Í FYRSTU HÉLT ÉG AÐ ÞETTA VÆRI FRÉTT UM RÍKISSTJÓRNINA EN SÁ SVO ÞEGAR ÉG LAS ÁFRAM AÐ SVO VAR EKKI

En svo varð mér á að hlusta á endurtekningu á þætti á Útvarpi Sögu þar sem Pétur Gunnlaugsson ræddi við frambjóðanda Sósíalistaflokksins og það sem ég heyrði þar varð nú ekki til þess auka bjartsýni mína á framtíðina.  Þetta er hugmyndafræði sem allstaðar þar sem hún hefur komist að ekkert skilið eftir sig nema eymd og volæði og brotið niður heilu þjóðfélögin og ÞETTA ÆTLA EINHVERJIR AÐ FARA AÐ KJÓSA YFIR SIGBlessuð manneskjan (ég man ekki alveg nafnið en minnir að hún heiti María), ekki var hún vel undirbúin fyrir þetta viðtal(það er kannski ekki algjörlega réttlátt af mér að dæma hana eftir því) en hún hefði nú mátt kynna sér stefnu flokksins betur áður en hún fór í viðtalið þá hefði hún kannski getað svarað spurningum þáttastjórnandans án þess að tafsa og víkja sér undan því að svara flestum þeirra spurninga sem var beint að henni.  Fyrir Sósíalistaflokknum fer, að mínu mati, einn mesti lýðskrumari allra tíma þar sem hann reynir af mikilli örvæntingu og mjög litlum sannfæringarkrafti að verja stjórnmálastefnu sem hefur ALDREI VIRKAÐ og gekk sér endanlega til húðar fyrir um 40 árum og meira að segja Kína hefur að mestu leiti kastað megninu af þessari stefnu.  Það er alveg með ólíkindum hvað þessi maður hefur getað vafið einföldum "Vinstri Öfgasálum" um fingur sér með lýðskrumi og hreinum og klárum lygum.  En það verður ekki tekið af honum að hann er flugmælskur og hann á mjög auðvelt með að hrífa fólk með sér.  En þetta eru einmitt einkenni siðblindingja.  Það væri ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði úr sögu þessa manns:  Hann var einn af helstu forkólfum þess að "Fréttablaðið" fór af stað í núverandi mynd og mér skilst að hugmyndin hafi verið hans.  Þegar hugmyndin um "Fréttablaðið" var komin vel af stað tókst honum að sannfæra Jón Ásgeir og fleiri "viðskiptamógúla" um að það væri tilvalið að koma svona "fríblaði" af stað í Danmörku.  Þessi áform "floppuðu" algjörleg og með því minnkuðu möguleikar hans á því að komast í í "klíkuna" með Jóni Ásgeiri og fleirum.  Eftir ævintýrið í Danmörku kom hann til baka til landsins, með skottið á milli lappanna og "endurreisti" Fréttatímann.  Það ævintýri stóð í nokkra mánuði og endaði í gjaldþroti og það sem var alvarlegast var að starfsfólkið fékk ekki greidd laun síðustu mánuðina.  Þegar það varð alveg ljóst að Jón Ásgeir og félagar vildu ekkert með manninn hafa, gerðist hann stækur Sósíalisti með það að markmiði að berjast gegn "AUÐVALDINU" og með lítilmagnanum.  Hann stofnaði Sósíalistaflokkinn og tókst að fá nokkra til fylgis við sig (maðurinn er jú vel mælskur og sannfærandi) og nú stefnir hann á að flokkurinn fái sæti á Alþingi.  Í dag er ekki vitað hverjir koma til með að vera í framboði fyrir flokkinn, en ekki kæmi það á óvart að þar yrði hann sjálfur í framvarðasveitinni því ekki ætlar hann að lifa eins og einhver öreigi.  Finnst mönnum þessi maður mjög trúverðugur?  Ekki myndi ég kaupa notaðan bíl af þessum manni eða treysta einu orði sem kemur frá þessum manni og þessum manni virðast einhverjir ætla að treysta fyrir framtíð sinni........


mbl.is Fá vikufrí vegna andlegrar heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband