HVERSU VEL ER LANDHELGISGÆSLA ÍSLANDS UNDIRBÚIN FYRIR SVONA?????

Það er nefnilega ekki spurningin HVORT svona slys verður við strendur Íslands heldur HVENÆR það verður.  Með auknum ferðamannastraumi og þar með aukinni umferð skemmtiferðaskipa eykst hættan á þessu. Skemmtiferðaskipin sigla uppi í harða landi til þess að farþegarnir fái sem "best" útsýni í náttúruperlurnar.  Víða er nokkuð "aðdjúpt til dæmis á Hornströndum og þá þarf ekki mikið til svo skipið og farþegar séu í stórhættu.  Engir nógu og öflugir dráttarbátar eru á Vestfjörðum í svona verkefni og skemmtiferðaskipið yrði komið upp í fjöru á fremur stuttum tíma og þá væri Þór, öflugasta varðskip Gæslunnar, sennilega við bryggju í Reykjavík vegna fjárskorts.  ER EKKI TÍMI TIL KOMINN AÐ RÁÐHERRA FERÐAMÁLA FARI AÐ HUGA AÐ ÞESSUM MÁLUM???????


mbl.is Enn eru um 1.000 farþegar um borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar eins og sjó hafi komist inn um loftinntök vélarinar komið brot á skipið Það vakna hjá manni spurningar hvort þessi skip séu hönnuð fyrir þann krapa sjó sem getur myndast í norðurhöfum þegar straumurinn er mikill á móti miklum vindi Þarf að hækka loftinntökin fyrir vélarnar mig grunar það

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 24.3.2019 kl. 12:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Takk fyrir innlitið Baldvin.  Ég sem gamall stýrimaður, er hræddur um að stjórnvöld horfi alfarið framhjá öryggisþættinum og ætli bara að láta "reka á reiðanum" með þetta og vona það besta.......

Jóhann Elíasson, 24.3.2019 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband