FÁRÁNLEIKINN FULLKOMNAÐUR........

Að krefja nefnd, sem hann er sjálfur í svara, segir nokkuð til um hversu "málið" er fáránlegt.  Svo kemur fram þarna í fréttinni að forsætisnefnd, sem Jón Þór Ólafsson Pírati er í, auglýsti þessa ákvörðun sína á vef Alþingis 21. apríl.  MÆTTI MAÐURINN EKKI Á FUNDI NEFNDARINNAR???  Píratar eru reyndar þekktir fyrir lélega mætingu á nefndarfundi, ekki geta þeir borið við mannfæð núna......


mbl.is Greint frá komu Kjærsgaard í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lastu fréttina? Þú ættir kannski að lesa hana aftur. Þar segir að hvergi komi neitt fram í fundargerðum téðrar nefndar um neina slíka ákvörðun. Þess vegna þarf að fá skýringar.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2018 kl. 12:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, er ekki óumdeilt að Jón Þór er í þessari nefnd og er ekki í hæsta máta óeðlilegt að hann viti ekki hvað fram fer á nefndarfundum??????

Jóhann Elíasson, 19.7.2018 kl. 13:01

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem fer fram á nefndarfundum á að koma fram í fundargerðum. Í fréttinni kemur fram að þær hafi verið fínkembdar og ekkert fundist um danska þingforsetann. Þannig veit Jón Þór hvað fór ekki fram á nefndarfundum, sem er umtalsefnið hér, enn ekki hvort og hvað fór þar fram um einhver önnur mál.

Manst þú sjálfur eftir öllu sem fór fram á öllum fundum sem þú hefur setið? Eða siturðu kannski ekki marga fundi yfir höfuð?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2018 kl. 13:09

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Guðmundur, ég man allt mikilvægt sem farið hefur fram á þeim fundum sem ég hef setið og því finnst mér alveg með ólíkindum að Jón Þór skuli ekki muna eftir þessu atriði, sem var þess valdandi að hann og aðrir í þingflokki Pírata, kusu að mæta ekki í vinnuna í gær.  Jú reyndar hef ég setið nokkra fundi í gegnum tíðina, mismunandi áhugaverða... cool

Jóhann Elíasson, 19.7.2018 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband