Laun sjómanna á togurum og flestra manna á uppsjávarskipa eru nokkuð góð en svo eru ALLIR þeir sjómenn sem eru bara á "TRYGGINGU". Mér er það stórlega til efs að þeir sem hæst hafa um laun einhverra örfárra sjómanna, myndu sætta sig við þau laun sem sumir sjómenn þurfa að sætta sig við, þau laun sem er verið að tala um ná EKKI LÁGMARKSLAUNUM. Það eru auðvitað NOKKUR atriði í samningum sjómanna sem mætti setja á oddinn, EN ÞAÐ ER TIL DÆMIS AÐ ÁHÖFNIN TAKI EKKI ÞÁTT Í OLÍUKOSTNAÐI ÚTGERÐARINNAR, AÐ SJÓMENN SÉU EKKI AÐ GREIÐA TIL "NÝSMÍÐA", ENN ÞANN DAG Í DAG VERÐA SJÓMENN AÐ GREIÐA SJÁLFIR FYRIR VASAHNÍFA, SEM ÞEIR NOTA TIL VIÐGERÐA Á VEIÐARFÆRUM. Í þessu væri hægt að taka til í. Af þessu tilefni ætla ég að láta eina nokkuð dæmigerða sögu fylgja og sýnir þessi saga nokkuð vel hversu "VEL" fólk þekkir til þeirra mála sem það talar um eins og það þekki algjörlega til. Þannig er mál með vexti að árið 2002, var ég kennari í ákveðnum framhaldsskóla hér á höfuðborgarsvæðinu. Í eitt skiptið þegar ég kom á kennarastofuna eftir kennslustund, kom ég inn í umræðu um laun sjómanna. Mér blöskraði svo gjörsamlega það sem ég heyrði að ég blandaði mér inn í umræðuna og endaði svo á því ð ég bauðst til að REDDA hverjum sem vildi plássi á einum aflahæsta togaranum hérna á svæðinu. Viðbrögðin sem ég fékk voru þau að ég var spurður að því "HVORT ÉG ÞÆTTIST GETA ÞAÐ"? Ég hvað svo vera, enda hafði ég næg sambönd til að koma svoleiðis löguðu í kring. En það er styst frá því að segja AÐ ÞAÐ VAR AÐEINS EINN MAÐUR SEM ÞÁÐI ÞETTA BOÐ MITT. Það hittist svo vel á að þetta var rétt fyrir páskafrí í skólanum og ég dreif í að hafa samband við kunningja minn sem þá var skipstjóri á togara í Reykjavík. Sá tók vel í erindi mitt og varð úr að sá sem þáði boð mitt, fór í næsta "túr". Hann var nú ekkert sérstaklega heppinn með veður en hann var aftur á móti mjög heppinn með aflabrögðin og varð þetta einn af betri "túrum" ársins. Þegar hann kom aftur í skólann sagði hann við mig: "JÓI ÉG SKAL ALDREI AFTUR TALA UM AÐ SJÓMENN HAFI GÓÐ LAUN, ÞEIR ÞURFA SKO AÐ HAFA MIKIÐ FYRIR HVERRI EINUSTU KRÓNU".......
Sjómenn slíta kjaraviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóhann, það verður líka að taka inn í hver framleiðir verðmætin. Eiga þeir að fá minnstu sneiðina af kökunni eftir að þjónustufólkið hefur gúffað í sig stærsta partinum ? Sjómenn eru almennt á skítakaupi amk. ef þú berð það saman við hvað embættismennirnir sem margir hverjir eru ekki annað en fyrirflækingar eru að fá greitt fyrir störf sín. Við skulum líka hafa það algjörlega á hreinu að hárfínn blæbrigðamunur er á starfi og vinnu.
Örn Gunnlaugsson, 7.9.2021 kl. 13:55
Algjörlega á sama máli Örn. Einhvern tíma fyrir mörgum áratugum, í kjaradeilu útgerðarmanna og sjómann, barst í tal að sjómenn væru með of stórann hlut af aflaverðmætinu og var þá nefnt að sjómenn ættu að vera á tímakaupi. Þá var ráðist í að reikna út launin hjá sjómönnum, á hinum ýmsu gerðum fiskiskipa, Útkoman varð með þeim hætti að ÞETTA VAR ALDREI TIL UMRÆÐU AFTUR...........
Jóhann Elíasson, 7.9.2021 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.