16.1.2020 | 17:57
HEFÐI VERIÐ VEL VIÐEIGANDI AÐ BIG BEN HEFÐI HRINGT INN OG FAGNAÐ NÝFENGNU SJÁLFSTÆÐI BRETLANDS VIÐ ÚRGÖNGU ÞESS ÚR ESB....
En það virðast ekki allir gera sér grein fyrir því hversu stór stund í sögu Bretlands þetta verður, nokkrir eru svo forpokaðir í afstöðu sinni til ESB að þeim er illmögulegt að sjá hvers konar skrímsli ESB er og hversu ólánlega þetta samband hefur þróast. Á síðasta ári skrifaði ég smárit, sem mér tókst með hjálp góðra manna að koma á netið SJÁ HÉR. Í þessu smáriti fjallaði ég um tengsl ESB við nasista og það hvernig nasistar hafa í rauninni stjórnað ESB (áður EBE, þetta samband hefur oft skipt um nafn og alltaf hefur markmiðið verið að "lappa" upp á ímyndina út á við, sem ekki hefur reynst vanþörf á). Fyrsti framkvæmdastjóri ESB var nasistinn Walter Hallstein og margir af helstu embættismönnum ESB hafa verið háttsettir og virtir menn úr nasistaflokknum Þýska. Þetta skýrir að miklu leiti þann "skort á lýðræði" sem hefur einkennt ESB í gegnum tíðina Þarna styðst ég við bækur sem hafa komið út um þetta málefni en INNLIMUNARSINNAR viljað "þagga" alla umfjöllun um þetta mál niður og segja þessar bækur bara vera HRÆÐSLUÁRÓÐUR og SAMSÆRISKENNINGAR. Nokkuð mikið hefur verið fjallað um það af INNLIMUNARSINNUM hvernig Breskt samfélag komi til með að liðast í sundur við útgönguna, Breska pundið komi til með að vera í frjálsu falli og raunar átti það að gerast strax þegar Bretar ákváðu það í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016 að yfirgefa ESB. En hvað gerðist? Að vísu lækkaði gengi Breska pundsins fyrstu dagana eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, eða fyrstu þrjár vikurnar um rétt rúm 26%, en sú lækkun var vegna dómsdagspár EVRÓPUSINNA en ekkert af því sem þeir héldu fram rættist og lífið hélt áfram og gekk sinn vanagang. Breska pundið fór smám saman að rétta úr kútnum og nú er svo komið að það er mun sterkara en evran. Málið er nefnilega það að nú eru menn almennt farnir að gera sér grein fyrir því að það verður ESB SEM TAPAR MESTU Á BREXIT OG SENNILEG AFLEIÐING VERÐUR SÚ AÐ EVRAN HRYNUR ENDANLEGA OG ESB VERÐUR EIN RJÚKANDI RÚST EINHVERJUM MISSERUM SEINNA.......
Minnkandi líkur á að Big Ben láti í sér heyra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér Jóhann.
Innlimunarsinnar ætla aldrei að skilja það, að það er
ESB sem tapar mest á útgöngu Breta.
Vildi óska þess að Íslendingar rönkuðu við sér og í framhaldi segja sig
frá öllu sem við kemur þessu Evrópurugli.
Schengen nr.1 og svo EES samningurinn.
Þá fyrst færi Ísland að verða sjálfstætt uppá nýtt.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 16.1.2020 kl. 20:30
Þakka þér fyrir innlitið Sigurður og að mínu áliti mjög góðar athugasemdir. Við erum greinilega á algjörlega sömu réttu línunni.......
Jóhann Elíasson, 16.1.2020 kl. 21:05
Innlimunarsinnar = Afneitunarsinnar.
Sigurður I B Guðmundsson, 16.1.2020 kl. 21:32
Reyndar eru INNLIMUNARSINNAR þeir sem vilja INNLIMA Ísland inn í ESB og þar með AFNEITA uppruna sínum og eðli.....
Jóhann Elíasson, 17.1.2020 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.