EN ER ALLT Í LAGI AÐ BYGGJA FLUGVÖLL Á VATNSVERNDARSVÆÐI REYKJANESS????

Það er greinilega ekki sama hvort það er Dagur eða séra Dagur sem á í hlut....


mbl.is Bláfjallavegi lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já þetta er athyglisvert.  Þessi stutti vegarspotti telst hættulegur umhverfinu og því lokað.  En hvað með heilan flugvöll?

Kolbrún Hilmars, 3.2.2020 kl. 14:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hvað liggur eiginlega bakvið þetta flugvallardæmi í Hvassahrauni?????

Jóhann Elíasson, 3.2.2020 kl. 14:32

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki síst hvað varðar eignarhald á landi í Hvassahrauni.  Hef aldrei heyrt neitt um það í allri umræðunni um flugvöll þar.  Skyldi einhver vita?

Kolbrún Hilmars, 3.2.2020 kl. 14:41

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er víst sveitarfélagið Vogar, sem á þetta land.....

Jóhann Elíasson, 3.2.2020 kl. 15:09

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú spyr ég af hreinni forvitni. Er vatnsverndarsvæði í Hvassahrauni? Hvaða uppsprettur eru þar og hverjir nýta þær?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2020 kl. 15:17

6 identicon

Ég persónulega hef meiri áhyggjur hvað er að gerast við bæjarmörkin í Grindavík út af jarðhræingunum en þar er Bláa Lónið sem dæmi um vafið titrandi hrauni. Hvað verður um affallið úr lóninu sem er væntanlega með alkyns líkamsvesa sem kemur frá fólkinu sem baða sig þarna alla daga þessir einstaklingar skipta þúsundum og hvað gerist með affallið ef sprunga myndast í hrauninu að affallið leiti í vatnsbólin sem eru ekki mjög langt undan á þessu svæði ? Það er endalaust hægt að banna hitt og þetta til að koma í veg fyrir hitt og þetta ef, ef,sem stundum er nauðsynlegt að banna hluti áður en barnið dettur ofan í brunninn en þá þurfa rökin að halda vatni.

Baldvin Nielsen  

B.N. (IP-tala skráð) 3.2.2020 kl. 17:23

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Guðmundur, það er vatnsverndarsvæði í Hvassahrauni.  Það eru Suðurnesjamenn sem nýta vatnið þarna en það virðist ekki skipta miklu máli fyrst það eru ekki Reykvíkingar sem nýta vatnið.

Jóhann Elíasson, 3.2.2020 kl. 18:11

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Baldvin Nielsen, í mínum huga er Bláa Lónið ekki ofarlega í forgangsröðinni.  Þar er um að ræða einkafyrirtæki, sem hlýtur að vera með sína neyðaráætlun sem unnið er eftir.  En annað mál, finnst mér aftur á móti, vera þegar talað er um vatnsverndarsvæði okkar Suðurnesjamanna og hversu skeytingarleysið varðandi það er algjört.....

Jóhann Elíasson, 3.2.2020 kl. 18:18

9 identicon

Sæll félagi.

Hér fyrir neðan kemur frétt sem birtist fyrir um tveimur árum. Grindavíkurvegurinn er inn á vatnsverndarsvæði og það þarf að meta fyrst hvort það þurfi klippur áður en tækjabíl slökkvuliðins er sendur á slysstað ef bílslys verður á veginum.

Ég yrði ekki ánægður ef ég væri fastur í bíl með angandi besíngufuna allt um kring að fá þau skilaboð vegfarendum að það væri verið að bíða eftir lögreglunni sem dæmi svo hægt væri að staðfesta við Slökkvulið Grindavíkur að tækjabíl mætti leggja af stað á Grindavíkurveginn til að klippa mig út. Það er yfirbygging kerfisins sem ég óttast mest að kerfið finnur sér eitthvað að gera svo það detti ekki út af fjárlögum ríkisins kerfið bara stækkar og stækkar okkur skattgreiðendur til mikils ama. Bláa Lónið hefur sínar áætlanir en það eru almannavarnir sem eiga tryggja öryggi almennings og vatnsverndarsvæðisins þegar náttúran bankar upp á.

Ýmis einkafyrirtæki vegna sinna hagsmuna geta verið vanhæf og eiga ekki að vera í þeirri stöðu að þurfa að eiga síðasta orðið hvenær skal loka starfsemi til öryggis fyrir almenning þar eiga Almannavarnir vera fremstir í flokki og vera meira upplýsandi svo fólk finni til meiri öryggiskenndar, 

Tilvitnun byrjar 

 

Víkurfréttir Fimmtudagur 23. nóvember 2017 kl. 07:00

Vatnsverndarsvæði í hættu

- Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur hefur farið fram á að slökkvilið sé ávallt kallað út

Slökkvilið Grindavíkur hefur ekki heimild til að fara á slysavettvang á Grindavíkurvegi nema nauðsynlegt sé að klippa einstakling eða einstaklinga úr bílum eftir slys samkvæmt áreiðanlegum heimildum Víkurfrétta.
Grindavíkurvegur er á vatnsverndarsvæði og er svæðið því í hættu þegar slys verða og olía lekur úr bílum. Hlutverk slökkviliðsins er meðal annars það að hreinsa upp eftir slys, til dæmis olíu og brak. Ef jeppi fer út af veginum og úr honum leka hundrað lítrar af olíu þá eru líkur á því að olían geti eyðilagt drykkjarvatn hér á Suðurnesjum sem getur orðið til þess að matvælavinnsla leggist af á svæðinu. Drykkjarvatn verður því ónýtt í um hundrað ár og ekki mögulegt að bjóða upp á drykkjarvatn úr krönum á flugstöðinni svo dæmi sé tekið.

Þrjár bílveltur hafa orðið á Grindavíkurvegi undanfarin misseri og var slökkviliðið kallað út í einni þeirra þar sem beita þurfti klippum til þess að ná farþegum úr bílnum. Slökkviliðið var ekki kallað út við hin tvö slysin sem voru á vatnsverndarsvæðinu en neyðarlínan kallar ekki slökkviliðið út eftir slys á veginum nema beita þurfi klippum eins og áður hefur komið fram. Umhverfis- og ferðamálanefnd hefur lagt fram tvær bókanir á þessu ári og eru þær frá mars og júní:

22. mars.
4. 1703058 - Grindavíkurvegur: vatnsvernd/öryggismál
Sviðsstjóra falið að beina þeim tilmælum til slökkviliðsstjóra að tækjabíll slökkviliðs verði ávallt kallaður út þegar óhöpp verða innan vatnsverndarsvæðis í lögsögu bæjarins, þá sérstaklega á Grindavíkurvegi.

21. júní.
2. 1703058 - Grindavíkurvegur: vatnsvernd/öryggismál
Umhverfis- og ferðamálanefnd leggur til við almannavarnarnefnd að tækjabíll slökkviliðs verði ávallt kallaður út þegar umferðaróhöpp verða innan vatnsverndarsvæðis í lögsögu bæjarins, þá sérstaklega á Grindavíkurvegi. Málinu var vísað til almannavarnarnefndar.

Almannavarnarnefnd hefur ekki tekið málið fyrir á fundi þrátt fyrir að umhverfis- og ferðamálanefnd telji það brýnt að slökkvilið sé ávallt kallað út en engar fundargerðir eru til frá árinu 2017 inn á grindavik.is frá almannavarnarnefnd. Lokaákvörðunin stendur hins vegar á bæjarfulltrúum Grindavíkurbæjar og enn hefur ekki verið heimilað að slökkvilið mæti á svæðið til þess að hreinsa upp eftir slys þrátt fyrir bókanir umhverfis- og ferðamálanefndar. Slökkvilið Grindavíkur er stærsta björgunareiningin sem kölluð er út þegar slys verða á Grindavíkurvegi og er hún einnig fjölmennust, þrátt fyrir það er ekki gefið leyfi á það að slökkviliðið sinni sínu starfi þegar slys verða á veginum nema að beita þurfi tækjum frá slökkviliðinu til að koma fólki úr bílum. Tilvitnun endar.

Með bestu kveðjum, Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 3.2.2020 kl. 19:15

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta með að Grindavíkurvegurinn sé inn á vatnsverndarsvæði breytir málinu algjörlega Baldvin og það að óttast "kerfið" er að mínu mati fullkomlega eðlilegt, þar sem í ljós hefur komið að "kerfið" hér á landi er svifaseint og að mörgu leiti mjög óskilvirkt.  Ég stend við það sem ég skrifaði um Bláa Lónið en tek fullkomlega undir athugasemd þína nr. 9 og vona að sem fyrst verði gerð bót á þessu, það er hreinlega LÍFSSPURSMÁL og ég er hissa á hversu lengi málið hefur verið að velkjast í "kerfinu".Ég vil bara þakka þér fyrir þessa góðu athugasemd Baldvin Nielsen og að vekja athgli á þessu alvarlega máli....

Jóhann Elíasson, 3.2.2020 kl. 19:58

11 identicon

Já takk fyrir það Jóhann og takk fyrir þín innlegg í þjóðmálaumræðuna kíki oft hérna inn gaman að fylgjast með þér og þínu fólki hér inni.

Bestu kveðjur, Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 4.2.2020 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband