17.12.2018 | 18:45
"KLAUSTURMÁLIÐ" FRÁ ÖÐRU SJÓNARHORNI
Það er kannski eins og að bera vatn í bakkafullan lækinn að vera að fjalla meira um þennan "farsa", sem Klausturmálið er orðið að. Viss öfl í landinu eru búin að hafa þjóðina að algjörum fíflum í þessu máli og lágkúran varð svo algjör þegar Borgarleikhúsið stóð fyrir "leiklestri" um málið. Það hefur hvergi komið fram hvar leikhúsið fékk gögn til að vinna með varðandi þetta mál? Allt sem sagt hefur verið um tilurð þessa máls, er svo með ólíkindum að allt hugsandi fólk hlýtur að stoppa við og spyrja ýmissa spurninga. T.d sagði Bára Halldórsdóttir í upphafi, þegar hún viðurkenndi að hafa tekið þetta upp og komið til fjölmiðla, að hún hafi verið að bíða eftir fólki (ekki var hægt að skilja annað en að um ferðamenn hefði verið að ræða. Hún hafði meðferðis einhverja ferðabæklinga). En eitthvað hefur þetta fólk, sem hún var að "bíða eftir", verið óstundvíst eða kannski hefur það bara ekki verið til því allt í einu hafði hún nægan tíma til að taka upp samtal þingmannanna, sem hún sagðist ekki hafa þekkt nema jú Sigmund Davíð. Hún var þarna í á FJÓRÐU KLUKKUSTUND að taka upp og aldrei kom fólkið sem hún var að "bíða eftir". Þá er það afraksturinn, þetta fór beinustu leið á "STUNDARBRJÁLÆÐIÐ", sem sá um að "búta" upptökuna niður og rífa allt úr samhengi og "matreiða" allt ofan í lesendur. Aðrir fjölmiðlar stukku líka strax á vagninn og einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að þessi þriggja og hálfs tíma upptaka hafi orðið mun lengri í meðförum STUNDARFÓLKS. Skyldi eitthvað breytast ef fólk fengi að heyra upphaflegu upptökuna???
EN HVERT VAR EIGINLEGA UPPHAFIÐ AÐ ÞESSU MÁLI? Það er nokkuð sem þarfnast rannsóknar. Mín kenning er sú að Jóhannes Kr. Kristjánsson og "STUNDARBRJÁLÆÐIÐ" standi á bak við heila málið. Jóhannes Kr. getur ekki látið sjá sig opinberlega, því hann er orðinn það þekktur. Það hafa verið skipulagðar "vaktir" á þessum bar, því það var vitað að hann var mikið sóttur af þingmönnum. Þetta er ekki í fyrsta og eina skipið, sem þessir aðilar reyna að hafa áhrif á stjórn landsins og SPURNINGIN ER SÚ HVORT ÞESSIR FJÖLMIÐLAR (STUNDIN OG REYKJAVIK MEDIA) SÉU EKKI AÐ MISSKILJA HLUTVERK FJÖLMIÐLA ALLHRAPPALEGA, ÞEIRRA HLUTVERK ER AÐ SEGJA FRÉTTIR - EKKI AÐ BÚA ÞÆR TIL OG ÁKVEÐA HVAÐ EIGI ERINDI TIL ALMENNINGS OG HVAÐ EKKI.
Mikilvægt að tryggja tilvist myndefnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhannes
Það er nokkuð undarlegt að þeir sem taldir eru "sekir" í þessu máli skuli óska eftir frekari uppljóstrunum um það, meðan hinir "saklausu" standa gegn slíkri rannsókn. Að þeir sem voru teknir ólöglega upp á segulband vilji jafnframt fá myndefni af atburðinum, en upptakararnir standa gegn slíkri opinberun.
Þetta segir manni það eitt að allur sannleikurinn hefur ekki enn komið fram. Enginn þeirra sem voru teknir upp tóku eftir upptakaranum, þannig allt eins gæti þar verið einhver önnur manneskja, kannski ekkert fötluð. Í það minnsta er ekkert sem staðfestir að um Báru hafi verið að ræða, nema hennar orð. Þá gæti myndefnið einnig opinberað eitthvað miður gott sem fram fór utandyra, áður en upptakarinn hóf lögbrot sitt, eða jafnvel á meðan, að upptakarinn hafi alls ekki verið einn, heldur að þarna hafi fleiri upptakarar komið við sögu.
Manni verður nokkuð oft hugsað til þess þegar átti að fjárkúga SDG, út í hrauni við Hafnarfjörð. Það var í raun fyrsta atlagan að honum, nokkru áður en fyrirsátin í ráðherrabústaðnum átti sér stað. Fjárkúgunin mistókst, enda sigaði SDG lögreglunni á það fólk. Ekki er víst að slíkt hefði dugað í dag og allt eins víst að fjölmiðlum tækist að gera hann að kynferðisafbotamanni, eins og reynt var á þeim tíma.
Meiri líkur eru en minni, á að sömu aðilar standi í raun að þessum þrem árásum á SDG. Allar í þeim tilgangi að gera hann óvígan á Alþingi, enda sá maður sem harðast hefur þar barist gegn fjármagnsöflunum, stundum með stórann hlut eigin flokksmanna gegn sér.
Það er gömul saga og ný, að peningar tala. Þeir sem ráða peningum ráða stjórnmálamönnum. Þegar einhver stjórnmálamaður ákveður að breyta þessu, rísa fjármagnsöflin upp á afturlappirnar og engu til sparað til að kveða slíkan menn niður.
Stjórnandi fjármagnsaflanna á Íslandi er Jóhannes Kr Kristjánsson og starfsmenn eru fyrst og fremst Stundin, DV og RUV. Stundin og DV vegna peninga en RUV vegna einlægrar heimsku starfsmanna!
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 18.12.2018 kl. 08:59
Ég hef enga trú á að téð Bára hafi tekið þetta upp eins og hún lýsir því,
Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2018 kl. 10:06
Enn ein smjörklípan hjá ykkur klausturs munkum.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 10:54
Gunnar Heiðarsson, ég þakka mjög góða og mjög athyglisverða athugasemd. Það eina sem ég er frekar ósáttur við er að þú kallar mig Jóhannes, en ég missi svosem ekki svefn út af því......
Jóhann Elíasson, 18.12.2018 kl. 12:05
Þakka þér fyrir athugasemdina Helga. Ég held nú að kannski hafi Bára tekið þetta upp en hún er ekki sú sem stendur á bak við þessa árás.............
Jóhann Elíasson, 18.12.2018 kl. 12:08
Ekki var við miklu að búast frá þér Helgi, í þessu máli frekar en öðrum....
Jóhann Elíasson, 18.12.2018 kl. 12:09
Fyrirgefðu Jóhann, það var alls ekki ætlunin að gefa þér annað nafn :)
Gunnar Heiðarsson, 18.12.2018 kl. 13:48
Thad er alveg a hreynu, ad ef Bara hefdi setid tharna, tha hefdi eftir henni verid tekid. Thu situr ekki ein i 4 til 5 tima a bar an
thess ad vekja ekki athygli. Henni var ordid illt i rassinum eftir 45 minutur i heradsdomi, thannig ad varla hefdi hun
svona fotlud geta setid tharna i 4 til 5 tima. Astaedan ad stundarbrjalaedid vill ekki ad myndbandsupptokur verdi birtar
eru vegna thess ad buid var ad koma fyrir upptokubunadi. Svo einfallt er thad.
Sigurður Kristján Hjaltested, 18.12.2018 kl. 14:24
Eins og ég sagði þá er þetta ekki stórmál Gunnar :)
Jóhann Elíasson, 18.12.2018 kl. 14:41
Sæll Sigurður og kærar þakkir fyrir innlitið. Já það er alveg á hreinu að það á margt eftir að koma í ljós varðandi þessar upptökur og ekki verða það Miðflokksmenn sem fara verst út úr málinu.....
Jóhann Elíasson, 18.12.2018 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.