Föstudagsgrín

Þegar hinn eini sanni skörungur Halldóra Bjarnadóttir varð 100 ára, kom til hennar fréttamaður útvarps og tók við hana viðtal.  Það kom fréttamanninum verulega á óvart hvað hin aldna kona var vel að sér um allt sem var að gerast í þjóðfélaginu og fannst honum að margir henni yngri mættu vera ánægðir með að búa yfir hennar andlegu heilsu.  Fréttamaðurinn endaði viðtalið við hana á þeim orðum að hann ætlaði að koma til hennar í heimsókn þegar hún yrði 150 ára. 

Þá varð þögn í smá stund en svo sagði hún: "Hu, þú verður löngu dauður".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo var viðtal við gamla manninn. Manstu þegar fyrsti bíllinn kom til landsins? Já ég man það sagði karlinn. En mannstu þegar útvarðið kom? Já það var í bílnum sagði sá gamli. En mannstu þá eftir fyrstu útvarpsdagsskránni? Nei sagði sá gamli þá var bíllinn löngu farinn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.7.2019 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband