DÆMIGERT FYRIR "FRÉTTAFLUTNINGINN" AF SVÆÐINU..........

Er ekki tími til kominn að menn fari að spyrja rökréttra spurninga varðandi þessi "friðsamlegu mótmæli" Palestínumanna??  Sem dæmi má nefna HVAÐ ER ÁTTA MÁNAÐA BARN AÐ GERA Á SVÆÐINU?  Svo var ég að lesa grein eftir Svein Rúnar Hauksson, í Morgunblaðinu í morgun, en þar fer hann með hverja rangfærsluna á fætur annarri í þeim tilgangi að "fegra" aðgerðir Palestínumanna á svæðinu.  En þar segir hann meðal annars: "VIÐBRÖGÐ ÍSRAELSSTJÓRNAR VORU AÐ GEFA 100 LEYNISKYTTUM ÍSRAELSHERS FRJÁLST SKOTLEYFI Á ÓVOPNAÐA MÓTMÆLENDUR." Eru grjót og bensínsprengjur ekki vopn?  Í það minnsta er þessu beitt sem vopnum.  Þá varð mér á að hlusta á Óðinn Jónsson í morgunútvarpinu á Rás 1 þar sem hann sagði meðal annars " OG ÍSRAELSHER ER AÐ SKJÓTA Á FÓLK SEM ER AÐ NÝTA SÉR RÉTT SINN TIL AРMÓTMÆLA Á "FRIÐSAMAN HÁTT".  Ég verð að segja eins og er að ég hef aldrei séð neitt FRIÐSAMLEGT við mótmæli Palestínumanna.......


mbl.is Táragasið drap ungbarn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Jóhann

Herinn sendi einnig sprengjuregn inn í byggðina og væntanlega hefur þetta barn orðið fyrir þessari eitrun þar. Þetta er eins og í sögunni um Davíð og Golíat. Davíð hafði slöngvuvað eða (kastsnöru) til að grýta risann. Þettar er þjóðarvopn Palestínumanna. 

En þetta er eru engin vopn gegn bandarískum háþróuðum bandaríksum vopnum.Menn kasta nú bensínsprengjum ekki langt.
Samkvæmt samþykktum Sameinuðu þjóðanna hafa allar þjóðir og þjóðarbrot rétt til að mótmæla með friðsömum hætti. Einnig við.  Það eru eru ekki hernaðarátök sem eiga sér þarna stað, það sem er að gerast er að þarna er her að drepa vopnlaust fólk sem er innan girðingar sem herveldið hefur komið upp á landi Palestínumanna.

Kristbjörn Árnason, 15.5.2018 kl. 14:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kristbjörn, ég verð að segja að ég hafði nú það álit á þér að þú værir ekki vísvitandi að bera í bætifláka fyrir þessa villimenn, sem Palestínumenn hafa sýnt fram á að þeir eru og því miður virðist þú vera einn af þeim sem HAMAS samtökunum hefur tekist að HEILAÞVO.  Hvergi nokkurs staðar hefur það komið fram, hjá erlendum fréttamiðlum, að Ísraelsher hafi gert loftárásir á byggðir Palestínumanna.  Það er alveg rétt hjá þér að það hafa ALLIR rétt til FRIÐSAMRA mótmæla og ef þú lest það sem ég skrifa í blogginu þá kemur þar fram að EKKI ER UM FRIÐSAMLEG MÓTMÆLI AÐ RÆÐA OG EKKI ER VERIР AÐ SKJÓTA Á VOPNLAUST FÓLK þótt vissulega sé stigsmunur á STYRKLEIKA VOPNANNA.....

Jóhann Elíasson, 15.5.2018 kl. 14:34

3 identicon

Hvers vegna eru engin mótmæli á Vesturbakkanum?
Hamas hefur alltaf engt sitt fólk út í mótmæli og er andskotans sama hversu margir drepst.
Að kasta steinum og nota slöngvur eru ekki friðsamleg mótmæli.
Það kostaði einn fávita í Svíþjóð næstum lífið í mótmælum í Gautaborg fyrir all mörgum árum, þar sem götusteinar voru notaðir sem vopn. Lögreglan skaut einfaldlega fíflið, sem slapp með líftóruna.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 15.5.2018 kl. 14:46

4 identicon

Af hverju eru bara fréttir af mótmælum frá þeirri hlið Gasa, sem snýr að Ísrael en engin mótmæli þeim megin sem snýr að Egyptalandi?  Samt eru Egyptar með landamærin harðlokuð.

Jóhannes (IP-tala skráð) 16.5.2018 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband