Föstudagsgrín

Núna þegar „jólasveinarnir“ eru að fara heim til sín svona einn af öðrum.  Og núna bíða engir eftir því að fá eitthvað í skóinn, er ekki úr vegi að varpa aðeins ljósi á þessa þokkapilta og að fólk átti sig á því að þeir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir  og þá sést að þeir eiga skuggahliðar sem þola illa dagsljósið (hefur það eitthvað með það að gera að þeir eru aðallega á ferðinni á nóttunni?).

Þetta átti að hafa gerst nýlega:  Forstjóri fyrirtækis, í Reykjavík, sat á skrifstofu sinni og var á barmi örvæntingar.  Hann hafði í nokkurn tíma dregið sér fé frá fyrirtækinu og það gat ekki annað en uppgötvast við árlega endurskoðun reikninganna, auk þess var fyrirtækið í alvarlegum fjárhagsvanda, hjónabandið var farið í vaskinn, konan var farin að heiman með börnin.  Þar sem hann sat á skrifstofunni og alltaf lækkaði í viskíflöskunni, ákvað hann að enda þetta ömurlega líf sitt.  Hann settist upp í Landcruserinn og keyrði eins og leið lá upp í Heiðmörk.  Hann lagði bílnum á stæði,drap á honum og náði í reipi aftur í bílnum.  Síðan rölti hann inn í skóginn, klifraði upp í tré, fór út á eina greinina, sem virtist vera nokkuð traust og ætlaði að láta til skarar skríða.  En þá heyrði hann kallað; „Nei. nei bíddu“.....  Forstjórinn leit í kring um sig og sá þá JÓLASVEIN.  Jólasveinninn stökk upp í tréð til hans og spurði svo hvað í ósköpunum hann væri að gera.  Forstjórinn sagði honum allt saman og bætti svo við að hann sæi enga leið út úr þessu og hann ætlaði að hengja sig.  Þá sagði jólasveinninn. „ þú veist það kannski ekki en við jólasveinarnir erum RAMMGÖLDRÓTTIR og ef þú leyfir mér að taka þig í ra........ ég er nefnilega orðinn hundleiður á að hafa ekkert nema bræður mína.  Ef þú samþykkir þetta þá get ég látið þetta allt hverfa. fjárdráttinn og allt innan fyrirtækisins og þegar þú kemur heim verður konan komin heim með börnin og allt verður orðið gott“.  Forstjórinn hugsaði málið og yppti öxlum ástandið gat ekki versnað svo hann hugsaði með sér að hann léti sig bara hafa þetta.  Hann og jólasveinninn komust að samkomulagi og jólasveinninn lauk sér af.  Eftir athöfnina fékk jólasveinninn sér sígarettu og sagði svo við forstjórann: „HVAÐ ERTU GAMALL?“  

ÉG ER FIMMTÍU OG FJÖGURRA ÁRA“ sagði forstjórinn og var undrandi á spurningunni.

Æ, Æ OG TRÚIR ENN Á JÓLASVEININN“...............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband