29.1.2021 | 03:43
Föstudagsgrín
Í dag er fæðingardagur bróður míns heitins. Hann lenti í mjög alvarlegu bílslysi í Vattarnesskriðum 11 janúar 1997 og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu. Þar lá hann meðvitundarlaus, þar til hann lést 19 janúar 1998. Hann var svo jarðsettur á 36 ára afmælisdegi sínum það sama ár. Þetta föstudagsgrín er tileinkað minningu hans.
Þrír fótboltaáhugamenn voru að þvælast um Saudi Arabíu. Einn hélt með Leeds, annar hélt með Manchester United og sá þriðji hélt með Liverpool.Auðvitað voru þeir allir fullir, en eins og allir vita þá er það stranglega bannað í Saudi Arabíu. Þannig að þeir voru allir handteknir. Þeir voru voru leiddir fyrir shjeikinn sem mælti svo fyrir að vegna drykkjuskapar á almannfæri þyrftu þeir að þola 50 svipuhögg hver en bætti svo við: En vegna þess að það er þjóðhátíðardagur okkar ætla ég að veita ykkur TVÆR óskir hverjum.Þegar kom að því að það átti að hýða Leeds-arann bað hann um að fá kodda bundinn á bakið og bestu fáanlega læknisþjónustu ef með þyrfti. Svo var byrjað að hýða hann. Koddinn þoldi aðeins 15 svipuhögg og var þá orðinn með öllu gagnslaus, þannig að Leeds-arinn varð alblóðugur og hálfdauður eftir þessa hrikalegu meðferð, en hann fékk góða læknishjálp.Þá var komið að United-manninum. Hann sagðist vilja TVO kodda bundna á bakið á sér og bestu læknisaðstoð sem í boði væri.Svo kom að hýðingunni. Eftir 30 svipuhögg voru koddarnir orðnir gagnslausir. Blóðugur en á lífi fékk United-maðurinn góða aðhlynningu og var nokkuð kátur.Loksins var komið að Liverpool-manninum. Hann sagði hátt og snjallt:Bætið við 200 höggum og bindið United-manninn á bakið á mér.............
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 411
- Sl. viku: 2178
- Frá upphafi: 1837544
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1249
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frúin var að tala við lögfræðing um að fá skilnað við mann sinn og fann honum allt til foráttu. Já, sagði lögfræðingurinn, en einhvern tíma hefur maðurinn yðar elskað yður. Það getur vel verið, svaraði frúin. Honum er svo sem trúandi til alls.
Guðríður húsfreyja var ekki sem hreinlegust talin, sérstaklega var hún oft óhrein um hendurnar. Einu sinni, þegar hún var að hnoða brauð, varð henni að orði: Það hreinsar gróflega vel á manni hendurnar að hnoða brauð.
Tómas Guðmundsson var eitt sinn spurður að því, hvort hann hefði ekki verið myrkfælinn ungur. Jú, jú, svaraði Tómas. Ég var stundum svo myrkfælinn, að ég óskaði eftir að sjá draug til þess að vera ekki einsamall.
Ég er fyrstur til að hlæja að mistökum mínum. Þá hlýtur þú sannarlega að lifa skemmtilegu lífi.
Þá er komið að K N: Í danslok:
Hættu að dansa og gætni gleym,
gríptu "chance"ið, maður!
Taktu kvensu og töltu heim.
"Tell yours friends to do the same".
Til hugarhægðar:
Upp á grín um ýmsa menn,
ef eitthvað sýnist skrýtið,
að gamni mínu yrki ég enn
ofurpínulítið.
Harmagrátur:
Einn ég græt með ekka
og ekkett fæ að drekka,
en allir giftast sem geta,
svo geti þeir fengið að éta.
Og að lokum er það "gráa svæðið"
Hún er lipur, létt á tá,
ljúf til uppáferða.
Það veit guð, að griðku þá
gaman væri að serða.
----
Þá er engin lokuð leið,
lít ég framtíð bjarta:
Aldrei nema eftir reið
er mér rótt í hjarta.
------
Að hátta og sofa hjá henni
hryggð og dofa ver það.
Ég fer ekki ofan frá henni,
fyrr en hún lofar mér það.
----
Öll erum vér Adamsbörn og Evudætur.
Stelpan hver sig liggja lætur
og leggur í sundur báða fætur.
Sigurður I B Guðmundsson, 29.1.2021 kl. 07:52
Það klikka ekki föstudagarnir hjá þér Sigurður........
Jóhann Elíasson, 29.1.2021 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.