Föstudagsgrín

Maður nokkur var að aka bíl sínum heim í mikilli rigningu,  þegar hann sér unga konu  við bilaðan bíl sem veifar til hans, Maðurinn tekur  konuna gegnvota upp í, og spyr  hvert hún sé að fara, hún segist vera á leið í næsta bæ,  Maðurinn býður henni því heim, þar sem stutt var heim til hans og hún rennvot.Þegar heim er komið, eru skilaboð frá konunni hans að hún  hafi farið út að hitta  vinkonur sínar. Nokkru seinna kemur frúin heim og fer upp  í svefnherbergi, og sér þar  manninn sinn vera í samförum við ókunnuga konu. Konan  hleypur niður og maðurinn á eftir, og í miðjum stiganum meðan hann hysjar upp um sig buxurnar  kallar hann, "ég get útskýrt" konan stoppar og segir "ég myndi elska að heyra þig útskýra  þetta". " Sko, ég var að keyra  heim og stoppa fyrir konunni þar sem hún stóð út í rigningunni og bauð hjálp mína, svo komum við hingað og hún  spurði mig hvort konan  mín ætti einhver gömul föt til að lána henni", "ég sagði þá að þú ættir buxur sem þú væri löngu  hætt að nota og blússu sem þú værir löngu, löngu  hætt að nota, einnig lét ég hana hafa sokka og skó sem þú varst löngu síðan  hætt að nota, og að endingu lét ég hana hafa jakka sem þú varst fyrir lifandis löngu hætt að nota". Svo sagði maðurinn daufum  orðum, "svo spurði stúlkan mig hvort það væri eitthvað fleira sem þú værir hætt að  nota".........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Verkamaður var að sækja um atvinnu og vinniveitandinn spurði hann, hvað hann hefði unnið lengi þar sem hann var síðast. Í 65 ár , sagði maðurinn. Í 65 ár? spurði vinnuveitandinn undrandi. Hvað eruð þér gamall? Fertugur. Hvernig getið þér hafa unnið í 65 ár spurði vinnuveitandinn. Það var svo mikil eftirvinna, sagði verkamaðurinn.

Stefán gamli átti áttræðisafmæli. Finnst þér ekki slæmt að vera orðinn svona gamall? spurði einn af gestunum. -Slæmt- og sei sei, nei, sagði sá gamli, ef ég hefði ekki orðið svona gamall væri ég dauður.

Þér megið fara heim á morgun, sagði læknirinn við sjúklinginn. En munið: Saltlausan mat, ekkert feitmeti, aðeins létta fæðu ekkert tóbak og áfengi. Þá hefi ég bókstaflega ekkert að gera heim.

Sigurður málar kom kenndur heim klukkan tvö um nótt. Kona hans var vakandi og segir stutt í spuna: Þú kemur seint heim, klukkan er orðinn tvö. Já, hvað þýðir að ragast í því? Eins og klukkan væri ekki orðinn tvö, þó að ég hefði komið heim fyrr. 

Einu sinni voru hjón á bæ að taka saman heyflekk, en þá kom allt í einu steypiskúr mikil, svo heyið rennvöknaði. Karlinn bálreiddist, reiddi upp hrífuna í bræði og sagði: Þú nýtur þess, guð, að ég næ ekki til þín. 

Einar Benediktsson sagði einu sinni við um kunnan templara: Ég veit ekki til, að það liggi annað eftir hann á lífsleiðinni, en að hann hefur alla ævi verið að stritast við að vera ófullur.

Þá er komið að K. N. Sá ráðríki.

Af langri reynslu læt ég þetta hef:

að láta drottin ráða meðan ég sef.

En þegar ég vaki, þá vil ég sjálfur ráða,

og þykist geta ráið fyrir báða.

Mannlýsing:

Þú ert sveitar svívirðing,

sótugi eldhús-raftur.

Aftan og framan, allt í kring

ekkert nema - kjaftur.

Hvergi smeykur.

Engu kvíði ég eymdakífi,

illa þó sæki messu,

því heiðarlegu hundalífi

hef ég lifað fram að þessu.

Sjómannavísa á þurru landi.

Loksins kominn er ég á 

innsta mið á henni,

berum önguli borðstokk frá 

Og að lokum "Gráa svæðið":

Éta saman Jótar tveir,

Jensen-Bjerg og Rosenberg.

Rífast um, hvor ríður meir,

Rosenberg og Jensen-Berg.

------

Þrælslega hefur þjakað mér

þessi næturleikur:

Litla greyið á mér er

eins og fífukveikur.

-----

Von er, þó að gremjist geð

og gráti tíðum svanni,

hún hefur ekki sextug séð

sívalning á manni.

----------

Ég er veikur eftir þér.

Ætlarðu að kreika frá mér?

Kondu ósmeik og kúrðu hér.

Hvar er leikan á þér?

Sigurður I B Guðmundsson, 26.2.2021 kl. 08:47

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vantaði síðustu setningu í sjómannavíuna:

Loksins kominn er ég á

innsta mið á henni,

berum öngli borðstokk frá

blint í sjóinn renni.

Sigurður I B Guðmundsson, 26.2.2021 kl. 08:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Annar hver föstudagur er orðinn verulegt tilhlökkunar efni hjá mér, ekki föstudagsgrínið hjá mér heldur sögurnar og vísurnar frá þér Sigurður og ég er óendanlega þakklátur fyrir sendingarnar.....

Jóhann Elíasson, 26.2.2021 kl. 09:50

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakk þér fyrir þetta Jóhann ég hef líka gaman af þessu. 

Sigurður I B Guðmundsson, 26.2.2021 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband