EN SAMT SEM ÁÐUR HÆKKAR VERÐLAG EINS OG ENGINN SÉ MORGUNDAGURINN???

Það getur ekki verið annað en eitthvað mikið sé að þegar svoleiðis lagað  er?  Nú hefur eldsneyti verið að LÆKKA á heimsmarkaði undanfarið en samt sem áður bólar ekkert á verðlækkunum hér á landi.  Venjan hér hefur verið sú að um leið og verður hækkun á heimsmarkaðsverði, þá hækkar verð á eldsneyti hér og þá helst daginn áður og alltaf hittist þannig á að þegar heimsmarkaðsverð á eldsneyti hækkar þá er ekki til einn einasti dropi af eldsneytisbirgðum í landinu en þegar heimsmarkaðsverðið lækkar, þá eru til alveg heimspekilegt magn af eldsneytisbirgðum í landinu að það tekur marga mánuði að vinna birgðirnar niður.  Og eitthvað svipað virðist vera í gangi varðandi GENGIÐ, þegar gengislækkun verður þá hækkar almennt vöruverð í landinu með það sama en þegar gengisstyrking verður, gengisstyrkingin virðist aldrei hafa nein áhrif á vöruverð..............


mbl.is Krónan að styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þessi leikaraskapur breytist ekkert gegnum árin!!

Sigurður I B Guðmundsson, 8.7.2022 kl. 18:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og það versta er að það gerir aldrei neinn neitt.  Þar af leiðandi halda okrararnir að þeir komist upp með enn meira okur og ekkert breytist..

Jóhann Elíasson, 8.7.2022 kl. 19:38

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir þennan pistil Jóhann, góður sem endranær. Olíufélögin eru ekki að hugsa um hag almennings ekkert frekar en aðrir sem hugsa bara um að mjólka almenning. Stjórnvöld eru þar ekkert betri en aðrir mjólkarar frown

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.7.2022 kl. 23:30

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist bara ENGINN hérna vera að  hugsa um hag almennings....... undecided

Jóhann Elíasson, 9.7.2022 kl. 08:41

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Enda hagnast ríkisstjórnin mest á verðbólgunni

með verðtryggðu launin sín.

Nákvæmlega skítsama um alla nema sig.

Fjandans skítapakk allt saman.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.7.2022 kl. 12:09

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Sigurður Kristján, sumir eru "jafnari" en aðrir........... undecided

Jóhann Elíasson, 9.7.2022 kl. 18:24

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sama með húsnæðisvexti. Þegar seðlabankinn lækkaði vexti lækkuðu bankarnir útlánavexti seint og minna, en þegar hann hækkaði vexti lögðu bankarnir sömu hækkun lóðbeint strax á útlánin.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2022 kl. 20:26

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rétt Guðmundur, þetta á við um flest alla þætti samfélagsins.  Það er eiginlega hægt að tala um að FYRRA GRÆÐGISTÍMABILIÐ hafi byrjað eftir HRUN og svo kom SEINNA GRÆÐGISTÍMABILIР eftir COVID......

Jóhann Elíasson, 10.7.2022 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband