Föstudagsgrín

Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Normaður og Íslendingur.
Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð
með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Normaðurinn að
Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"?
-Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".
-Normaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til
brauð úr þeim og sendum til Íslands".

Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði:

"Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".
-Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið".
-Normaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til
ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands".
Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:

"Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?
-Normaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".-
Íslendingurinn:
"Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og
sendum til Noregs".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Piltur í skóla einm átti að stigbreyta lýsingarorðið lasinn. Hann þótti ekki að jafnaði fljótur til svars, er grammatíkin var annarsvegar, en í þetta sinn stóð ekki á svarinu, og varð beygingin þannig: "Lasinn, veikur, dauður".

Siglfirðingur nokkur, sem þótti sopinn góður, gekk í stúku. Kunningi hans einn hitti hann á götu daginn eftir og var þá búinn að frétta tíðindin, vatt sér að honum og sagði: "Svo þú ert kominn í stúku. Það þýðir þá líklega ekki að bjóða þér í staupinu?" Þá varð hinum að orði: "Ojá, í stúkuna er ég kominn, en maður er nú ekki svo fanatískur, að maður þiggi ekki einn lítinn."

Jón Guðmundsson gestgjafi á Þingvöllum var lítill maður vexti. Jóhannes Kjarval málaði einhvern tíma mynd af honum. Kjarval sýndi kunningja sínum myndina og spurði hann, hvernig honum líkaði hún. Kunningi hans lét lítt yfir og sagði meðal annars, að á myndinni sýndist Jón miklu stærri og karlmannlegri en hann væri í raun og veru. "Það er nokkuð til í því," svaraði Kjarval, "en hún er eins og Jón langar til að vera."

Svo er það K.N. Nýársvísa til Jónasar Hall:

Flúði ég kenndur fyrst til þín,

fullur enn af gríni.

Byrja og enda árin mín

öll á brennivíni.

Gamanvísa: Aldrei brenni-bragða eg -vín,

né bragi nenni að tóna.

Fell hefur ennþá ást til mín

engin kvenpersóna.

Og að lokum er það "Gráa svæðið":

Ort í guðfræðisdeild háskólans undir siðfræðisfyrirlestri.

Fagur meyjarmunnurinn

margan tælir drenginn.

En það er nú svona, séra minn,

að sálinni ríður enginn.

-----

Ó, mér gengi allt í vil,

ef ég fengi að ríða.

Mig hefur lengi langað til

lítinn dreng að smíða. 

-----

Hann í fangi hennar grét,

hlaut þó angursbætur.

Tittlings-angann inn hún  lét

eftir langar þrætur.

-----

Og að lokum þessi: Teygði hún á mér tittlinginn,

til þess að mér stæði.

Gat hann þó ei gengið inn,

grétum við þá bæði.

Sigurður I B Guðmundsson, 11.12.2020 kl. 06:39

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vísurnar frá þér bjarga deginum, Sigurður...........

Jóhann Elíasson, 11.12.2020 kl. 08:27

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Gaman að heyria það. En hvað er það sem er hart og langt þegar það er stungið inn en mjúkt og linnt þegar það er tekið út?? Auðvita tyggigúmmi. Þessi varð til þegar Wrigley tyggjóið var og hét, áður en Extra tyggjóið tók við!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.12.2020 kl. 15:11

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég verð nú að viðurkenna að mér datt annað í hug..... cool wink

Jóhann Elíasson, 11.12.2020 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband