HVERNIG VÆRI AÐ HÚN NEFNDI EINHVER ALMENNILEG RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ ÍSLANDSBANKI VERÐI SELDUR??????

Það er nefnilega málið, ÞAÐ ERU EKKI TIL NEIN ALMENNILEG RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ ÞAÐ EIGI AÐ SELJA HLUT Í BANKANUM - HVORKI HAGFRÆÐILEG EÐA ALMENN.  Ásdís Kristjánsdóttir hjá SA reyndi að halda því fram í Silfrinu á sunnudaginn varað "EINGÖNGU" stæði til að "selja" 25% hlut í bankanum.  En það er vel þekkt, sérstaklega þar sem ríkið og lífeyrissjóðirnir halda um "meirihlutaeignina, að MINNIHLUTAEIGANDINN tekur stjórnina í sínar hendur og er Eimskip skýrasta dæmið um það...........


mbl.is „Hvað eigum við að eiga marga banka?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu rökin sem ég sé er staða ríkissjóðs sem hlýtur að vera slæm eftir covit. Að sjálfsögðu missir ríkið þá af langtíma hagnaði vegna arðgreiðslna en það er líka slæmt að skulda og það að geta greitt niður erlendar skuldir er sennilega besta fjárfestingin. Kannski er nóg að hafa einn banka sem yrði þá í eigu þjóðarinnar og selja hina. Það sem mér finnst skipta aðal máli er það að ríkið ábyrgist ekki innistæður banka sem eru ekki í eigu þess. Það á að vera krafa að allir einkareknir bankar séu með innistæðutryggingu sem hægt er að sækja í ef illa fer.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.1.2021 kl. 07:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Athugasemd þín er ágæt svo langt sem hún nær. Þú kemur inn á góðan punkt þar sem þú nefnir TIL SKAMMS TÍMA og TIL LENGRI TÍMA. "Þar liggur hundurinn grafinn", það má deila um það hvort "SKAMMTÍMAHAGNAÐURINN" sé nokkuð til staðar (fer alveg eftir söluverðinu og hvernig það verður greitt), best dæmið er síðasta "sala" á Landsbankanum.  Ég tek undir það hjá þér að skuldir séu slæmar og hugmyndin hjá þér með INNISTÆÐUTRYGGINGASJÓÐ FYRIR EINKAREKNA BANKA er alveg frábær en þá kemur spurningin "HVERNIG ÆTLI GANGI AÐ KOMA SLÍKUM SJÓÐ Á?????????

Jóhann Elíasson, 20.1.2021 kl. 08:00

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Væri ekki betra að "klára" þessa C-19 og þegar allt er komið á skrið að athuga þá sölu á bönkum að hluta eða að öllu?

Sigurður I B Guðmundsson, 20.1.2021 kl. 10:05

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú það er alveg rétt Sigurður.  En þá kemur aftur upp spurningin um hagnað til skemmri tíma eða til lengri tíma....

Jóhann Elíasson, 20.1.2021 kl. 10:15

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jósef Smári.

1. Innstæðutryggingasjóður með skyldubundinni aðild hefur verið til staðar frá því á síðustu öld. Á honum er engin ríkisábyrgð sbr. dóm EFTA dómstólsins í Icesave málinu.

2. "Staða ríkissjóðs" felur ekki í sér nein rök fyrir bankasölu. Ríkið þarf hvorki að selja banka né aðrar eignir né taka lán til að "fjármagna" hallarekstur. Ríkissjóður þarf nefninlega ekki að "fjármagna" neinn halla heldur getur einfaldlega rekið sig með halla ef stjórnvöld kjósa svo. Hugmyndin um að ríkið verði að selja eignir eða taka lán á móti hallarekstri byggir á þeirri mýtu að ríkissjóður sé eins og heimilisbókhald, sem er röng. Heimili þurfa að eiga fyrir útgjöldum sínum vegna þess að þau geta ekki prentað peninga. Önnur lögmál gilda um ríkissjóð, sem er reyndar rangnefni því þar er enginn sjóður með peningum í sem þarf að taka úr til að greiða útgjöld, heldur er ríkis"sjóður" einfaldlega bara opinn vaxtalaus yfirdráttur í seðlabankanum. Tæknilega séð getur ríkið því rekið sig með eins miklum halla og það vill eins lengi og það vill og er tilbúið að takast á við afleiðingarnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2021 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband