10.4.2018 | 19:12
MEÐ ÖÐRUM ORÐUM: "PÍRATAR VITA EKKI HVORT ÞEIR ERU AÐ KOMA EÐA FARA"..
Það er ekki komin NEIN staðsetning fyrir innanlandsflugið á suðvesturhorninu og ENGAR líkur á almennilegri staðsetningu í sjónmáli. Ný flugvöllur fyrir innanlandsflug er algjörlega ÓFJÁRMAGNAÐUR ef staðsetning finnst. Hraðlest m9illi Reykjavíkur og Leifsstöðvar er lítið annað en draumur (martröð) sem einhverjir LOFTKASTALAMENN haf logið inn á sveitastjórnarmenn á suðvesturhorninu og þær forsendur sem þeir hafa sett fram eru svo ævintýralegar að allir sem eru með meira en hálf fimm, hljóta að sjá að þetta dæmi getur ALDREI GENGIÐ UPP. Niðurstaðan er sú að þessi ályktun Pírata er í besta falli arfavitlaus og kannski gefur hún til kynna að þeir hafi verið að fjalla um mál sem þeir hafa ekki minnsta vit á.........
Píratar vilja innanlandsflug úr Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
- STRANDVEIÐAR.......
- HÚN LÆTUR GREINILEGA BLEKKJAST AF EINHLIÐA FRÉTTAFLUTNINGI RÚ...
- HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
- EN VERÐUR EITTHVAÐ GERT MEÐ ÞESSAR TILLÖGUR?????????
- SVONA FRÉTTIR GEFA LÍFINU GILDI..........
- NÚ ER "MÆLIRINN" MIKIÐ MEIRA EN FULLUR..........
- ÁRAMÓTAKVEÐJA.........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 14
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 1441
- Frá upphafi: 1852391
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 874
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óskapar svartagallsraus er þetta góði.
Fluglestin virðist ætla að verað hagkvæm í einkaframkvæmd en ef ekki þá það.
http://www.fluglestin.is/
Guðjón Sigurbjartsson, 10.4.2018 kl. 21:06
Það er nokkuð greinilegt að ef þú heldur að forsendurnar fyrir þetta hraðlestrarrugl standist, þá ertu ekki alveg með jarðsamband, Guðjón og ég get ekki annað en vorkennt þér fyrir barnaskapinn. Það hefur frekar litla þýðingu að vitna í það merkingarlausa "plagg" sem fjallar um rekstrargrundvöll þessarar lestar, því eins og ég hef áður sagt eru forsendurnar fyrir rekstrinum svo fjarstæðukenndar að jafnvel fimm ára barn gerir sér grein fyrir því....
Jóhann Elíasson, 10.4.2018 kl. 21:31
Það er rétt, Jóhann, að búið sé að fegra tölurnar með óhóflegri bjartsýni, alveg eins og með Borgarlínuna. Í skýrslunni er ekki gert ráð fyrir neinni samkeppni frá flugrútunni, sem tekur undir 3.000 kr. fyrir miðnn miðað við 3.800 kr. með fluglestinni. Að flugrútan taki um 10-15 mínútur lengur að komsat út að Leifsstöð réttlætir ekki að brorgað sé 25% hærra gjald fyrir þá farþega sem eru ekki að missa af fluginu, enda er biðtími í Keflavík oft mjög langur hvort eð er og fólk fer mjög tímanlega af stað. Svo að 50% farþega með lestinni er ofmetið, hugsanlega yrði það 25% af flugfarþegum.
Reiknað er með 4 milljónum farþega. Ef við gerum ráð fyrir að aðeins flugfarþegar sem ekki fara með rútu eða bíl fari með lestinni og enginn af Suðurnesjum, enda eiga þeir allir bíl sem er ódýrari og hagkvæmari í rekstri en lestarmiði, sérstaklega þegar fólk ætlar ekki með innanlandsflugi né á erindi í miðbæinn þar sem enga þjónustu er lengur að finna hvort eð er, þá tel ég að farþegafjöldinn fækki niður í 1 milljón árlega. Auk þess mun kostnaður verkefnisins fara amk. 50% fram úr áætlun og tefjast um 2 ár með tilheyrandi kostnaði. Og ef ég á að vera bölsýnn, hvað gerist þegar ferðamennirnir hætta að koma? Ein af forsendum þess (sbr. skýrsluna) að þetta yrði arðbærð var mikil fjölgun ferðamanna Einn góðan verðurdag mun þeim fækka verulega og þá ber verkefnið sig ekki.
Annað sem ég hjó eftir var staðhæfingin að stofnkostnaður væri lágur milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur, því að þar væri bara hraun. En er gert ráð fyrir kostnaðinum við að mylja hraunið svo hægt sé að leggja 10 metra breiða leið gegnum það? Eða verður bara borin möl ofan á það undir teinana? Tvöföldun Reykjanesbrautar tók fleiri ár og svo var verkefnið lagt á ís þegar kom að þeim stað þar sem erfiðasta hraunið er.
Með þessum nýju rausærri tölum (þ.e.a.s. einungis 25% erlendra ferðamanna með lestinni og aðrir ekki) má reikna arðsemina upp á nýtt. Athuga má hvort hægt sé að helminga kostnaðinn einhvern veginn. Því að það er ekki hægt að gera ráð fyrir þessum farþegafjölda nema með því að loka Reykjanesbrautinni varanlega. Ég er ekki að segja að fluglest sé ekki góð hugmynd, bara ekki á Íslandi. Svo er umhugsunarvert að verið er að notast við teina sem er tækni fortíðarinnar. Betra væri einspora lest sem svifi á seglum, sem hefur verið reynd víða. Það stórminnkar viðnám og eykur þægindi.
Arðsemin verður ekki betri við að uppljúga farþegafjöldann. En þetta hefur stundum verið gert. Það spilar líka inn í hversu nauðsynleg framkvæmdin er. Fluglestin er ekki þjóðarhagslega nauðsynleg, svo að það er arfavitlaust að byrja á henni áður en tryggt sé að hún verði fjármögnuð og lendi ekki á skattgreiðendum þegar verktakarnir fara á hausinn.
En í sambandi við viðamikil verkefni sem stundum fara fram úr áætlun og stundum ekki, vil ég bera saman tvö svipuð (brúar+gagna-framkvæmdir) en samt með gjörólíkum framkvæmdaferlum í Danmörku:
1. Önnur framkvæmdin, að tengja saman Sjælland og Fyn með brú og neðansjávargöngum var nauðsynleg. Gert var ráð fyrir að allir bílar sem þangað til höfðu farið með ferjunum (og lestarfarþegar) færu með lest yfir Strebælt og seinna einnig með bíl. Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis, borar biluðu, göngin fylltust af sjó, o.fl.). Kostnaður tvöfaldaðist næstum og tímaáætlunin fór verulega úr skorðum. Gangnaboraframleiðandinn fór á hausinn. Samt varð verkefnið arðbært fyrir rest því að þeir sem fóru yfir (og borguðu toll beint eða gegnum lestamiðann) voru mörgum sinnum fleiri en reiknað hafð verið með. Nú fóru allir sem aldrei höfðu nennt að bíða eftir ferjunni (allt að hálftíma bið + hálftími að fylla), yfir sundið reglulega. Ferjurnar milli Sjælland og Fyn lögðust af.
2. Hin framkvæmdin var ónauðsynleg: Eyrarsundsbrúin + göng. Til að geta byrjað á framkvæmdinni varð að sýna fram á að hún myndi borga sig með brúartollum sem voru álitnir ekki allt of háir, varð að fara ákveðinn fjöldi bíla um brúna. Bílafjöldinn var margfaldaður í Excel-skjali þangað til brúin varð arðbær og þá var byrjað á henni. Allt stóðst upp á hár í sambandi við kostnaðaráætlunina og framkvæmdatímann (opnaði árið 2000), en það kom enginn bíll. Brúartollurinn fyrir flutningabílana var of hár svo að þeir héldu áfram að taka ferjuna milli Helsingør og Helsingborg. Einu bílarnir sem fóru yfir voru sænskir túristar á leið til Danmerkur og Þýzkalands, og kannski var einn og einn Norðmaður sem álpaðist yfir þessa draugabrú. Engum eða fáum Dönum datt í hug að fara til Svíþjóðar þá og sérstaklega ekki núna, enda ekkert þangað að sækja. En Eyrarsundsbrúin var pólítískt peð í samgöngustefnu ESB: Engin Eyrarsundsbrú -> engin Femernbrú til Þýzkalands.
Femern: Nú u.þ.b. tveimur áratugum síðar er löngu búið að ákveða að ekki verði byggð brú, heldur göng. Búið er að undirbúa gangnaframkvæmdir undir Femernsundið og verða þau tilbúin eftir 10 ár. Gangnatollarnir verða frekar háir miðað við ferjumiðann, þau verða búin að borga sig eftir 36 ár (lánin uppgreidd), eftir það mun tollurinn aðeins borga fyrir viðhaldið í 120 ár (áætlaður lifitími gangnanna). Það verður spennandi að sjá hvernig það gengur.
Eitt er víst að nú hafa Danir góða reynslu af neðansjávargöngum. Íslendingar hafa enga reynslu af lestarsamgangnaframkvæmdum. Svo að það er margt sem þarf að huga að áður en verkefnið verður saltað, afsakið, verður samþykkt fyrir framkvæmd.
Aztec, 10.4.2018 kl. 23:56
Og það er einnig í umræðunni að ALLIR farþegar sem komu í Leifsstöð voru TALDIR SEM FERÐAMENN en milli 25 - 30% þeirra voru MILLILENDINGARFARÞEGAR en það var reiknað með að þeir myndu líka taka lestina og þar með eru forsendurnar fyrir lestinni brostnar með öllu........
Jóhann Elíasson, 11.4.2018 kl. 06:55
Allt sem heitir lest er tækni fortíðar, við eigum að vera hugsa til framtíðar og skoða reynslu annarra, lest þarna á milli fer lóðbeint á hausinn.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.4.2018 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.