ÉG HÉLT AÐ ÞEGAR MENN VÆRU "SVIPTIR RÉTTINDUM" ÞÁ MISSTU MENN ÖLL RÉTTINDI TIL AÐ STÝRA SKIPI????

Það er í það minnsta þannig ef menn missa ökuskírteinið.  Er eitthvað annað í gangi þegar menn eru sviptir réttindunum á sjó?  Auðvitað spyr maður af því að ég veit þetta ekki, ég lenti aldrei í því að missa réttindin þegar ég var á sjó og þar af leiðandi hugsaði ég aldrei um þetta.  Skipstjórnarréttindin fá menn þannig að fyrst klára menn nám í stýrimannaskóla og eftir ákveðinn tíma "á dekkinu" (flestir fara nú ekki í "skólann" fyrr en þeir hafa verið þennan tíma "á dekkinu"og fá þá stýrimannaréttindin beint)fær viðkomandi réttindi sem stýrimaður og eftir að hafa verið stýrimaður í ákveðinn tíma fær viðkomandi skipstjórnarréttindi.  Ég bara trúi ekki öðru en að  maðurinn hafi þurft að "leggja inn" réttindaskírteinið sitt og ef "gæslan" skoðar skipið í næsta "túr" ætti að  koma í ljós að maðurinn er RÉTTINDALAUS og þá verða hann, skipstjórinn og útgerðin í djúpum skít í framhaldinu.......


mbl.is Sviptur skipstjóri á Júlíusi ráðinn stýrimaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, það er eitthvað gruggugt við þennan dóm sem téður skipstjóri fékk!? Spurning hvor þessi útgerð sé farin að að gera sér Samherja að fyrirmynd?!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 20.2.2021 kl. 13:17

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér innlitið Helgi alltaf gaman að fá þig inn.  Ég get bara ekki með nokkru móti skilið þetta.....

Jóhann Elíasson, 20.2.2021 kl. 13:35

3 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Jóhann! 

Sjáðu siðferðið, þíðir ekki vísvitandi eitthvað áhveðið? Var ekki áhveðið að láta slag standa hvort áhöfnin lifði þetta AF?.

KV Óskar

Óskar Kristinsson, 20.2.2021 kl. 13:39

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Blessaður Óskar og gaman að sjá þig aftur.   Er ekki nokkuð ljóst að "sumir" telja að lög og reglur séu ekki fyrir þá til að fara eftir bara hina????????????

Jóhann Elíasson, 20.2.2021 kl. 14:18

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég skil ekki röksemdafærsluna hjá ykkur
Menn geta misst meiraprófið en haldið ökuréttindum á hefðbundna bifreið

Grímur Kjartansson, 20.2.2021 kl. 15:37

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið Grímur og athugasemdina.  Meiraprófið er sérstakt próf sem er tekið en skipstjórnarréttindin eru framhaldsréttindi frá stýrimannaréttindunum.

Jóhann Elíasson, 20.2.2021 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband