MIKILL ER MÁTTUR SAMHERJA.........

Eitt er víst að Helgi er ekki fyrsti og alls ekki sá síðasti sem Mái dregur í svaðið en hann er sá sem hefur staðið mest og best í þessari "klíku" sem "útgerðarelítan" er og verði þetta lið ekki stöðvað þá glatast landið einfaldlega.  Þetta lið er hreinlega að koma landinu aftur á "STURLUNGAÖLD" með framferði sínu og ég hvet bara fólk til að skoða líkindin með því sem er að gerast í dag og því sem var í gangi þá.  Eini munurinn er sá að nú er ekki riðið um héruð og menn drepnir, nú eru menn "teknir af lífi" á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum..........


mbl.is Siðanefnd féllst ekki á endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér með Sturlungaöldina Jóhann, þar sem hver vegur mann og annan í glórulausri auðsöfnun byggðri á ólögum.

Magnús Sigurðsson, 18.4.2021 kl. 00:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Magnús, mér fannst þessi tvö tímabil í Íslandssögunni eiga ansi margt sameiginlegt og bara óhugnanlega margt....

Jóhann Elíasson, 18.4.2021 kl. 03:35

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er ekki merkileg fylking vígamana ef Helg Seljan fer þar fremstur.

Guðmundur Jónsson, 18.4.2021 kl. 10:54

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

"Fjórflokkurinn" mun ekki breyta neinu í þessu máli, það hefur hann sannað. En meirihluti landsmanna kýs þessa flokka aftur og aftur yfir sig.

Sigurður I B Guðmundsson, 18.4.2021 kl. 10:57

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Forfeður okkar Sturlungar stútuðu ekki bara vígamönnum. Þeir áttu til að limlesta lítilmagnann öðrum til viðvörunar, -ef sagan er lesin.

Magnús Sigurðsson, 18.4.2021 kl. 11:47

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, fáum dettur í hug að kalla þá VÍGAMENN sem berjast gegn KVÓTAKERFINU.  Í það minnsta hefur það verið reynsla mín og annarra sem hafa barist gegn þessu óréttláta fiskveiðikerfi að þeir séu þeir sem "teknir eru af lífi" en ekki KVÓTAHAFARNIR en hvað sem ölu líður þá er Helgi Seljan sá sem hefur náð mestum árangri gegn KVÓTAELÍTUNNI.......

Jóhann Elíasson, 18.4.2021 kl. 12:40

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Satt segir þú Sigurður.  Og ég mæli með því að fólk skoði vel og af fullri hreinskilni hvað ANNAÐ verður í boði fyrir næstu kosningar til Alþingis...

Jóhann Elíasson, 18.4.2021 kl. 12:44

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Magnús og sagan virðist vera að fara í hringi og endurtaka sig þannig í stað þess að halda fram á við.....

Jóhann Elíasson, 18.4.2021 kl. 12:46

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Eini marktæki árangurinn sem Helgi Seljan hefur náð er að gera sig að fífli fyrir alljóð.

Helstu sönnunargögn hans gegn Samherja voru kex-ruglaður fíkil og fábjáni sem sagði við hann að reikningar fyrir ráðgjöf og húsaleigu gætur verið mútur án frekar rökstuðnings.

Ef Samherjamenn eru sekir um glæp þarf að koma lögum yfir þá en Helgi og RUV eru klárlega ekki hjálpa til við það með sinni malbiks fréttamennsku.

Gróði útgerðamanna sem fara að lögum er "réttlátur" og ekki við þá að sakast, lögin eru verk annarra.

Guðmundur Jónsson, 18.4.2021 kl. 13:10

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, það þarf nú engan speking til að sjá það að það verður EKKERT fyrirtæki að svona svakalegu stórveldi á innan við 40 árum (37 ár frá því að það var sett á laggirnar og þar til þetta Namibíumál kemur upp) með því að allt fari löglega fram.  Ég get ekki með nokkru  móti séð hvað hvetur þig til að verja Máa og það hvernig hann hefur komið fram í gegnum tíðina.....

Jóhann Elíasson, 18.4.2021 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband