STÓÐ EKKI TIL AÐ HÚSNÆÐISLIÐNUM YRÐI KIPPT ÚT ÚR NEYSLUVÍSITÖLUNNI????

En svo kemur bara í ljós að það á bara að beita einhverjum "Barbabrellum" við þetta, svo fjármálafyrirtækin geti haldið áfram að taka almenning í ra....... löglega.undecided


mbl.is Skoða nýja aðferð við útreikninga vísitölu neysluverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri snargalið að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, einmitt nú þegar útlit er fyrir að verð á húsnæði fari að ná jafnvægi eða jafnvel lækka.

Auk þess er vandséð að slík breyting verði gerð afturvirkt án möglunar af hálfu kröfuhafa, ef það hefur í för með sér að þeir missi spón úr aski sínum.

Einfaldast væri að afnema verðtryggingu strax (sem er mjög auðvelt) og láta svo eldri verðtryggð lán deyja út af náttúrulegum orsökum á nokkrum árum.

Barbabrellur með fikti í samsetningu vísitölunnar myndu ekki skila neytendum neinum ávinningi samkvæmt niðurstöðum skýrslu frá því í mars sl.:

1083/149 skýrsla rh. (frumskjal): húsnæðisverð í verðvísitölum, verðtrygging og verðbólgumarkmið | Þingtíðindi | Alþingi

Aftur á móti er ágætt að þessi hópur sem nú er verið að skipa eigi að skoða vísitölubjagann því það gæti gagnast neytendum með eldri verðtryggð lán.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2019 kl. 13:10

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er ég alls ekki sammála þér.  Þó svo að líklegt sé að húsnæðisverð geti lækkað á næstunni, þá væri það að kippa húsnæðisliðnum út úr neysluvísitölunni aðgerð til lengri tíma.  Það að ætla að fara að "krukka í" vísitölunni bendir til að ekki eigi að fara að hreyfi neitt við vertryggingunni heldur að feta hana í sessi... undecided

Jóhann Elíasson, 2.7.2019 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú þarft ekkert að vera sammála mér, en starfshópur skipaður fulltrúum seðlabanka, hagstofu og fjármálaráðuneytis komst að þeirri niðurstöðu að hver sú breyting á samsetningu vísitölunnar sem hefði í för með sér lægri byrðar á neytendur, myndi einfaldlega vegast upp með hærri vöxtum í staðinn. Í þeirri niðurstöðu felst auðvitað sú afstaða að lánveitendur myndu þá hirða til sín mögulegan ávinning af slíkri breytingu í stað þess að láta hann ná fram að ganga til neytenda.

Aftur á móti erum við sammála um að fyrirætlanir um að "krukka" í vísitölunni eru fremur til þess fallnar að festa verðtryggingu í sessi, en að losna við hana. Það má líkja þessu við bíl sem er kominn á sína síðustu lífdaga áður en honum verður hent á haugana, en þá er ekki skynsamlegast að fara að láta gera breytingar á þeim bíl með ærnum tilkostnaði sem engu skilar.

Auðveldasta leiðin "í átt að" afnámi verðtryggingar er afar einföld og hún er sú að afnema einfaldlega verðtryggingu. Allt annað en það er ekki afnám verðtryggingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2019 kl. 15:12

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf þegar ég heyri þetta "AÐ VERIÐ SÉ AÐ GERA EITTHVAÐ TIL HAGSBÓTA FYRIR NEYTENDUR" þá er ég á varðbergi.  Ég man ekki betur en að aðalrökin fyrir því að samþykkja orkupakka þrjú væru að þar væri NEYTENDAVERND í hávegum en svo var aldrei hægt að benda á í hverju NEYTENDAVERNDIN væri fólgin.

Það er alveg rétt hjá þér; ÞAÐ ER EKKERT MÁL AÐ AFNEMA VERÐTRYGGINGUNA en það virðist bara skorta viljann.

Jóhann Elíasson, 2.7.2019 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband