12.3.2021 | 00:19
Föstudagsgrín
Einu sinni fóru hjón í ferð til Englands, Þau fengu fallegt herbergi á hóteli og planið var að fara á leikinn Manchester United-Arsenal. Þegar þau koma inn á baðherbergið sjá þau að það er enginn krókur til þess að hengja handklæði á. Þau ákveða að skrúfa nokkra króka í vegginn, en þeim finnst betra að hringja, og biðjast leyfis hjá húsverðinum.
Þau ákveða að kallinn fari og kaupi skrúfur og hún hringi..en hún var ekki góð í ensku og hljóðaði símtal konunnar svona:
Konan: jess, hello, ken æ tokk tú ðe hotels janitor..
Bryti: yes, hold one moment.
Konan: þank jú..
Húsvörður: Yeah hello?
Konan: Jess, is þiss ðe janitor?
Húsvörður: Yeahh i am the janitor,how can i help you?
Konan: æ was wondering..ken mæ hösband skrúf som húkkers in ár baþþrúm?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
- STRANDVEIÐAR.......
- HÚN LÆTUR GREINILEGA BLEKKJAST AF EINHLIÐA FRÉTTAFLUTNINGI RÚ...
- HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
- EN VERÐUR EITTHVAÐ GERT MEÐ ÞESSAR TILLÖGUR?????????
- SVONA FRÉTTIR GEFA LÍFINU GILDI..........
- NÚ ER "MÆLIRINN" MIKIÐ MEIRA EN FULLUR..........
- ÁRAMÓTAKVEÐJA.........
- ÞETTA VAR NÚ HELSTA "BEITAN" SEM VAR NOTUÐ VIÐ AÐ FÁ ÍSLEND...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 286
- Sl. sólarhring: 329
- Sl. viku: 1966
- Frá upphafi: 1851774
Annað
- Innlit í dag: 177
- Innlit sl. viku: 1271
- Gestir í dag: 153
- IP-tölur í dag: 151
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blaðamaður var að rekja garnirnar úr öldungi nokkrum á 100 ára afmæli þess síðarnefnda. Og hverju þakkaru svo þennan háa aldur? Því að ég fæddist fyrir 100 árum, svaraði þá sá gamli.
Veistu af hverju Skotar spila aldrei á spil? Nei. Það tímir enginn að gefa.
Ég átti að spyrja hvort heyrnartækið hans pabba væri tilbúið? Þarf hann mikið á því að halda, blessaður karlinn? Nei, hún mamma þarf bara að skamma hann.
Jón á Úlfarsá og Kristinn á Mosfelli komu til Stefáns í Reykjahlíð, og bauð hann þeim brennivín. Þeir settust nú að drykkju og fóru að tala um sauðfjárrækt. Þeir höfðu drukkið tvö staup hver, er Kristinn á Mosfelli segir: Það hefur nú enginn vit á sauðfjárrækt hér í sveitinni nema ég. Þá segir Jón á Úlfarsá: Þarftu ekki meira en þetta?
Þjóninn: Hvort má bjóða herranum hvítvín eða rauðvín með matnum? Matargesturinn: Það skiptir ekki máli. Ég er nefnilega litblindur.
Siggi litli spurði kennslukonuna að því hvort hann gæti fengið að fara heim þar sem honum liði svo illa. Alveg sjálfsagt svaraði kennslukonan en hvar líður þér illa Siggi minn? Hérna í skólanum.
Þá er það K.N. Til Gríms Laxdal:
Ég vildi feginn lítið ljóð
leggja í þennan sparisjóð,
sem þú geymir, Grímur minn,
gamli æskuvinurinn.
En það, sem andinn innblæs mér,
er allt of kraftlaust handa þér.
Afsökun:
Það er miklu meiri vandi
en margan grunar hér í landi,
að yrkja svo að öllum líki,
en einkum guði í himnaríki.
Systurnar:
Ég sá og þekkti systur tvær,
en Synd og Glötun hétu þær.
Í húsi þeirra ég vinsæll var
og við mig léku systurnar.
Ávarp:
Mín eru ljóð ei merkileg,
mínir kæru vinir!
En oft og tíðum yrki ég
öðruvísi en hinir.
Fónið:
Kom til Garðar kynleg frétt:
að Káinn væri dáinn,
þó var ekki þetta rétt,
það var bara páfinn.
Og að lokum er það "Gráa svæðið":
Öllum meyjum upp í loft
ástin snýr í skyndi.
Fíkjublöðin fjúka oft
í freistinganna vindi.
-----------
Ekki get ég að því gert, þó aðrir hlæi,
en mér stendur í meira lagi.
-------
Þín er enduð æfistund,
æska, gleði og snilli.
Þekkti ég þig, spaka sprund,
spjaldanna á milli.
-------
Það hjálpar ekki, heillin mín,
að hrista sig,
úr því ég komst inn til þín
og upp á þig.
------------
Graður út ég gekk á veið,
gljúpur bað minn hugur:
Gefðu mér nú góða reið,
guð minn almáttugur.
Sigurður I B Guðmundsson, 12.3.2021 kl. 01:06
Ha ha, þeir klikka ekki hjá þér föstudagarnir Sigurður. Annar hver föstudagur er stór hjá mér en þá fæ ég GÓÐAN "pakka" frá þér.....
Jóhann Elíasson, 12.3.2021 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.