Föstudagsgrín

Illa klæddur maður kemur inn í banka og hrópar til gjaldkerans: "Ég ætla að opna andskotans bankareikning í þessum skíta banka, og það strax". Gjaldkerinn heldur að hún hafi ekki heyrt rétt og segir:"Afsakaðu, hvað segirðu?" "Andskotinn hafi það, heyrðirðu ekki í mér, ég ætla að opna andskotans reikning og það strax!"

Konan var alveg hvumsa og sagði:"Fyrirgefðu, en við líðum ekki svona orðbragð hérna". Maðurinn gaf sig ekki og krafðist þess að hitta yfirmann hennar, en þegar yfirmaðurinn kemur til mannsins og spyr, "Fyrirgefðu, hvert er vandamálið?".

"Það er ekkert helvítis vandamál hérna" segir maðurinn, "Ég var að vinna 100 milljónir í víkingalottóinu og ætla að stofan andskotans reikning í þessum skíta banka".

"Ég skil", segir yfirmaðurinn, "og veitti helvítis kellingin þér enga andskotans þjónustu?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kona ein sagði við mann sinn: Áður en við giftumst, hafði ég ekki hugmynd um, hver asni þú ert. Það hefði þó átt að leiðbeina þér dálítið, að ég skyldi biðja þín, svaraði maður hennar.

Áfengi er eitur, sagði kona við mann sinn, sem sat að drykkju. Og ekki hefur mér nú reynst að bráðdrepandi svaraði hann. Það drepur menn á löngum tíma, sagði konan. Ojæja, sagði karl. Eftir langan tíma verð ég dauður, hvort sem er.

Svo er það KN: Við stúlku í glensi:

Strax til  hvílu glaður gengi

glaumi lífsins frá

um tíma og eilífð, ef ég fengi

Önnu að sofa hjá.

-----

BÆN: Oftast, þegar enginn sér

og enginn maður heyrir,

en brennivínið búið er,

bið ég guð að hjálpa mér.

--------

Og að lokum er það "gráa svæðið":

Kveðið um mann, sem hafði lekanda:

Aum er þessi Amors-gigt,

ef hún festir rætur.

Böllurinn á Benedikt

bæði hlær og grætur.

---

Jón Sigurðsson á Skúfsstöðum átti nokkur börn fram hjá konu sinni. Eitt sinn, er einhver var að vanda um slíkt við hann, þá kvað hann:

Þótt fregn um mína framhjátekt

fljúgi heims-um álfur,

engan læt ég úti sekt,

á ég böllinn sjálfur.

----

Visa um Gyðingastúlku, sem höfundurinn þóttist hafa sorðið á Sívalaturns-hlandhúsi. Vísan mun vera ort fyrir eða um 1840:

Fór ég á hana fast og vel,

fossaði úr mjer brundið.

Slíka kuntu í Ísrael

aldrei hef ég fundið.

Ég veit þetta má ekki þú hendir þessu bara út!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 30.10.2020 kl. 11:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki dettur mér í hug að henda góðum kveðskap út Sigurður, þó hann komi kannski við siðferðiskennd einhverra.  Mörkin hjá mér eru að það sem er skrifað séu ekki meiðandi fyrir núlifandi menn sem ekki hafa tækifæri til að verja sig, því ekki get ég ætlast til að allir lesi bloggið.....

Jóhann Elíasson, 30.10.2020 kl. 11:48

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já,Hví ekki að taka lífinu létt,sungu Lúdó og aldrei meiri ástæða til heldur en núna í covidinu og hæfa bara ástandinu. Vísurnar minna mig á heimsóknir til vina okkar hjóna í Hveragerði í den,þar flugu kviðlingar á léttu nótunum og vöktu kátínu. Mb.Kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2020 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband