BRETAR FAGNA EN ESB SYRGIR

Að sjálfsögðu fagna Bretar því að hafa loksins endurheimt sjálfstæði sitt eftir 47 ára vist í dýflissu ESB.  Allan þennan tíma hefur ESB arðrænt Englendinga, Skota og Walesverja.  Gert þeim að undirgangast regluverk ESB, fiskað innan lögsögu þeirra, gert viðskiptasamninga fyrir hönd þeirra og svo mætti lengi telja.  En nú eru Bretar lausir úr prísund ESB og allt bendir til að það séu bjartir tímar framundan hjá Bretum en það sama verður ekki sagt um ESB.  ESB hefur tapað fjórða stærsta greiðanda sínum og bara fyrir þær sakir verður ekki séð hvernig ESB á að geta haldið úti óbreyttri starfsemi í Br˜üssel og svo verður fróðlegt að fylgjast með hvort ekki koma fleiri lönd til með að fara sömu leið og Bretar, þegar mönnum verður ljóst að hrakspár EVRÓPUSINNA gengu ekki eftir og voru ekkert nema ómerkilegur hræðsluáróður af þeirra hálfu.  Í dag bendir allt til að ESB veri innan bráðar sett í "öndunarvél" og bara spurning hvenær öndunarvélin verður tekin úr sambandi.  TIL HAMINGJU MEÐ AÐ HAFA ENDURHEIMT SJÁLFSTÆÐIÐ BRETAR......


mbl.is Beðið eftir Brexit í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég ætla ekki að vera með neina Þórðargleði heldur bara senda Bretum bestu kveðjur. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2020 kl. 23:23

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kúbu Gylfi sagði í Kastljósi að ef Bretar fengu að kjósa aftur þá mundu þeir kjósa að verða áfram í ESB! Alltaf skal Rúv fá Kúbu kallinn til sín. Nú byrja nýjir og betri tímar fyrir Breta sama hvað Kúbu norðursins segir!!

Sigurður I B Guðmundsson, 1.2.2020 kl. 00:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Um þrjá menn á Íslandi gildir eftirfarandi vísiregla: "Leggist hann eindregið gegn einhverju eru sterkar líkur á að það sé í raun hið besta mál." Gylfi er einn þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2020 kl. 00:33

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, ekki vil ég viðurkenna að ég sé með neina Þórðargleði en aftur á móti viðurkenni ég að mér finnst Bretar hafa stigið "rétt" skref þarna og það bendir allt til þess að þarna hafi verið um gæfuspor að ræða.....

Jóhann Elíasson, 1.2.2020 kl. 10:42

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður, já það eru margir sem hafa hreinlega ekki getað sætt sig við þessa niðurstöðu og fremur en að sætta sig við orðinn hlut eru þeir með "bölssýnisspár" um það hvernig framtíð Bretar eigi í vændum.  En þeir segja ekki á hvaða gögnum þessar spár eru byggðar, kannski vegna þess að gögnin eru ekki til????? sealed

Jóhann Elíasson, 1.2.2020 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband