Föstudagsgrín

Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo: "Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður".  --"En en, ég er verkfræðingur..."  "Já sorrí, en þú ert ekki á listanum !".  Þannig að Jón er sendur niður til helvítis.  Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax, "Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök."  Guð er ekki sáttur og segir, "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það".  Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði "Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann".

"Sko Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig!"

 "-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Fimm fimmaurar af hverju veðurfræðingurinn þurfti að hætta: 1. Náði ekki áttum. 2. Fauk í hann. 3. Gerði skúr í óleyfi. 4. Hrasaði í hitastigunum og rotaðist í élaganginum. 5. Geyspaði golunni. Næst eru það hommarnir, þar á meðal homminn sem varð að hætta því hann gat ekki rassgat!

Dómarinn: Var ég ekki að dæma þig í síðustu viku fyrir fyllerí á almanna færi? Jú, en þetta er nú reyndar sama fylleríið.

Það var áfengið sem eyðilagði heimilið okkar. Nú, drakk maðurinn þinn svona mikið? Nei, en tækin hans sprungu í loft upp.

Ég skil ekkert í því hvernig forfeður okkar gátu lifað án síma, útvarps, myndbandstækja, bíla og rafmagns? Þeir gátu það ekki. Þeir eru allir dánir.

Jóna hét kona ein á Eyrarbakka. Hún vann þar eihvern tíma við uppskipun, en datt á bryggjunni, lenti á flöskubrotum með munninn og skarst allmikið. Þegar maður hennar fór að segja frá þessu slysi, komst hann svo að orði: Já, munnurinn á henni Nínu, sá fékk á kjaftinn.

Árni kirkjuvörður lá veikur um tíma. Sr. Bjarni lét sér mjög annt um hann og vitjsði hans oft. Ósvald útfararstjóri kom einhvern tíma til Árna gamla og hressti hann lítillega á brennivíni. Þá sagði Árni: Þsð er betra að fá þig einu sinni en sr. Bjarna þrisvar á dag.

Hermann Jónsson bóndi í Firði var orðlagður kvennamaður. Eitt sinn kom Magnús bóndi á Hofi í Mjóafirði að Hermanni óvörum í einni sæng með konu hans. Hermann lét sér ekki bilt við verða en sagði: Ég er nú líklega fyrir þér Magnús minn.

Næst er það K.N.: 

Jarðneskan á ekki auð,

aldrei hjá mannon var þræll,

bara ef ég hefði brauð

og brennivín, þá var ég sæll.

Vor yngri kynslóð yrkir nú í prósa,

eins og skáldin fyrr, á dögum Mósa,

rímlaust bull í ræðuformi þylur

á rósamáli, sem enginn skilur.

--------

Hjálpaðu þér sjálfur, þá hjálpar drottinn þér,

það heyrði ég prestinn segja inni í fjósinu hjá mér.

Svo hafa líka fleiri þennan hjákátlega sið,

að hjálpa þeim, sem ekki þurfa neinnar hjálpar við.

-------

Og að lokum "Gráa svæðið" eða þannig!:

Kann ég vel við konurnar,

kringum þær ég sveima.

Best er að koma á bæi þar,

sem bóndinn er ekki heima.

-----

Þegar stúlkur fóru að ríða í hnakk:

Hérna fyrr um æfiár

ýms má dæmi finna,

að margri nægði minna en klár

milli fóta sinna. 

-------

Ég er kominn þá til þín,

þú munt verða fegin,

elskulega Margrét mín,

mörgum sinnum legin.

-----

Sorglegt er að sjá á mér

svívirðingu ljóta,

ég er orðinn eins og þér

opinn milli fóta.

------

Upp á mig ef einhver fer,

eins og mér sé gefið vín,

ó, hve hressist hold á mér,

hlakkar til hún litla mín. 

-----

The end!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.4.2021 kl. 04:48

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki veit ég hvernig þú ferð að þessu en mér finnst þú alltaf ná að TOPPA þig í hvert skipti.  Þakka þér kærlega fyrir Sigurður.

Jóhann Elíasson, 9.4.2021 kl. 06:35

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir það Jóhann. Já það er gaman að þessu.

Sigurður I B Guðmundsson, 9.4.2021 kl. 10:27

4 Smámynd: Snorri Gestsson

Helvíti góðir !

Snorri Gestsson, 9.4.2021 kl. 11:10

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snillingar báðir tveir..laughinglaughinglaughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.4.2021 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband