GAMALL BITUR "LAUMUKRATI"....

Var að horfa á viðræðuþátt á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, þar sem sósíaldemókratinn Jón Baldvin Hannibalsson og "laumukratinn" Þorsteinn Pálsson, létu ljós sitt skína.  Að venju var Jón Baldvin hress og skemmtilegur og tókst honum bara ágætlega upp við að færa málefni dagsins og þá aðallega pólitíkina, í skemmtilegan búning.  En þegar kom að málefnum ESB og þá aðallega BREXIT, varð málatilbúnaðurinn í hæsta lagi hlægilegur en þó oftast aumkunarverður.  En eins og svo oft áður þá var Þorsteinn Pálsson þannig að það "láku" af honum leiðindin og greinilegt að hann er ekki en búinn að jafna sig á því að honum var HAFNAÐ af Sjálfstæðisflokknum.  Þetta sást best á því að hann þóttist hafa lesið það út úr einhverjum Landsfundarsamþykktum flokksins, "AÐ DRAGA SAMAN FRAMLÖG TIL VELFERÐARMÁLA UM 20%.  Ég var búinn að fara yfir Landsfundarsamþykktir flokksins og sá þetta hvergi.  Hann hlýtur að hafa verið að lesa Landsfundarsamþykktir Viðreisnar.  Og annað sem frá honum kom undirstrikaði hversu gamall og bitur hann er.  Og þegar hann fór að tala um ESB fór hann alveg með það......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband