ÞAÐ VAR NÁTTÚRULEGA EKKI NOKKUR VON TIL ÞESS AÐ "JÓHANN BERG" RÉÐI VIÐ LIVERPOOL

Annars er það alveg merkilegt að þegar Íslendingur "slysast" í lið í Ensku deildinni, þá er engu líkara en að þeir séu einu mennirnir í viðkomandi liði og miðað við það átti Jóhann Berg ekki nokkra von á móti Liverpool........


mbl.is Risaslagur í Lundúnum – Jóhann Berg gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Má segja að þessar upplýsingar þjóni Íslendingum sem hafa alltaf mikinn áhuga á að vita hvort strákarnir okkar eru inn á,þá kaupa þeir frekar áhorf viðkomandi leiks. Jóhann viljum við Kópavogsmenn sjá en ég gerði mér litlar vonir um að þeir ynnu Liverpool......

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2021 kl. 02:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Blessuð Helga og þakka þér kærlega fyrir innlitið, það er alltaf gaman að sjá þig.  Mér dettur ekki í hug að lasta hann Jóa Berg á nokkurn hátt, enda er hann að mínu mati einn jafn besti maðurinn í Íslenska landsliðinu ásamt Birki Bjarna og svo er ég mjög hrifinn af Birki Má Sævarssyni en það er jú annað mál.  Ég sá í gær leikinn milli Manchester City og Norwich, það er nú ekki annað hægt en að tala um það hvað City menn voru flottir í leiknum og það ekkert logið með það það var engu líkara en það væri bara eitt lið á vellinum. Norwich náði einni sókn í öllum leiknum og sjaldan sem þeir komust fram fyrir miðju enda voru úrslitin eftir því 5-0.

Jóhann Elíasson, 22.8.2021 kl. 09:06

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Liverpool byrjar vel og er það vel. En að Gylfi sé ekki með Everton er dapurlegt og ég vona að hans mál leysist farsællega og við fáum að njóta hans hæfileika í næstu landsleikjum. 

Sigurður I B Guðmundsson, 22.8.2021 kl. 09:50

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og talað frá mínu hjarta Sigurður.  Ég get nú ómögulega séð annað en ð fjölmiðlar hafi gert langt upp á bak í máli Gylfa, í mínum huga er mikill munur á BARNI og STELPU sem vantar nokkra mánuði í að verða 18 ára.......

Jóhann Elíasson, 22.8.2021 kl. 13:56

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er líka þrír Íslendingar í bandarísku atvinnumannadeildinni (MLS):

Árnór Ingvi Traustason (New England Revolution), Guðmund­ur Þór­ar­ins­son (New York City), Ró­bert Orri Þorkels­son (CF Montreal).

Að hinum tveimur ólöstuðum ber mest á Arnóri Ingva en hann er reglulega í byrjunarliði New England sem trónir á toppi deildarinnar með talsvert forskot.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.8.2021 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband