Föstudagsgrín

Þennan fékk ég frá dyggum lesanda og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

 

Ég hringdi  i upplýsingasíma Almannavarna, til að athuga hvort að það væri óhætt að fara út í búð að versla. „Já en vertu bara með grímu og með hanska, þá ætti allt að vera í lagi“  var svarið.  Ég gerði það...... bölvuð della!  ALLIR AÐRIR VORU Í FÖTUM!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Maður nokkur var fenginn til að skjóta kú. Hann þóttist skytta mikil,og sagði þeim, sem áttu að gera að beljunni, ýmsar sögur um skotfimi sína. En er hann hleypti á kúna, hitti hann ekki. Hristi hún illgirnislega hausinn og hunsaði við. Hrópar þá skyttan: "Hrindið henni, piltar. Hún stendur dauð"

Tvær stúlkur sátu við sauma. Maður nokkur kom til þeirra og spurði, hvað þær væru að gera. En þær kváðust vera að sauma föt á ungbarn. Þá kvað hann:

Glöggt á þessu greini ég skil.

Geymið þið, stúlkur dótið.

Ég skal búa barnið til,

bara þið lánið mótið.

Sigurður I B Guðmundsson, 4.9.2020 kl. 09:32

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessir voru góðir og þá var ég sérstaklega hrifinn af vísunni....... wink

Jóhann Elíasson, 4.9.2020 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband