NÚ ER EES SAMNINGURINN KOMINN Í ALGJÖRT ÖNGSTRÆTI

Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að þessi vitleysa gengur ekki lengur.  Það er kominn tími til að henda þessu viðriðni, sem EES samningurinn er, langt út í hafsauga og þótt fyrr hefði verið.  EES samningurinn reyndist alveg ágætlega þar til Lissabon ákvæðið kom til skjalanna en eftir að það ákvæði um aukna miðstýringu innan sambandsins og "aukaaðildarríkja" (eins og til dæmis EES ríkin eru óumdeilanlega) "datt inn" hefur þessi samningur eingöngu verið til ama og leiðinda.  En allan tímann hefur þetta verið leið ESB til að auka völd sín og áhrif (að herða tökin í litlum skrefum).  EKKI ER BETRI MÚSIN SEM LÆÐIST EN SÚ SEM STEKKUR....


mbl.is Kjöt áfram flutt inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Allt fyrir ekkert er alltaf "músin sem læðist". Þessi samningur var stórhættulegur frá upphafi og þýddi strax  skert sjálfstæði og glötunar þess fyrir rest.

Íslendingar eru ekki lengur sjálfstæð þjóð,fyrir lýðveldinu er nú komið á svipaðan hátt og var fyrir þjóðveldinu fyrir tæpum 800 árum. Seinni gullöld Íslandssögunnar er líða undir lok.

Magnús Sigurðsson, 23.5.2020 kl. 08:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sæll Magnús og þakka þér fyrir innlitið og góðar athugasemdir.  Já allt í sambandi við þennan "samning", hefur verið sérstaklega slysalegt, alveg frá upphafi og það versta er að þjóðin skyldi ekki fá tækifæri til að kjósa um hann í upphafi.  Að mínu mati, er það stærsti bletturinn á forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur að hún skyldi ekki setja þetta mál í dóm þjóðarinnar, þrátt fyrir yfir 30.000 HANDSKRIFAÐAR undirskriftir og ef farið er útí það þá eru blettirnir nokkrir.  Ég fæ ekki með nokkru móti skilið þessa HRÆÐSLU ráðamann, þingmanna og embættismanna við ESB?  Eini ljósi punkturinn er að nú gefst okkur Íslendingum færi á að kjósa mann á Bessastaði, sem ekki verður strengjabrúða ESB manna og "gervi Elítunnar" hér á landi OG VONANDI NÝTIR ÞJÓÐIN ÞAÐ TÆKIFÆRI...........

Jóhann Elíasson, 23.5.2020 kl. 10:57

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

 Það er og verður alltaf svo difficult fyrir íslendinga. Í den gátu íslendingar selt fullt af lambakjöti til útlanda, en að sögn þeirra sem vildu kaupa var alltaf viðkvæðið hjá íslendingum very difficult. Söluaðilarnir höfðu nefnilega meira út úr því að geyma kjötið í frystigeymslum, svo var útrunna kjötinu fargað, muniði eftir því? Núna er allt svo difficult út af Covid-19 hjá íslendingum. Samt skal ESB taka t.d. allan þorsk, ýsu ofl. tegundir tollalaust til sín frá íslendingum. Come on, það þarf amk 2 til að samningur sé til. 

Jónas Ómar Snorrason, 24.5.2020 kl. 11:04

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas Ómar, það er lágmark að fara rétt með þegar verið er að fjalla um mál.  Íslenskar sjávarafurðir hafa ALDREI verið TOLLFRJÁLSAR innan ESB, eins og okkur var sagt þegar samningurinn var kynntur og það eru EKKI GERÐAR NEINAR KRÖFUR Á AÐ ESB KAUPI EITTHVAÐ VISST MAGN AF ÞORSKI OG ÝSU.  Og að tala um að það þurfi tvo til að gera samning HVAÐA SAMNING ERTU EIGINLEGA AÐ TALA UM?  En hins vegar þarf ekki tvo aðila til að segja gömlum og úreltum samningi upp......

Jóhann Elíasson, 24.5.2020 kl. 12:28

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jóhann, farðu einfaldlega inn á tollflokka gagnvart ESB vegna fisks frá Íslandi. Nei það eru engar sérstakar kröfur um keypt magn af fiski af hálfu ESB landa frá Íslandi, er það ekki bara frábær samningur? Enda fer stærsti hluti og um leið sá dýrasti inn á markaði innan ESB landa. Er að tala um EES samninginn Jóhann. En mikið þætti mér fróðlegt að sjá alvöru úttekt á því hvernig samningurinn hefur gagnast hvorum aðilaðum fyrir sig. Eithvað segjir mér að hagnaðurinn sé margfallt okkur í vil. 

Jónas Ómar Snorrason, 24.5.2020 kl. 16:19

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þekki mjög vel til með tollamál innan ESB og sjávarafurðir frá Íslandi eru EKKI tollfrjálsar, eins og INNLIMUNARSINNAR hafa haldið fram allan tímann.Ég var að tala um að Íslendingar gerðu ENGA kröfu um að ESB keypti eitthvað visst magn af sjávarafurðum núna, eins og mátti skilja af fyrri skrifum þínum.  Hvað er svona frábært við samninginn?  Það er viðurkennt að eins og EES samningurinn er í dag, sé hann MJÖG óhagstæður okkur Íslendingum.  Eða allt frá því að Lissabon sáttmálinn tók gildi.  Ekki vil ég alveg fullyrða um haginn, en að mínu áliti hefur ESB hagnast mun meira en Ísland í gegnum tíðina...........

Jóhann Elíasson, 24.5.2020 kl. 17:13

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Íslendingar hafa líkt og sautjánhundruð og súrkál -í viðskiptum sínum með þurrkaðan fisk og ull við einokunarverslunin- fengið striga og strútsfjaðrir í staðinn.

Magnús Sigurðsson, 24.5.2020 kl. 19:00

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er margt til í þessu hjá þér Magnús, en hins vegar ber að líta til hversu stór þáttur íslendinga er og var á þessum tímum, jafnvel enn í dag, það er nefnilega ansi ríkt í þjóðarsálini að íslendingar eru íslendingum verstir. Alveg rétt hjá þér Jóhann, það eru ekki allar tegundir tollfrjálsar, t.d. bera karfi og skarkoli 2,5% toll, sólkoli, steinbítur og skötuselur bera t.d. 4% toll. Algengustu tegundir við Ísland eru samt tollfrjálsar, þorskur ýsa, ufsi t.d. Annars átta ég mig ekki á því hvað sé svona óhagstætt við EES samninginn, hvað er það sem er svo íþyngjandi fyrir íslendinga á einu sviði, sem er ekki vegið upp á öðru sviði, þetta er samningur milli tveggja aðila, ekkert endilega fullkominn en það besta sem í boði er.  

Jónas Ómar Snorrason, 25.5.2020 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband