7.11.2021 | 08:53
ER PERSÓNUKJÖR STAÐREYND HÉR Á LANDI EFTIR KOSNINGAR??????
Ástæða þessara skrifa er að þingmaður, sem var kjörinn á þing fyrir einn stjórnmálaflokk fór yfir í annan stjórnmálaflokk og þar tók hann með sér þau atkvæði sem þessi stjórnmálaflokkur sem hann hafði verið í framboði fyrir fékk. Að mínum dómi er þarna um klárt brot á STJÓRNARSKRÁNNI og LÖGUM UM KOSNINGAR TIL ALÞINGIS (lög nr: 24/2000 16. maí ). Við vinnslu þessa pistils fann ég talsvert misræmi milli STJÓRNARSKRÁRINNAR og annarra laga en mér skilst að það sé eitt af hlutverkum þingmanna AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ SETT LÖG SÉU Í SAMRÆMI VIÐ STJÓRNARSKRÁ LANDSINS. Þarna brjóta þeir sína helstu starfsreglu. Áður en ég hef greinina ætla ég að renna yfir nokkrar greinar í stjórnarskránni, sem menn annað hvort hafa kosið að hunsa eða hafa ekki tekið eftir að væri til staðar, nema hvort tveggja sé, í það minnsta er þessum greinum ekki framfylgt:
- 17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundinum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis og nefnist hann forsætisráðherra. Mér er ekki kunnugt um að NEINUM stjórnmálamanni hafi verið veitt umboð til stjórnarmyndunar af forseta lýðveldisins nú eftir Alþingiskosningar 25 september og verður þá ekki séð að hægt verði að uppfylla þetta skilyrði án þess að STJÓRNARSKRÁ verði brotin.
- 31. gr. Þriðja málsgrein. Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarþingsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. Þetta er eini staðurinn í STJÓRNARSKRÁNNI sem ég hef fundið eitthvað um þetta margumtalaða 5% þak en eins og kemur fram þá á það einungis við um JÖFNUNARÞINGSÆTI. Samkvæmt þessu þá er EKKERT lágmark á kjöri til Alþingis og er þá hægt að áætla sem svo að einhverjir hafi orðið af þingsæti á Alþingi að ósekju og það þurfi að fara fram endurskoðun á reglum um úthlutun þingsæta.
- 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. Í þessa grein stjórnarskrárinnar vísa menn í þegar þeir flakka á milli flokka. Að mínu mati er EKKERT í þessari grein sem gefur tilefni til þess að ætla hún réttlæti á nokkurn hátt að þingmenn hlaupist undan merkjum eða svíki kjósendur þess stjórnmálaflokks sem þeir voru í framboði fyrir.
- 52. gr. Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess. Þarna viðist hafa orðið breyting á. Meirihluti Alþingis virðist hafa eignað sér þetta embætti með samkomulagi sín á milli en samkvæmt STJÓRNARSKRÁNNI þá hefur þetta embætti ekkert með MEIRIHLUTA eða MINNIHLUTA að gera, að minnsta kosti er þessi grein ekki þannig upp sett.
Að mínum dómi VERÐUR að hnykkja enn betur á hlutverki forseta lýðveldisins, varðandi stjórnarmyndunarviðræður til að koma í veg fyrir að ástand eins og hefur myndast í dag geti orðið (enginn hefur fengið formlegt stjórnarmyndunarumboð og þar af leiðandi eru engin tímamörk á stjórnarmyndunarviðræðum, þingið er í lausu lofti og enginn veit hvenær það verður kallað til starfa og margt fleira mætti tína til).
En nú er best að koma sér að MÁLINU, sem stóð til að fjalla um, en það var flótti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum yfir í Sjálfstæðisflokkinn nokkrum dögum eftir kosningar. En er þetta hvimleiða athæfi margra þingmanna, sem stundað hafa þennan flótta milli flokka á kjörtímabilinu miðju eða svo áratugum saman, LÖGLEGT en SIÐLAUST, eins og þeir hafa sjálfir haldið fram? En eftir að hafa skoðað bæði STJÓRNARSKRÁNA (lög nr. 33/1944) og KOSNINGALÖGIN (lög nr. 24/2000) er niðurstaðan sú að þetta athæfi er BÆÐI ÓLÖGLEGT og SIÐLAUST. Menn hafa aðallega réttætt þetta og vísað þá í 48 gr. stjórnarskrárinnar, sem að mínu mati er afskaplega langsótt svo ekki sé nú fastar að orði kveðið, en það hef ég rakið fyrr í þessum pistli. Kosningalögin eru enn skýrari hvað þetta varðar, þar er hvergi minnst á einstaka frambjóðendur heldur LISTA sem e borinn fram af vissum STJÓRNMÁLAFLOKKI og þessi stjórnmálaflokkur ber ábyrgð á. Kosningalög fjalla alltaf um hversu MÖRG ÞINGSÆTI HVER FLOKKUR HEFUR FENGIÐ Í KOSNINGUNUM Í HVERJU KJÖRDÆMI FYRIR SIG. Þess vegna er ekki skrýtið að spurt sé ER KOMIÐ PERSÓNUKJÖR EFTIR KOSNINGAR? Svo virðist vera að sumir séu jafnari fyrir lögum en aðrir það er hætt við að ef þetta hefði verið gert annars staðar í þjóðfélaginu, hefði verið tekið á því af hörku til að gefa fordæmi og sýnt fram á að svona lagað yrði ekki liðið. ÞAÐ ER NEFNILEGA ALLS EKKI ÖRUGGT AÐ ÞÓTT EITTHVAÐ HAFI VERIÐ LÁTIÐ VIÐGANGAST ÁRATUGUM SAMAN SÉ LÖGLEGT. Að lokum vil ég láta fylgja skrif sem ég fékk af Facebook síðu Guðbjarnar Jónssonar og birt er með samþykki hans: Þegar litið er til Revíunnar sem hefur verið að þróast eftir að Birgir sagði sig úr Miðflokknum og tók sér ferð á hendur yfir í þann stjórnmálaflokk sem hefur tvímælalaust flesta lögfræðinga á Alþingi, formann og varaformann flokksins, ásamt dómsmálaráðherra, er næsta undarlegt að sjá svona skýrt opinberast virðingarleysi allra þessara aðila fyrir RÉTTLÆTI, STJÓRNARSKRÁ, KOSNINGALÖGUM OG ÆRU ÞESS FÓLKS SEM MENNTUNAR SINNAR VEGNA EIGA AÐ ÞEKKJA LEIKREGLUR HEIÐARLEIKANS Í SVONA MÁLUM. ÞAÐ VERÐUR FRÓÐLEGT AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ HVAÐ KJÖRBRÉFANEFND GERIR Í ÞESSU MÁLI. LÆTUR HÚN ÞESSA LÖGLEYSU GANGA EÐA VERÐUR TEKIÐ Á ÞESSU MÁLI???????
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
„Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“
Hvenær hafa alþingismenn haft virkilegar áhyggjur af reglum frá kjósendum sínum?
Frekar að kjósendur hafi áhyggjur að alþingismenn séu bundnir af reglum flokksvaldsins og þar með ljósárum frá sinni sannfæringu,
þar situr hnífurinn kyrfilega í kúnni.
Er einhver breyting þar á í nýrri stjórnarskrá?
Engin leið að Birgir geti falið sig á bakvið þetta ákvæði í sínu fordæmalausa tilviki.
Réttmætt nafn á komandi ríkisstjórn væri Kvislingastjórnin.
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 7.11.2021 kl. 22:59
Reyndar veit ég ekki mikið um "nýju stjórnarskrána" en eins og ég segi í greininni þá finnst mér það afar langsótt hjá þingmönnum að réttlæta "flokkaflakkið" með þessari grein og kosningalög taka enn betur af skarið þarna. EN NIÐURSTAÐAN ER ALVEG SKÝR ÞAÐ ER BARA SPURNING HVAÐ ALLIR "LÖGFRÆÐINGARNIR" Í KJÖRNEFND GERA Í ÞESSUM ÓSÓMA????????????
Jóhann Elíasson, 8.11.2021 kl. 03:20
Það er flokkurinn sem er kosinn en ekki fólkið, það fer fram í prófkjöri. Sem dæmi að einstaklingur getur ekki boðið sig fram einn og sér
Ómar Gíslason, 8.11.2021 kl. 16:26
Þakka þér fyrir Ómar. Guðbjörn Jónsson og fleiri létu reyna á þetta árið 2013 og fengu umsvifalaust höfnun frá kjörstjórn......
Jóhann Elíasson, 8.11.2021 kl. 16:39
Sæll Jóhann.
Ég hygg að við séum sammála um að ótækt er með öllu að aðalmaður á lista og varamaður hans
geri með sér það sem virðist eins konar bandalag á síðustu metrum kosningabaráttu um "að svíkjast undan merkjum"
eins og það hefur stundum verið orðað.
Á sama hátt verður þó ekki vikist undan 48.gr. jafn kýrskýr sem hún er og að um misskilning
sé að ræðða þegar talað er um eitthvert bandalag eða #að svíkjast undan merkjum" heldur
hafi skoðun og sannfæring farið saman um annað en það sem í boði var.
Vitanllega sjá menn það hver með sínum hætti en framhjá 48.gr. verður ekki gengið, - það er nú svo Jóhann
og ekki skemmti ég mér sérstaklega við að skrifa þetta en vil ekki frekar að ryki sé þyrlað í augu mér.
Jólagjafalisti sem gengur þvert á lög er ekki í boði!
Húsari. (IP-tala skráð) 8.11.2021 kl. 23:28
Sæll og blessaður "Húsari" og þakka þér fyrir innlitið Menn GETA EKKI réttlætt þennan gjörning með 48 grein stjórnarskrárinnar, það er mjög langsótt en ég tel að þingmenn geti notað 48 greinina til að "réttlæta" það að þeir greiði atkvæði gegn flokkslínum, annað tel ég ekki hægt fyrir þingmenn að gera þegar þeir vísa til 48 greinarinnar. Að sjálfsögðu er ég á móti því að fólk sem er í framboði fyrir einn flokk geri með sér bandalag um að svíkja kjósendur sína. En það eru ekki til neina heimildir um það nema orð Birgis Þórarinssonar, sem ég gef ekki mikið fyrir í ljósi fyrri atburða. Hvort sem flokkurinn á rétt á sér eða ekki réttlætir ekki þá framkomu sem Birgir Þórarinsson hefur sýnt.....
Jóhann Elíasson, 9.11.2021 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.