"PERSÓNUKJÖR"

Við Íslendingar höfum verið nokkuð duglegir að kalla eftir "PERSÓNUKJÖRI" til Alþingis.Það er nokkuð ljóst að "STJÓRNMÁLASTÉTTIN" hér á landi myndi ALDREI samþykkja svoleiðis lagað, ástæðan er náttúrulega sú að þá getur stjórnmálastéttin ekki ráðið því HVERJIR setjast á Alþingi Íslendinga.  En við kjósendur getum komið þessu á að hluta til.  Við (kjósendur) getum STRIKAÐ ALLA FRAMBJÓÐENDUR ÚT af þeim framboðslista sem við kjósum, NEMA ÞANN SEM VIÐ VILJUM FÁ Á ÞING.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst ekki nóg að kjósendur geti bara strikað út frambjóðendur flokkana. Að mínu mati er besta formið persónukjör utan flokka. Hugsanlegt er hægt að mynda stjórnmálasamtök ( umgjörð) utan um einstaklingsframboð. Þessi samtök myndu óska eftir frambjóðendum og síða yrði kosið um þá í almennri kosningu í kjördæminu. Sá sem fengi flest atkvæði myndi skipa 1. sætið á lista og sá með næst flest 2. sætið og svo koll af kolli.Hugsanlega væri betra að kjósa tvisvar( forkosningar). Frambjóðendur myndu fara fram með eigin stefnu  og allir í kjördæminu hefðu kosningarétt.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.4.2021 kl. 19:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nokkuð ljóst að "STJÓRNMÁLAELÍTAN" hér á landi kemur ALDREI til með að samþykkja nokkra einustu tillögu sem er að einhverju leiti í áttina að PERSÓNUKJÖRI því tel ég þetta einu leiðina sem er AÐEINS Í ÁTTINA AÐ PERSÓNUKJÖRI.  Maður getur endalaust lagt fram tillögur um hvernig maður vildi að PERSÓNUKJÖR væri, en það verður að hugsa um hversu raunhæfar þær tillögur séu, það er ekki nóg að þær séu góðar.......

Jóhann Elíasson, 29.4.2021 kl. 20:54

3 identicon

Þú ert þá væntanlega að tala um þessar útskrikanir. En athugaðu að stjórnmálaelítan getur ekkert sagt við því ef þú stofnar þessi stjórnmálasamtök ( regnhlífarsamtök) sem ég er að tala um.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 30.4.2021 kl. 08:42

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú þarft að gera þér grein fyrir því að það að bæta við enn einu framboðinu er ekki líklegt til að skila nokkrum árangi.....

Jóhann Elíasson, 30.4.2021 kl. 10:29

5 identicon

Eg er að tala um EINSTAKLINGSFRAMBOÐ. Það er bara allt annar hlutur.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 30.4.2021 kl. 10:36

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, Jósef Smári, við erum með flokkakerfi í dag og í þínum tillögum ætlar þú barasta að "hoppa" yfir það og láta sem það sé ekki til.  Finnst þér líklegt að það yrði látið viðgangast?????

Jóhann Elíasson, 30.4.2021 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband