Föstudagsgrín

Kona ein var að steikja egg handa sínum heittelskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. "Varlega varlega...! Settu meira smjör!  Guð hjálpi mér...!  Þú ert að steikja Of mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!" "Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!Eggin munu festast!" "Varlega...VARLEGA! Ég sagði VARLEGA! Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT! S A L T!"  Konan horfði á hann og sagði. "Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum."....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hér er ein gömul og góð:

Filippus,kallaður hinn sterki,bjó um eitt skeið í Halakoti í Flóa. Honum kom mjög illa saman við nágrannakonu sína,húsfreyjuna á næsta bæ,sem var svarkur mikill. Lenti stundum í handalögmáli með þeim,og lék Filippus hana oft illa. Sr. Ólafur í Hraungerði var loks fenginn til að koma sáttum á milli þeirra,og var sáttafundurinn haldinn á heimili húsfreyju. Filippus kom síðastur á sáttafundinn,og snýr húsfreyja sér þá samstundis að honum,sýnir honum rifu á dagtreyju sinni og segir: "Þekkirðu þetta gat,Filippus?" Filippus lítur á gatið og segir: "Heldurðu,að ég þekki á þér götin?"

Sigurður I B Guðmundsson, 15.5.2020 kl. 10:52

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður þessi..... smile

Jóhann Elíasson, 15.5.2020 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband