28.5.2021 | 20:39
"ÞAR SEM ER REYKUR - ÞAR ER ELDUR".........
Það er nú einu sinni þannig að Samherji hefur stundað sína "skæruliðastarfsemi" síðan fyrirtækið komst í "eigu" núverandi eigenda. Að hafagengið miklar sögur um það sem hefur verið gert í gegnum árin og áratugina og margt er ansi "svæsið" svo ekki sé nú meira sagt. Sögur af byggðalögum sem voru hreinleg lögð í rúst, einstaklingar settir á SVARTAN LISTA og hreinlega útilokaðir frá samfélaginu eingöngu fyrir að lýsa yfir andstöðu við "BESTA FISKVEIÐISTJÓRNUNARKERFI Í HEIMI". En það var ekki fyrr en Samherji fór í ófrægingarherferð gegn BLAÐAMANNAFÉLAGI ÍSLANDS að virkileg hreyfing fór að komast á hlutina. Auðvitað er mönnum ofboðið hvernig fyrirtækið hefur lagt Helga Seljan í einelti og hreinlega djöflast á honum. En það virðist vera að Helgi Seljan sé grjótharður "nagli" og sem betur fer virðist vera að Mái hafi þar fyrirhitt ofjarl sinn og víst er að þeir séu nokkrir sem leiðist það ekki mikið. Að mínu mati er það hafið yfir allan vafa að Samherji hafi brotið það mikið af sér að full ástæða sé til að fyrirtækið verði svipt öllum kvótanum og til að aðgerðin bitni síður á saklausu fólki, verði öll skip og fiskvinnslur fyrirtækisins "ÞJÓÐNÝTT" og rekin áfram í sömu mynd með flestum núverandi starfsmönnum nema að sjálfsögðu ekki núverandi "toppum" og skæruliðasveitin verður að sjálfsögðu lögð niður og starfsemi hennar rannsökuð.........
Rithöfundasambandið fordæmir ljóta aðför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 22
- Sl. sólarhring: 518
- Sl. viku: 2191
- Frá upphafi: 1847022
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 1278
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði" sagði maður á síðustu öld og gerði sig þá að ómerkingi.
Ósköpin hófust samt; þegar bankar, braskarar og stjórnmálamenn tóku höndum saman og gerðu óveiddan fisk að verðmætum fyrir sjálfa sig.
Ef það hefði ekki gerst hefðu gular Guggur verið áfram þar sem þær eiga heima.
Hvað sem má segja um skæruliðastarfsemi Samherja þá verður það ekki af þeim skafið að þeir hafa spilað á kerfið eftir mafíu leikreglum braskaranna.
Já og svo því sé haldið til haga, þá er Helgi Seljan töffari.
Magnús Sigurðsson, 29.5.2021 kl. 07:43
Ég tek undir hvert orð hjá þér Magnús og bestu þakkir fyrir innlitið. Þeir voru búnir að leika svipaðan leik á Þórshöfn eins og þeir gerðu með Gugguna, það er að hirða togarann og kvótann, en þá kom Guðbjörg Matthíasdóttir byggðinni til bjargar og keypti frystihúsið og gömlu síldarbræðsluna. Hún gerði síldarbræðsluna upp og gerði frystihúsið var nútímavætt og skip fyrirtækisins í Vestmannaeyjum fóru að landa á Þórshöfn, þegar loðnan var fyrir norðan og austan land og það færðist aftur líf í plássið. Þess má geta að Guðbjörg Matthíasdóttir er ættuð af Langanesinu í föðurættina og gæti það haft eitthvað að gera með að þetta var gert.......
Jóhann Elíasson, 29.5.2021 kl. 12:15
Það hófst mikill sameininga faraldur bæði hjá sveitarfélögum og sjávarútvegsfyrirtækjum eftir að framsalið var leift á síðast áratug síðustu aldar. Þá hófst mikil sláturtíð og ekki var Samherji einn um hituna þó svo að hann sé eitt af fáum fyrirtækjum sem alltaf hefur starfað undir sama nafni.
Á Djúpavogi var það Vísir úr Grindavík sem tók yfir og var á endanum gert að loka að kröfu Landsbankans, að sagt var, eftir að hafa tapað málaferlum vegna erlends láns vegna útrásardrauma í Kanada ef ég man rétt. Djúpavogi var óvænt komið til bjargar og flaut áfram á ferðamönnum og fiskeldi
Á Stöðvarfirði komst Samherji yfir allan kvóta og vinnslu með því að kaupa Snæfell á Dalvík sem hafði yfirtekið á Stöðvarfirði eftir að sameiningaráform höfðu farið hrapalega út um þúfur og það vandamál í raun flust að hluta á Djúpavog sem varð svo til yfirtöku Vísis. Á Stöðvarfirði kom ekkert til bjargar. Byggðarlag sem hafði árum saman aflað hæðstu þjóðartekna á mannsbarn var sett á vonarvöl og hefur fengið að dúsa þar síðan.
Á Eskifirði keypti Samherji öflugt sjáaútvegsfyrirtæki sem hét Friðþjófur og hugðist reka það rétt eins og gulu Gugguna að sagt var, en var búið að skella öllu í lás stuttu seinna og flytja kvótann.
Það vita það allir sem vilja að Síldarvinnslan í Neskaupstað er orðin nokkurskonar dótturfyrirtæki Samherja og nú brillerar hún á markaði. Hvað á endanum verður er ekki gott að segja en Síldarvinnslan komst fyrir skemmstu yfir allt á Seyðisfirði en þar reiknar engin með sjö dögum sælum.
Sporin liggja víða og rétt að halda slóðinni til haga. Þetta hefði aldrei verið hægt nema vegna spilltra pólitíkusa, fáráða í sveitarstjórnum og braskara sem bankarnir beita.
Það sem skilur þó á milli er að sum þessara fyrirtækja eru enn að veiða og vinna fisk á meðan önnur eru að safna tölum í bókhaldið.
Magnús Sigurðsson, 29.5.2021 kl. 14:27
Allt er þetta satt og rétt hjá þér Magnús. Ég get sagt þér eina sögu af samskiptum m´num við Samherja og hvernig þeir hafa náð að koma klónum í Háskólann á Akureyri. Ég er búinn að vera á "Svörtum Lista" hjá Samherja alveg frá upphafi en fyrir einhver mistök fékk ég þar skólavist (sennilega hafa stjórnendur skólans sleppt því að fara með listann yfir umsækjendur til Máa til samþykktar, en svo getur líka ástæðan verið sú að þáverandi rektor skólans, var með bein í nefinu og lét ekki ráðskast með sig). En svo kom að því að ég ætlaði að vinna lokaverkefni mitt í Viðskiptafræði við skólann og þá vandaðist nú málið heldur betur, ég ætlaði að fjalla um áhrif kvótakerfisins á byggðir landsins. Umsjónarmaður lokaverkefna sagði mér að það yrði að taka þetta fyrir innan skólans og eftir þennan "fund" var mér tilkynnt um það að þessu verkefni hefði verið HAFNAÐ á þeirri forsendu að verkefnið væri allt of viðamikið þannig að ég yrði að finna mér annað verkefni. Úr varð að ég kom með annað verkefni en raunin varð sú að það verkefni reyndist síður en svo neitt viðaminna en samt sem áður var það verkefni SAMÞYKKT. En þarna hófust vandræði mín í samskiptum við skólann fyrir alvöru, fyrir það fyrsta var búið að ráðstafa öllum leiðbeinendum lokaverkefna og að lokum var mér "úthlutað" leiðbeinanda, sem virtist hafa það hlutverk að láta mig gefast upp. En það gekk ekki upp og varð það úr að hann sagði sig frá verkefninu og fékk ég "úthlutað" öðrum leiðbeinanda. Samstarfið við þennan leiðbeinanda gekk með ágætum, þar til að það voru þrír dagar eftir af frestinum til að skila inn lokaverkefnum svo hægt yrði að útskrafast á þeirri önn. Allt í einu var verkefnið alveg ómögulegt og ef ég skilaði því inn sagði hann mér að ég yrði FELLDUR.og myndi þar af leiðandi ekki útskrifast. Það fauk auðvitað verulega í mig en það vildi til mér til happs að góður vinur minn sagði mér að ég skildi bara gera þær breytingar á verkefninu sem hann færi fram á og láta mig bara hafa þessa vitleysu. En það kom mér verulega á óvart þar sem ég gerði ALLT sem leiðbeinandinn sagði mér að gera, þá fékk ég ekki nema 7,5 fyrir verkefnið, ég var mjög óánægður með það og lét hann alveg vita af því. Meðal annars fór ég með verkefnið til prófessors við annan skóla og sýndi honum það. Hann gaf sér fjóra daga til að skoða það og kallaði mig síðan á sinn fund og hans orð voru „að sér þætti þetta ansi naumt gefið“ og ætti svo við „ég hef séð mun lélegri MASTERS verkefni, sem samt fengu mun hærri einkunn en þetta“. En áðurnefndir vinir mínir ráðlögðu mér að vera ekkert að standa í neinu veseni með þetta, „vera ekkert að rugga bátnum“ og láta þessu bara lokið, ég fór að þeirra ráðum og eftir á að hyggja held ég að það hafi verið besta niðurstaðan.Í þessu lokaverkefni komu fram upplýsingar, sem komu flestum sem lásu það verulega á óvart, en það þurfti að fara verulegar krókaleiðir um gögnin frá „Skattinum“ til þess að nálgast þessar upplýsingar. Þessar upplýsingar virðast hafa komið verulega illa við ýmsa og urðu þær til þess að í stað þess að ræða þær var farin sú leið að rægja mig og láta líta út fyrir að ég væri mesti ósannindamaður norðan Alpafjalla og þótt víðar væri leitað og meira að segja var gengið svo langt að hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, Þórólfur Matthíasson var fenginn til þess, í fréttum á Stöð2, að lýsa því yfir að þetta verkefni væri bara tómt bull og vitleysa svo bætti hann því við að hann væri alveg hissa á Háskólanum á Akureyri að hleypa svona bulli í gegn. Þá var mér mikið meira en nóg boðið og sendi ég Eyjólfi Guðmundssyni rektor Háskólans á Akureyri mail varðandi þetta mál en hann sá ekki einu sinni ástæðu til að svara því. Seinna sagði hann í viðtali á einhverjum fjölmiðli (það var annað hvort í DV eða á Stundinni) um þetta mál að BS ritgerðir væru nú yfirleitt ekki merkilegur pappír og ekki „ritrýndar“ en þetta er þvert á það sem okkur hafði verið sagt og í það minnsta eru kröfurnar sem eru gerðar til ritgerðanna til samræmis við að þær séu „ritrýndar“. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að árið 2008 hafi Háskólinn á Akureyri fengið 25 milljónir í "STYRK" frá Samherja og aðrar heimildir herma að Samherji greiði alfarið fyrir rekstur Sjávarútvegsdeildarr Háskólans á Akureyri og mér þykir ekki ólíklegt að Samherji vilji fá eitthvað fyrir þennan pening, sem þeir leggja skólanum til...
Jóhann Elíasson, 29.5.2021 kl. 15:54
Þakka þér fyri þessa frásögn Jóhann, þessu trúi ég.
Ég hef oft rekið mig á rotin vinnubrögð og það sem verra er hversu almennt þau eru varin opinberlega.
Varðandi þetta Namibíumál þá er það auðséð að allt í kringum landið veigrar málsmetandi fólk sér við að opinbera vanþóknun á vinnubrögðunum.
En ég hef tekið eftir því hér á blogginu að það eru fáir aðrir en þú sem treysta sér til að deila á þessi mál af einhverju viti í ljósi sögunnar.
Magnús Sigurðsson, 29.5.2021 kl. 16:22
Þakka þér fyrir góð orð í minn garð Magnús. Ég á kannski ekki neitt sérstakt lof skilið fyrir það sem ég hef gert, flest hefur verið gert af ómeðvitaðri neyð en ég vil standa með því sem ég hef trú á og mín trú er sú að við séum á slæmri braut, ekki bara í sjávarútvegsmálum heldur er mjög margt að "klóra"okkur og ef við ekki verðum vel á verði verðum við mjög fljótlega í mjög slæmum málum, svo er það annað ég er þegar í þannig aðstæðum að ég hef engu að tapa og mér finnst það ansi skítt af mér að fara að gefast upp núna. En ef þú vilt Magnús, ef þú sendir mér mail á "vesturholt@simnet.is" skal ég senda þér til baka lokaverkefnið (bæði það sem var hafnað og svo það sem fór svo í "gegn" ásamt ýmsum fylgögnum). Og skrif mín um útilokunina frá samfélaginu hérna vegna þess að ég hafði ekki "rétta" skoðun á kvótakerfinu.......
Jóhann Elíasson, 29.5.2021 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.