ÞVÍLÍKUR "KARAKTER" SEM ÞESSI MAÐUR ER OG JÁKVÆÐNIN ER AL.LTAF TIL STAÐAR

Ef það er einhver sem á skilið að vera kosinn maður tveggja síðustu áratuga, þá er það hann og ég held að forsetinn okkar ætti að sjá sóma sinn í því að hengja á hann orðu og svo sannarlega trúi ég því að ÖLL þjóðin væri sammála því.........


mbl.is „Fyrir mér er þetta sigur nú þegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já Jóhann ég er þér hjartanlega sammála.

Trú Guðmundar Felix, jákvæðni og æðruleysi hefur komið honum áfram, hann er góð fyrirmynd annarra í lífinu. Þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt hjá honum, en trúin og bjartsýnin hefur fleytt honum áfram. Margir aðrir, jafnvel þeir sem ekki hafa átt við áföll af völdum slysa eða veikindi að stríða, mættu taka hann sér til fyrirmyndar.

Drottinn Guð blessi Guðmund Felix og ég bið þess að hann muni geta notað báðar hendurnar til fulls.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.3.2021 kl. 23:43

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir það sem þið segið.

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2021 kl. 02:11

3 identicon

Hjartanlega sammála! Alveg ótrúleg jákvæðni og kímnigáfa sem hann býr yfir.

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 14.3.2021 kl. 02:29

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið og athugasemdirnar.  Já þessi maður er búinn að standa sig alveg ótrúlega vel í gegnum sínar raunir og erfiðleika og eins og Tómas segir það mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar og Drottinn Guð blessi Guðmund Felix og ég bið þess að hann muni geta notað báðar hendurnar til fulls.

Jóhann Elíasson, 14.3.2021 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband