NOKKUÐ VISS UM AÐ WILLUM ÞÓR RÆÐUR VEL VIÐ VERKEFNIÐ ÁN AÐKOMU SVANDÍSAR.

kosningaloforðin-2Þarna er um að ræða EINA ráðherrann í þessari ríkisstjórn sem hægt er að reikna með að komi einhverju til leiðar, fái hann einhvern frið til þess.  Án þess að ætla að setja eitthvað út á Jón Gunnarsson persónulega á ég mjög erfitt með að sjá hver er eiginlega ástæða þess að Guðrún Hafsteinsdóttir skyldi ekki vera sett í ráðherraembætti strax í upphafi kjörtímabilsins nægir eru möguleikarnir.  Þá vekur furðu að Guðlaugur Þór, því það eru ALLIR sammála um það að hann hafi staðið sig MJÖG vel þar og má eiginleg segja að Sjálfstæðisflokkurinn er að sumu leiti að setja hann til hliðar ekki alveg á varamannabekkinn en næsti bær við. Og til að bíta hausinn af skömminni er varaformaður flokksins sett í Utanríkisráðuneytið, manneskja sem hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut á sínum ráðherraferli.  EN ÞAÐ ERU ÓSTAÐFESTAR SÖGUR Á KREIKI ÞESS EFNIS AÐ BJARNI BENEDIKTSSON ÆTLI SÉR AÐ HÆTTA EFTIR ÞETTA KJÖRTÍMABIL OG ÆTLI SÉR AÐ FARA YFIR Í ANNAРRÁÐUNEYTI ÞEGAR KJÖRTÍMABILIÐ ER HÁLFNAÐ.  GETUR VERIÐ AÐ HANN SÉ AÐ HORFA TIL UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS OG ÞÁ SÉ HANN AÐ HORFA TIL ÞESS AÐ VARAFORMAÐURINN VERÐI FJÁRMÁLARÁÐHERRA? OG ÆTLI SIGURÐUR INGI SÉ EINNIG Á ÞEIM BUXUNUM AÐ HÆTTA EFTIR KJÖRTÍMABIÐ OG ÞARNA SÉ KOMIN ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ VG VAR TEKIÐ INN Í RÍKISSTJÓRN, ÞVERT Á VILJA KJÓSENDA???????


mbl.is Svandís segir Willum alltaf geta „hringt í vin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið væri það gott ef Willum Þór gæti fengið inn varamann til að vera á Alþingi fyrir sig meðan hann væri að koma "skikk" á heilbrigðismálin því að nóg er að taka "þökk sé Svandísi". 

Sigurður I B Guðmundsson, 29.11.2021 kl. 17:06

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg sammála þér þarna Sigurður, reyndar held ég að ef einhver geti komið "skikki" á þennan málaflokk, þá sé það Willum Þór.  En tókstu eftir því að ég setti "myndina" inn bara fyrir þig........ wink

Jóhann Elíasson, 29.11.2021 kl. 17:38

3 identicon

Sælir; sem jafnan: Jóhann Stýrimaður og Sigurður I B - sem og aðrir gestir, Stýrimanns !

Finnst ykkur líkindi vera til þess; að Willum Þór taki á sig rögg - og kasti þessu læknis úrþvætti fyrir róða, sem nú spígsporar um ganga Landspítalans, eins: og hann eigi hann, t.d. ?

Innlent | mbl | 29.11.2021 | 20:45 | Uppfært 21:06

„Þessi maður á að vera heima hjá sér“

Móðir Begga lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja árið 2019 eftir ellefu …

Móðir Begga lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja árið 2019 eftir ellefu vikna lífslokameðferð. mbl.is/Helgi Bjarnason

    Gunnhildur Sif Oddsdóttir

    gunnhildursif@mbl.is

    Beggi Dan, son­ur konu sem lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja árið 2019 eft­ir ell­efu vikna óþarfa lífs­lokameðferð fyr­ir­skipaða af Skúla Gunn­laugs­syni lækni, seg­ir ákvörðun Land­spít­al­ans um að Skúli skuli enn vera við störf á spít­al­an­um, „eins og að fá kjafts­högg“.

    Beggi skrifaði opið bréf til stjórn­enda Land­spít­al­ans sem birt var á Vísi og tek­ur skýrt fram að móðir hans hafi ekki verið hald­in nein­um sjúk­dóm­um eða kvill­um sem ógnuðu lífi henn­ar.

    Frétt af mbl.is

    Vilja að lífs­lokameðferð verði rann­sökuð sem mann­dráp

    Niður­stöður rann­sókn­ar land­lækn­is

    Seg­ir hann sig knú­inn til að skrifa bréfið því hann vilji að stjórn­end­ur Land­spít­al­ans séu meðvitaðir um þá meðhöndl­un sem Skúli veitti móður hans. Bend­ir hann sér­stak­lega á að ekki sé ein­ung­is um skoðun hans á störf­um Skúla að ræða held­ur séu upp­lýs­ing­arn­ar byggðar á niður­stöðum rann­sókn­ar land­lækn­is.

    „Hún var ein­kenni­leg til­finn­ing­in sem greip mig þegar ég upp­götvaði að þið hefðuð ráðið Skúla, lækni sem grunaður er um al­var­lega og refsi­verða hátt­semi gagn­vart sjúk­ling­um, í vinnu á sjúkra­hús­inu ykk­ar. Þetta gerðuð þið þrátt fyr­ir rann­sókn land­lækn­is og þá staðreynd að hann er með stöðu sak­born­ings í saka­mál­a­rann­sókn þar sem meint fórn­ar­lömb eru ell­efu tals­ins, af þeim létu sex lífið,“ skrif­ar Beggi.

    Beggi Dan.

    Beggi Dan. Ljós­mynd/​Aðsend

    „Síðustu vik­urn­ar í lífi móður minn­ar voru henni hrein­asta kval­ræði. Sýk­ing­ar voru ekki meðhöndlaðar, ekki var haldið að henni vökva, al­var­leg­ur bæti­efna­skort­ur var virt­ur að vett­ugi auk þess sem risa­stór legusár sem gengu inn að beini fengu að grass­era. Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af.

    Í þau skipti sem hlúa átti að legusár­un­um þá fékk hún ekki deyf­ingu því Skúli hef­ur talið það óþarft að lina kval­ir henn­ar, í það minnsta samþykkti hann ekki notk­un deyfi­lyfja þegar kom að því að hreinsa sár­in sem kvöldu hana svo sárt,“ skrif­ar Beggi.

    Frétt af mbl.is

    Mál lækn­is á borði lög­reglu

    Hef­ur áhyggj­ur af sjúk­ling­un­um

    Í sam­tali við mbl.is seg­ist Beggi ekki hafa síst af áhyggj­ur af sjúk­ling­um Skúla þrátt fyr­ir að hann eigi að vera und­ir eft­ir­liti. „Þessi maður á að vera heima hjá sér þangað til það er kom­in niðurstaða í rann­sókn lög­reglu. Það tel ég aug­ljóst,“ seg­ir Beggi.

    „Mér finnst ótrú­lega óá­byrgt af spít­al­an­um að hafa mann­inn þarna á vappi um gang­ana á meðan að mál hans er í rann­sókn,“ seg­ir Beggi og bend­ir á land­lækn­ir sé búin að skoða málið og hafi skilað slá­andi áliti. Það sé því eins og stjórn­end­ur Land­spít­al­ans hunsi það.

    „Það er álit land­lækn­is að STG yf­ir­lækn­ir hafi ekki staðið við sína ábyrgð og skyld­ur við meðferð DJ og í staðinn leit­ast við að varpa ábyrgð sinni á sjúk­ling­inn,“ seg­ir meðal ann­ars í áliti Land­lækn­is.

    Skúli hafi fengið sérmeðferð

    Beggi seg­ir ákvörðun­ina bæði ótrú­lega og óskilj­an­lega og þá sér­stak­lega í ljósi þess að upp hafi komið önn­ur minna al­var­lega mál á Land­spít­al­an­um þar sem starfs­fólk hef­ur verið látið fara. „Í mál­um sem eru á viss­an hátt ekki jafn al­var­leg en mjög al­var­leg engu að síður þá er fólk látið fara. Þannig mér finnst þetta ótrú­lega óá­byrgt af spít­al­an­um og ég held það hljóti að vera að þarna séu ein­hver tengsl,“ seg­ir Beggi.

    „En í til­felli Skúla sem er grunaður um refsi­verða hátt­semi gagn­vart ell­efu mann­eskj­um, sjúk­ling­um, og þar af dóu sex. Hann fær að vera áfram, þetta er bara eitt­hvað sem ég skil ekki,“ seg­ir Beggi og bæt­ir við að það sé aug­ljóst mál að Skúli hafi fengið sérmeðferð.

    Frétt af mbl.is

    Lög­regl­an rann­sak­ar and­lát 6 ein­stak­linga á HSS''

    (tekið; af vef Mbl. sjálfs, fyrir stundu)

    Þarna sjáið þið piltar; hversu Ísland er komið LANGT NIÐUR FYRIR Afrískt frumskóga siðferði, meira að segja.

    Og spyrja má jafnframt; hver andskotinn gangi að Ölmu Möller Landlækni, að líða þessa ósvinnu, ekki síður, piltar.

    Um; Marx- Lenínska gerpið, Svandísi Savarsdóttur (hina Austur- Þýzk lærðu og illa innrættu) þarf nú ekki svo mjög að fjölyrða, svo sem.

    Með kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi /

     

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.11.2021 kl. 21:27

    4 Smámynd: Jóhann Elíasson

    Blessaður Óskar og þakka þér fyrir innlitið og kröftuga athugsemd að venju.  Já reyndar tel ég að Willum hafi til að bera það sem þarf til svo taka megi til í þessu spillingarbæli sem Landspítalinn" er.  Það er meira að á þeim bæ aðeins að ráfi þar um EINN maður sem ekki getur sinnt starfi sínu og reikna ég með að Willum Þór ráði við "læknamafíuna" og fleira sem hefur komið sér fyrir þarna.......

    Jóhann Elíasson, 29.11.2021 kl. 22:04

    5 identicon

    . . . . sælir á ný; Jóhann.

    Ertu ekki full bjartsýnn; einkagróða- gemlingurinn Sigurður Ingi Jóhannsson gætir þess vandlega, að múl- binda sitt lið eða, ...... hví í ósköpunum eru svo kallaðir Framsóknarmenn ekki ENNÞÁ búnir að steypa undan flóninu (SIJ; eða reyna það a.m.k.) vitandi, um afglapahátt hans á öllum sviðum:: sbr. Vatnsness vegleysuna nyrðra, hvar Húnvetnsk skólabörn mega missa nýru sín, á GJÖRSAMLEGA ókeyrandi 70 km.vegslóða Sigurðar Inga Jóhannssonar vegna og fylgiliðs hans, t.d. ?

    Jafnvel; klerka skrattarnir austur í Íran, gætu orðið geðþekkir (innan Gæsalappa: að sjálfsögðu) í samanburði við úrhrökin : Sigurð Inga / Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobdóttur - og er þá ALL nokkuð mikið sagt, Jóhann minn.

    ÓHH

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.11.2021 kl. 22:45

    6 Smámynd: Jóhann Elíasson

    Sæll aftur Óskar Helgi, ég tek undir það að Sigurður Ingi og Bjarni Ben eru alls ekki að standa sig og hafa ekki gert og nú  er virkileg vá á ferðum vegna þess að þeir eru báðir að yfirgefa svið stjórnmálann eftir þetta kjörtímabil "nörruðu" þeir Kötu litlu til að vera í forsvari fyrir þessa "ríkisstjórn" því þeir nenna því ekki sjálfir og vita sem er að það verður margt óvinsælt sem þarf að svara fyrir og þeir vilja ekki að þeirra verði minnst fyrir þau óhæfuverk sem stendur til að framkvæma og því komu þeir Kötu litlu fyrir í "frontinum".....

    Kveðja af Suðurnesjunum

    Jóhann Elíasson, 29.11.2021 kl. 23:34

    7 identicon

    Sælir; á ný !

    Sennilegast; á þessi ályktun þín, við all mikil rök að styðjast:: þá grannt er skoðað, Stýrimaður mæti.

    Með sömu kveðjum; sem fyrri /

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.11.2021 kl. 23:43

    8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

    Að losna við Svandísi og VG úr heilbrigðismálunum er viss sigur fyrir réttlætið. Willum Þór er kannski óskrifað blað sem ráðherra en ég vil gefa honum tækifæri til að sanna sig. 

    Sigurður I B Guðmundsson, 30.11.2021 kl. 00:03

    9 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

    P.S. Ætli Svandís að gera eitthvað í Samherjamálinu??

    Sigurður I B Guðmundsson, 30.11.2021 kl. 00:04

    10 Smámynd: Jóhann Elíasson

    Nei alveg örugglega ekki, Sigurður.  Hefðu verið einhverjar líkur á því að hún  gerði eitthvað í því HEFÐI HÚN ALDREI FENGIÐ RÁÐUNEYTIÐ......

    Jóhann Elíasson, 30.11.2021 kl. 10:38

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband