EKKI GÆFULEGT ÞEGAR DÓMARARNIR TAKA LEIKINN YFIR OG TAKA AFSTÖÐU MEÐ ÖÐRUM AÐILANUM.....

Eftir að hafa lesið þetta er nokkuð víst að sá sem skrifaði þessa umfjöllun hefur EKKI horft á keppnina.  Ég horfði á þessa keppni á Channel 4 og þar birtu menn talstöðvarsamskipti dómara bæði við Red Bull-liðið og Mercedes-liðið og þar kom alveg í ljós að dómararnir voru ákveðnir í því að Hamilton ætti að vinna þessa keppni og gerðu ansi mikið til að svo yrði, en það var ekki fyrr en sjö hringir lifðu af keppninni að "PLOTTIÐ" gekk upp hjá þeim.  Aksturinn hjá Verstappen var alveg aðdáunarverður og til marks um það hvernig álit áhorfenda snérist í þessari  keppni er að áhorfendur púuðu á Hamilton þegar hann tók við verðlaununum fyrir að "vinna" keppnina og Verstappen var kosinn ökumaður keppninnar af áhorfendum Channel 4  og þulir Channel 4 voru algjörlega komnir á band Verstappen þrátt fyrir að  þetta sé Bresk stöð og Hamilton sé Breti.......


mbl.is Allt í járnum fyrir síðasta kappakstur ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Held með Verstappen þó ég fylgist ekki með!

Sigurður I B Guðmundsson, 6.12.2021 kl. 16:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann er alveg ótrúlega góður og sem dæmi um það þá var hann ekki nema 18 ára þegar hann vann sinn fyrsta sigur í formúlunni.  Þess má geta að faðir hans er fyrrum kappakstursökumaður Horst Verstappen og má segja að drengurinn hafi verið alinn með það fyrir augum að verða afreksmaður sem Formúlu 1 ökumaður....

Jóhann Elíasson, 6.12.2021 kl. 16:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dómarar!? 

Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2021 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband