tæki Landspítalans eru orðin það gömul að það þarf að fara á Ebay til að kaupa í þau varahluti og læknar fara frá spítalanum til að staðna ekki faglega vegna þess að á Landspítalanum eru notuð tæki sem menn eru hættir að nota annars staðar þá er ljóst að ef Lanspítalinn á ekki að fara úr hópi þeirra spítala sem við gerum kröfu til á vesturlöndum þá þarf meira fé í spítalann. Alls staðar í okkr heilbrigðiskerfi eru hlutirnir í mun verra ástandi en þeir gætu verið vegna skorts á rekstrarfé.
En almennt er það reglan að lágir skattar leiða til lakari innviða en ekki aukins hagvaxtar. Skattar eru nefnielga ekki fé sem fer úr hagkerfinu heldur fara þeir um það með öðrum hætti það er í formi samneyslu í stað einkaneyslu. Minnkandi kaupmáttur skattgreiðenda kemur nefnielga fram í auknum kaupmætti ríkisins og því verður heildarneysla ekki minni.
Og í samræmi við það sem Sveinn bendir hér réttilega á þá leiðir lækkun á skattprósentu til þess að skattar lækka lítið hjá lágtekjufólki en mikið hjá hátekjufólki. Það er því mun skynsamlegra að hækka persónuafsláttinn en það er eitur í beinum Sjálfstæðisflokksins sem fyrst og fremst vill lækka skatta á hátekjufólk,
Sigurður M Grétarsson, 29.11.2017 kl. 09:46
Sigurður M., það hefur löngum verið leið manna sem verða rökþrota að beina umræðunni annað eða að reyna að ljúga sig út úr hlutunum. Þú mátt eiga það að þú reynir EKKI að ljúga þig út úr hlutunum en þú reynir VISSULEGA að beina umræðunni á aðrar brautir. Ég hef ALDREI vitað til þess að NEINN frá Sjálfstæðisflokknum hafi komið fram og SAGT ÞAÐ AÐ EKKI MÆTTI HÆKKA persónuafsláttinn en aftur á móti kom Þorsteinn Víglundsson fram í Kastljósi og sagði að ekki væri hægt að hreyfa við persónuafslættinum því sú ráðstöfun gagnaðist LÍKA þeim tekjuhærri. Hvaðan þetta hefur komið er að sjálfsögðu hans að segja. Ég fullyrði það að Viðreisn er vinstri flokkur því þau eru ekkert annað en LAUMU-KRATAR og þar er ekkert annað fyrirliggjandi en að sameinast LANDRÁÐAFYLKINGUNNI.
Málið með persónuafsláttinn er nokkuð flókið en alveg frá því að hann var tekinn upp árið 1988 hefur verið "hringlað" mikið með hann (hann er settur upp svipað og neysluverðsvísitalan, það eru teknir þar inn margir mismunandi þættir og sem dæmi má nefna að þar inni voru til skamms tíma þættir viðkomandi lífeyrisgreiðslum og margt fleira sem ég tel að eigi þar ekkert erindi). Upphaflega var persónuafslátturinn 15.524 krónur og til að byrja með fylgdi hann neysluverðsvísitölunni ágætlega en á árunum 2009-2013 urðu hér á landi miklar hörmungar (hér kom hrein og tær "Vinstri stjórn") og einhverra hluta vegna "datt" persónuafslátturinn alveg úr sambandi við neysluverðsvísitöluna. Vissulega komu tímabil þar sem hann var hærri en neysluverðsvísitalan og svo komu tímabil þar sem hann var mun lægri. Í dag er persónuafslátturinn 52.907 krónur á mánuði en ef hann hefði fylgt neysluverðsvísitölunni alveg frá upphafi væri hann 68.290 krónur. Ef 310.000 krónu tekjur ættu að vera skattfrjálsa (sem margir segja að sé ekkert of mikið og því er ég alveg sammála), þá yrði skattprósentan að vera 22,95% auk þess að persónuafslátturinn væri 68.290 krónur. Þetta skattþrep myndi gilda upp í 450.000 krónu tekjur. Sjálfsagt myndi þessi ráðstöfun kosta nokkuð mikið fyrir ríkið en ég er sannfærður um, eins og Sveinn benti á, að til lengri tíma myndi það mikið koma til baka í neyslusköttum og öðru að tekjur ríkisins myndu jafnvel aukast.
Jóhann Elíasson, 29.11.2017 kl. 10:47
Persónuafslátturinn lækkaði að verðgildi á árunum 2003 til 2007 þrátt fyrir að það væri þá verið að lækka skatta verulega sem var reyndar það heimskulegasta sem hægt var að gera í ríkisfjármálum í þennsluástandi. Það er því fyrst og frems ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að kenna hversu mikið persónuafslátturinn hafi lækkað að raungildi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við hruni sem sú sama ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leiddi yfir þjóðina sem skildi ríkissjóð eftir með 216 milljarða ríkissjóðshalla og því hafði hún ekki annan valkost en að hækka skatta og lækka ríkisútgjöld til að ríkissjóður yrði ekki gjaldþrora. Það er því ekki hægt að kenna ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um þær skattahækkanir því það var sú ríkisstjórn sem olli hruninu sem bar sök þeim.
Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur oft talað um of háan persónuafslátt sem vandamál í skattkerfinu og ríkissjórn undir hans forsæti hefur allaf lækkað hann að raungildi þó hún hafi verið í skattalækkunarfarsa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft þær áherslur í skattamálum að lækka fyrst og fremst skatta á þá tekjuhæstu en minna á þá tekjulægstu eða jafnvel hækka skatta á þá. Vissulega lækkar persónuafslátturinn skatta jafnt upp allan tekjuskalan en lækkun skattprósentu lækkar mest skatta hjá þeim tekjuhæstu. Hækkun persónuafsláttar er því mun betir kostur ef það er raunverulegur vilji til að draga úr fátækt á Íslandi.
Sigurður M Grétarsson, 29.11.2017 kl. 20:04
Reyndu ekki að segja svona kjaftæði Sigurður. Ég er með gögn alveg frá árinu 1988 sem sýna svart á hvítu að MESTA RAUNLÆKKUNIN Á PERSÓNUAFSLÆTTINUM VARÐ Á ÁRUNUM 2009-2013. Og þetta kjaftæði í ykkur vinstri mönnum þess efnis að hér hafi orðið hrun af völdum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar það rétta er að það varð ALÞJÓÐLEGT EFNAHAGSHRUN sem þessir tveir stjórnmálaflokkar höfðu EKKERT AÐ GERA MEÐ. ÞÁ ER ALVEG SAMA HVAÐ ÞÚ REYNIR AÐ SEGJA GÖGNIN LJÚGA EKKI. Þú hefur greinilega ekki lesið til fulls það sem ég skrifaði (þú verður að LESA og að skilja það sem þú lest en lesskilningur virðist vera einn af þínum veikleikum).
Jóhann Elíasson, 30.11.2017 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.