26.3.2021 | 00:27
Föstudagsgrín
Hann Pekka, sem var í skíðaherdeild Finna í vetrarstríðinu milli Finnlands og Rússlands. Var búinn að vera á vígstöðvunum í rúma þrjá mánuði, þegar honum var veitt fimm daga frí. En gallinn var bara sá að frá vígstöðvunum og heim til hans var tveggja daga ferðalag á skíðum. Þetta þýddi að hann hafði aðeins EINN dag heima því hann þurfti jú einnig að ferðast í tvo daga að heiman frá sér og til baka á vígstöðvarnar, þannig að hann varð að nýta timann heima vel.
Þegar hann kom til baka var hann að sjálfsögðu spurður útí heimkomuna af félögunum:
- Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú komst heim? Spurði einn.
- Gerði það með konunni Svaraði Pekka.
- Og hvað gerðir þú svo? Spurði hinn aftur.
- Gerði það aftur með konunni Svaraði Pekka aftur.
- En hvað var það þriðja sem þú gerðir? Spurði þá félaginn.
- Tók af mér skíðin Svaraði Pekka.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 247
- Sl. sólarhring: 541
- Sl. viku: 2029
- Frá upphafi: 1846703
Annað
- Innlit í dag: 129
- Innlit sl. viku: 1225
- Gestir í dag: 122
- IP-tölur í dag: 120
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar söfnunardiskurinn hafði gengið lengi um alla kirkjuna, í skoska sveitaþorpinu, sagði presturinn kaldhæðnislega: Svo eru hér skilaboð að ofan. það er engin þörf fyrir fleiri tölur. Englarnir eru farnir að nota rennilása.
Siggi: Hvernig gekk megrunarkúrinn hjá tengdamömmu þinni, Kalli? Æðislega vel, fyrstu vikuna léttist hún um 10 kíló, næstu um 15 kíló og í síðustu viku hvarf hún alveg.
Stefán Helgason hét maður. Hann var sveitlægur í Miðfirði, en var oft látinn flakka um næstu sveitir. Hann var eindæma sóði og át alls konar óþverra. Sýslumaðurinn, Lárus Blöndal(langafi minn)kom eitt sinn að honum, þar sem hann var að draga úldið hræ af hundi upp úr á. Sýslumaður vissi, að hann mundi ætla að leggja sér þetta til munns, og fór að atyrða hann og bannaði honum að hirða hræið. Stefán brást reiður við, þreif hræið upp, fleygði því út í ána aftur, eins langt og hann kom því, og sagði um leið: Við skulum þá hvorugur njóta þess.
Kvöld eitt, er verið var að leika Skugga-Svein í Eyjum, stóð svo á, að sá sem lék Skugga-Svein var fullur. Hann datt þá út af leiksviðinu, og hlógu áhorfendur óskaplega. En Skugga-Sveinn klifraði upp á leiksviðið aftur og sagði: Af hverju eruð þið að hlæja? Þetta átti að vera svona.
Verzlunarmaður nokkur eignaðist fimm börn á sama árinu, eitt barn og þríbura með konu sinni auk þess eitt fram hjá. Þegar einn af kunningjum hans frétti þetta, varð honum að orði: Ja, mikið er að heyra! Fyrr má nú gera að gamni sínu!
Gamall maður gekk niður að höfn og sá tvær stúlkur sitja á viðarbunka. Hann spurði stúlkurnar, hvað þær væru að gera. Þær sneru upp á sig og sögðust vera að veiða. Já, og sitjið á beitunni! sagði karl.
Svo er það hinn eini og sanni K.N.: Stúlka gaf skáldinu vettling.
Glaður ég með þökkum þigg
það sem mér er boðið,
ástúðlega að því hygg,
einkum sé það loðið.
Gamall landi:
Að vita á mér einhver skil,
ef ykkur skyldi langa til:
hingað kom ég Fróni frá,
flækst hef víða um lönd og sjá.
Kvenfólkið mér kærast er,
og konur flestar unna mér.
Getinn er ég og fæddur flón
í Flóanum og heiti - Jón.
Trúarþörf:
Lífsins besta happahjú,
himnesk vonin þrýtur.
Þá er flestum þörf á trú,
þegar konan hrýtur.
Og að lokum er það "Gráa svæðið":
Einatt lætur Einar minn,
er hann þá með rjóða kinn,
fjaðralausa fuglinn sinn
fljúga í Jóu hreiðrið inn.
-------
Það fór á milli fóta minna
frá honum eitthvað vott.
En það var ekki að því að finna,
það var nógu gott.
---------
Þrátt fyrir taman þegna sið,
þeim er sama nú orðið,
hvort aftan, framan eða á hlið
þeir eiga gaman fljóðin við.
----------
Langar, þreyir, hjalar, hlær.
hikar, bíður, grundar,
sprangar, eygir, falar, fær,
fikar, ríður, brundar.
Sigurður I B Guðmundsson, 26.3.2021 kl. 02:02
Þeir eru góðir föstudagsmorgnarnir, sem þú býður uppá........
Jóhann Elíasson, 26.3.2021 kl. 06:57
Já það er gaman að þessu!
Sigurður I B Guðmundsson, 26.3.2021 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.