"MIKIÐ GRÍN MIKIÐ GAMAN" - KYRJAÐI LADDI HÉRNA UM ÁRIÐ - ÞETTA ER Á SAMA "LEVELI"....

Að nokkrum heilvita manni detti í hug að senda svona brandara frá sér er alveg með ólíkindum.  Það er alveg á hreinu að ef allar áætlanir hefðu verið raunhæfar þá alveg öruggt að "ábatinn" af verkefninu hefði verið neikvæður.  Menn geta "reiknað" það út að eitthvað verkefni sé hagkvæmt með því að setja inn hagstæðar forsendur.  Þetta minnir mig á söguna af þremur mönnum, sem fóru  atvinnuviðtal lögfræðingur, verkfræðingur og hagfræðingur.  Sá sem tók atvinnuviðtalið spurði þá alla sömu spurningar,það er "HVAÐ ERU TVEIR PLÚS TVEIR?  verkfræðingurinn og hagfræðingurinn svöruðu eftir bestu samvisku að útkoman væri fjórir en lögfræðingurinn horfði á spyrjandann  og sagði:HVER VILTU AÐ ÚTKOMAN SÉ?  Og lögfræðingurinn fékk vinnuna.  Er það virkilega svo að allir í meirihluta sveitastjórna á höfuðborgarsvæðinu, séu svo auðtrúa að þeir láti ljúga sig fulla af draumórum þeirra sem eru í meirihluta í einu sveitarfélagi án nokkurra athugasemda??????????


mbl.is Hagrænn ábati af borgarlínu 26 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Eg velti fyrir mér hugtakinu:Verkfræðilegt Vændi.

Hvernig viltu að svarið sé spurði lögfræðingurinn?

Halldór Jónsson, 10.10.2020 kl. 03:07

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er þessi útkoma ekki svipuð því sem grínverjinn hans Ladda söng um!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.10.2020 kl. 09:31

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú, Halldór Verkfræðingurinn og Hagfræðingurinn höfðu báðir snefil af SAMVISKU og svöruðu eins og vísindin sögðu en Lögfræðingurinn hafði selt sálina fyrir löngu síðan og svaraði því sem hann "hélt" að spyrjandinn vildi heyra.....

Jóhann Elíasson, 10.10.2020 kl. 10:55

4 Smámynd: Jóhann Elíasson


Einmitt Sigurður, niðurstaðan er sú sama...............

Jóhann Elíasson, 10.10.2020 kl. 10:56

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann. Það er nokkuð til í því að stærðfræði sé ekki sterkasta hlið margra lögfræðinga, en það á sem betur fer ekki við þá alla.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2020 kl. 16:40

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Reyndar er það þannig að ég var að koma því á framfæri hvað hann væri helvíti úrræðagóður þessi lögfræðingur Guðmundur.  En  það var alls ekki ætlunin að móðga neinn en oftast er það með brandara að þeir koma við einhvern.  Ég þekki lögfræðinga sem eru sterkari á svellinu í stærðfræði svo þetta er alveg rétt hjá þér svo veit ég að þú ert nokkuð sterkur í stærðfræðinni en hafi ég móðgað þig biðst ég afsökunar það var ekki ætlunin........

Jóhann Elíasson, 10.10.2020 kl. 17:15

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei ég móðgaðist alls ekkert. Þvert á móti er þetta eitthvað sem var oft grínast með í lögfræðináminu. Sumir vissu það alveg upp á sig að hafa beinlínis valið sér þetta nám vegna þess að í því eru engir stærðfræðiáfangar, en tóku svona spaug þó ekki nærri sér. Það sem ég nýt góðs af umfram þá er hins vegar að eiga baki fyrra nám á sviði raunvísinda. Ég myndi því svara: fjórir.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2020 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband