ÁSTÆÐAN ER ÓSKÖP EINFÖLD - Á EKKI AÐ KOMA NEINUM Á ÓVART.......

Í stórum dráttum er þetta þannig; að íbúðaverð á "þéttingarreitunum" LÆKKAÐI á fyrsta ársfjórðungi þetta árið en það HÆKKAÐI eftir því sem austar dró í borginni.  Þarna ræður að mestu lögmálið um Framboð og Eftirspurn, en samt skulum við ekki vanmeta aðra þætti.  Á þessum svokölluðu "þéttingarreitum" voru byggðar stórar lúxusíbúðir en eftirspurnin eftir þeim var afskaplega LÍTIL.  þær íbúðir sem mest eftirspurn er eftir eru minni íbúðir á sæmilega "viðráðanlegu" verði, þessar íbúðir eru í austurborginni og svo er annar þáttur, sem ekki skyldi vanmeta.  ÞAÐ ER BÓKSTAFLEGA ÖLL VERSLUN OG ÞJÓNUSTA AÐ FÆRAST ÚR MIÐBÆNUM AUSTAR Í BORGINA OG BORGARMIÐJAN ER EINNIG AÐ FÆRAST AUSTAR.  Ég get EKKI tekið undir orð Sturlu Geirssonar, þess efnis að að fasteignaverð í miðborginni eigi eftir að hækka vegna "aukins byggingakostnaðar".  Byggingakostnaður er ekki stór þáttur í fasteignaverði, auðvitað er hann til staðar EN EF FASTEIGNIN ER EKKI Á ÞVÍ VERÐI SEM MARKAÐURINN ER TILBÚINN AÐ BORGA ÞÁ SELST HÚN EINFALDLEGA EKKI.............


mbl.is Íbúðaverð á hreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ég bý í Bakkahverfinu ofan við Mjódd. Finnst ég vera vel settur sambandi við alla þjónustu þar . Reyndar er Grandinn í vesturbænum með allra helstu verslanakeðjurnar en yfirleitt smærri útgáfur.

Hörður Halldórsson, 4.5.2019 kl. 09:44

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo held ég að áhuginn að búa í miðbænum sé ekki mikill vegna hótela og ferðamanna. Er ekki bara búið að rústa miðbænum???

Sigurður I B Guðmundsson, 4.5.2019 kl. 10:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Komdu sæll Hörður og gleðilegt sumar.  Þakka þér fyrir innlitið.  Ég var mjög ánægður með athugasemdina því hún staðfestir að mestu það sem fram kemur hjá mér í blogginu.  Bakkarnir eru alveg meiriháttar hverfi og eins og þú segir stutt í alla þjónustu og ekki skemmir fyrir að Bakkarnir eru eitthvað best heppnaða hverfið á höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað.  Sumir myndu segja að þar væri hin fullkomna blanda af fjölbýli, raðhúsum og einbýli og svo það að fjölbýlin eru með leiksvæðin í skjóli fyrir allri umferð.

Jóhann Elíasson, 4.5.2019 kl. 10:26

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður held ég að þetta sé alveg rétt hjá þér Sigurður.  Og síðasta "atlagan" að Laugaveginum reið sennilega baggamuninn....

Jóhann Elíasson, 4.5.2019 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband