ER EKKI TÍMI TIL KOMINN AÐ KRISTIÐ FÓLK HÆTTI AÐ FYRIRGEFA SVONA LAGAÐ?????

Það var talið að sprengjuárásirnar á Sri Lanka væru hefnd vegna hryðjuverkanna í Crisrchurch.  Það fórust rúmlega 50 manns í árásunum á Nýja Sjálandi en yfir 300 á Shri Lanka.  Ef "reglan" er sú að það séu sex sinnum fleiri sem á að drepa í "hefndinni" þá verða 30 fórnarlömb í næstu sprengjuárás.  Þetta með að rétta bara fram hinn vangann, sem virðist vera einkunnarorð kristinna manna, er bara kjaftæði......


mbl.is Mannskæð árás á kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Pétur spurði Jesú, "Hversu oft á ég að fyrirgefa bróður mínum? allt að sjö sinnum?" Jesús svaraði, "Ekki segi ég þér allt að sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö". Talan sjö merkir fullkomleika, Jesús er sem sagt að segja Pétri að hann eigi að fyrirgefa fullkomlega. Hér er hann að tala um að þegar einhver kemur til þín og biðst fyrirgefningar og það jafnvel trekk í trekk þá ber okkur að fyrirgefa, viljum við að okkur sé fyrirgefið. Það þýðir ekki það að við eigum að sætta okkur við ofbeldið, ofbeldi mun fá sinn dóm.

Hatur er andstæða sannrar fyrirgefningar. Jesús sagði, "Ef þér fyrirgefið mönnunum ekki syndir þeirra (það sem þeir gera þér) mun minn Himneski Faðir heldur ekki fyrirgefa yður". Fyrirgefningin er grundvallaratriði kristinnar trúar, því við þurfum hvert og eitt okkar að koma fram fyrir Guð, iðrast synda okkar, sem þýðir að snúa frá syndinni, og biðja Hann að fyrirgefa okkur. Í Rómverjabréfinu 3ja kafla segir "...allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, en þeir réttlætast án verðskuldunar af náð Hans fyrir endurlausnina sem er í Kristi Jesú". En eigum við að sætta okkur við hryðjuverkin sem framin eru??? NEI alls ekki, hvorki af hendi múslímum, kristnum eða annarra, hryðjuverk eiga ekki að eiga sér stað, hvergi.!!!

Jesús sagði, "...elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig" það er ekki alltaf auðvelt, en það er nauðsynlegt. Pétur skrifar, 1.Pét. 4.kafli vers 8 "...kærleikur hylur fjölda synda". Viljum við fá fyrirgefningu þá skulum við fyrirgefa, viljum við vera elskuð þá skulum við elska, en við sættum okkur ekki við illvirki þar sem ráðist er á fólk fyrir trú sína eða af öðrum orsökum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.4.2019 kl. 11:20

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú en þarna kemur þú inná grundvallaratriði Tómas, á þessum hryðjuverkum hefur enginn beðist afsökunar.   Samkvæmt því sem þú skrifar er grundvöllur fyrirgefningarinnar að beðist sé afsökunar á því sem hefur verið gert......

Jóhann Elíasson, 29.4.2019 kl. 11:51

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fyrir okkur sem hér erum og horfum á þessa atburði úr fjarska, enn sem komið er, er það ekki okkar hvorki að dæma né fyrirgefa. Það sem skiptir okkur mestu er að gæta að okkar eigin hugarfari og hjartalagi, en það verður á endanum Drottinn sem mun dæma í öllum málum. Við höfum lög sem okkur eru gefin til að taka á svona málum og séu þau notuð gegn illskunni eiga þau að duga, en því miður allt of oft komast menn undan þeim. Eins er það að stjórnvöld fá upplýsingar um yfirvofandi hættu, eins og gerðist í Sri Lanka, þá eiga yfirvöld vissulega að gera allt sem í þeirra valdi er til að koma í veg fyrir ofbeldið, en þau bregðast einnig eins og gerðist þar.

Því miður er ofsókn gegn kristnum meiri en nokkru sinni fyrr í sögunni. Talið er að ellefu -11- kristnir einstaklingar deyi á degi hverjum fyrir trú sína, nokkur hundruð kirkjur verði fyrir árásum mánaðarlega og svo má lengi telja. Jesús sagði, "...þér munuð verða hataðir af öllum vegna nafns míns...". Málið er að við nálgumst hina síðustu tíma og það hratt. Spádómar Biblíunnar um hina síðustu tíma eru að rætast hver af öðrum og það hraðar en aðrir spádómar hennar hafa gert í gegnum tíðina. En áhersla Jesú er samt sem áður þessi "...elskið hver annan eins og ég hef elskað yður...".

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.4.2019 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband