25.8.2020 | 20:58
Í HVERJU LIGGUR VERÐMUNURINN?????????
Batteríið í símanum hjá mér var orðið lélegt og ég sá fram á að ég yrði að endurnýja það, svo ég fór að kanna hvað það kostaði. Að sjálfsögðu athugaði ég með verðið hér á landi, því það er jú alltaf verið að tala um að það eigi að kaupa hlutina hér á landi og standa við bakið á "okkar fólki" og koma þannig í veg fyrir of mikið gjaldeyrisútflæði. En ég verð að viðurkenna að mér fannst nú verðin á þessu batteríi nokkuð há hér á landi og það sem var enn merkilegra var að verðið var alls staðar nokkuð svipað þó að einhverjir hundrað kallar væru sem munaði eða frá 18.300 kr. til tæplega 19.000 kr.. Þá fór ég á "internetið" og endaði á því að kaupa orginal batterí í símann á 3.991 kr. hingað komið, síðan greiddi ég 3.003 kr. í toll og virðisaukaskatt SAMTALS 6.994 kr. Þarna er MINNSTI munurinn á að kaupa þetta batterí hér á landi eða erlendis 11.306 kr. en MESTI munur er 12,006 kr.. Ég segi alveg eins og er að ég er ekki það efnaður að ég geti staðið í því að STYRKJA svona okur og ég vona bara að sem flestir sjái ástæðu til þess að gera versamanburð á hlutum áður en er keypt og að kaupmenn hér á landi geri sér grein fyrir því að einhvers staðar liggja mörkin og landinn lætur ekki endalaust OKRA á sér......
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 102
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 2279
- Frá upphafi: 1837645
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 1310
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég versla stundum í Costco og kaupi þar 40 flöskur af Sódavatni innflutt sem kostar ca. 40.- stykkið meðan Egilssódi kostar rúmlega 150 krónur. Hvernig er þetta okur hægt????
Sigurður I B Guðmundsson, 25.8.2020 kl. 23:10
Þetta er gott dæmi, sem þú nefnir þarna Sigurður. Og það eru fleiri dæmi til á þessum nótum. Menn verða að gera sér grein fyrir því að við lifum ekki lengur á tímum Dönsku einokunarverslunarinnar....
Jóhann Elíasson, 26.8.2020 kl. 06:42
Það er ekki eyðsla á gjaldeyri þó maður versli beint erlendis frá, vöru sem ekki er framleidd hér á landi. Hins vegar er maður að snuða íslenska kaupmanninn. Hann þarf aldrei að greiða meira fyrir vöruna erlendis en maður sjálfur, greiðir væntanlega sömu innflutningsgjöld og skatta, en ætti að fá mun hagstæðari flutningskostnað. Verðmismunurinn er því væntanlega álagning kaupmannsins. Þegar hún er svo há, þarf maður ekki að skammast sín fyrir að snuða hann örlítið.
Gunnar Heiðarsson, 26.8.2020 kl. 08:46
Þakka þér fyrir innlitið og athugasemdirnar Gunnar. Málið er nefnilega það að þegar ég borga 3.000 kr. fyrir vöruna erlendis er hámarkið að kaupmaðurinn Íslenski borgi 2.000 kr. fyrir hana og þá verður mismunurinn náttúrulega enn meiri og þar með álagning hans um leið og þá skammast ég mín ekkert fyrir að "snuða" Íslenska kaupmanninn, sem virðist hafa það að aðalmarkmiði að snuða landann og tryggja sér gott líf á kostnað þess sem verslar við hann...........
Jóhann Elíasson, 26.8.2020 kl. 09:16
Það má ekki gleyma því að kaupmaðurinn þarf að kosta húsnæðið þar sem batterín eru seld, launakostnað starfsmannsins sem selur þau og af þessu öllu tekur hið opinbera, bæði ríki og bær, sitt af kökunni. Þægindin við það að geta bara gengið inn af götunni, fengið nýtt batterí sett í símann í kaupbæti, kosta auðvitað sitt.
Kolbrún Hilmars, 26.8.2020 kl. 14:38
Kolbrún, það sem þú ert að segja, er sem sagt að þessi gríðarlega álagning sé alveg réttlætanleg, Ég hef staðið í rekstri og veit alveg um öll gjöld sem þarf að greiða en það er mikill munur á OKRI og SKYNSAMLEGRI ÁLAGNINGU......
Jóhann Elíasson, 26.8.2020 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.