HEFUR ASÍ EKKI VILLST AF LEIÐ Í "BARÁTTU" SINNI FYRIR BÆTTUM KJÖRUM?

Ef skoðuð eru ummæli formanns ASÍ, ekki  bara í Play-málinu heldur alveg síðan hún tók við embættinu og svo ýmislegt, sem hún hefur framkvæmt á tímanum þá er ýmislegt sem maður staldrar við.  Það er ýmislegt sem hefur verið nokkuð vafasamt svo ekki sé nú fastar að orði kveðið sem dæmi má nefna er að fljótlega eftir að núverandi formaður var kjörin og kom til starfa var tilkynnt af hálfu ASÍ að þáverandi framkvæmdastjóri léti af störfum.  Þessi framkvæmdastjóri var Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fyrrum bæjarstjóri í hafnarfirði og urðu marir hissa því mjög gott orð fór af henni og hennar störfum.  Þegar svo var nokkru seinna tilkynnt um eftirmann Guðrúnar í starfi fór ekkert á milli mála hver ástæðan var; GUÐRÚN VAR EKKI NÓGU OG ÖFGAFULL FYRIR FORMANNINN OG EKKI HATRAMMUR FEMÍNISTI,EN EFTIRMAÐURINN VAR SVO HALLA GUNNARSDÓTTIR SEM LÍKLEGA UPPFYLLTI ALLAR KRÖFUR FORMANNSINS.  Önnur mannabreyting innan ASÍ vakti einnig athygli en það var þegar aðalhagfræðingur samtakanna Henný Hinz lét af störfum eftir margra ára farsæl störf.  Fleira væri nú vert að nefna en sennilega ætti þetta nú að vekja upp einhverjar spurningar en svörin eru örugglega jafn mörg og fjöldi þeirra sem spyrja....


mbl.is „Hvar er þetta félag?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband