HVERNIG ÆTLAR HANN AÐ "VERJA" LÍFSKJÖRIN MEÐ VAXTAHÆKKUNUM???

Það fór ekkert á milli mála, við lestur viðtalsins við hann í Morgunblaðinu þann 3. ágúst (í gær), að þarna fer afburða maður og mjög vel að sér í sinni grein og verð ég að segja að margt sem hann sagði var algjörlega rétt en ég fékk það svolítið á tilfinninguna að hann horfði svolítið "þröngt" á vandamálin.  Veröldin er ekki alveg svart/hvít til dæmis á að vera hægt að vinna á verbólgu en um leið að auka kaupmátt og þá virðist það vera tækifæri í því fólgið að horfa til styrkleika hagkerfisins og veikleika og spila á þetta hvorttveggja í stað þess að hengja sig á "gamalgróna" standard hagfræðikenningar, sem kannski virka ágætlega í stórum hagkerfum eins og í Bandaríkjunum, en alls ekki víst að þessar kenningar virki nokkuð hér á landi, til dæmis hafa stýrivextir hvergi verið hærri en hver hefur árangurinn verið?  Kannski væri ráð  fyrir peningastefnunefnd að endurskoða alveg frá grunni starfshætti sína???????


mbl.is Seðlabankastjóri varar vinnumarkað við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Situr einhver úr verkalýðsfélagi eða lífeyrissjóði í þessar svokallaðri peningastefnunefnd? 

Sigurður I B Guðmundsson, 4.8.2022 kl. 09:51

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, Sigurður þetta eru allt opinberir starfsmenn sem hafa komið sér vel fyrir innan kerfisins og eins og fram kemur í bloggfærslunni hjá mér: HVERJU HAFA ÞESSAR STÝRIVAXTABREYTINGAR EIGINLEGA SKILAÐ OKKUR Í GEGNUM ÁRIN???????

Jóhann Elíasson, 4.8.2022 kl. 11:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vaxtahækkanir á þegar teknum lánum hafa engin áhrif á peningamagn í umferð, heldur færa það bara til, úr vösum launþega í löngu yfirfullar fjárhirslur bankanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2022 kl. 22:57

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég minnist hvergi nokkurs staðar á peningamagn í umferð en eins og þú segir Guðmundur, kemur það vaxtahækkunum EKKERT við en það sem vaxtahækkanirnar gera óumdeilt er að RÝR kjör almennings.....

Jóhann Elíasson, 5.8.2022 kl. 08:23

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alveg sammála. Réttlætingin fyrir þessum vaxtahækkunum er að þær séu nauðsynlegar til að slá á verðbólgu, en ég var bara að benda á að það geta þær ekki gert.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2022 kl. 14:41

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg hárrétt hjá þér og sérstaklega þar sem verðbólga er innflutt þá skiptir ekki nokkru máli fyrir þá verðbólgu hvort stýrivextir hækki á Íslandi.  Auk þess hefur það verið hrakið að samband vaxta og verðbólgu sé til staðar en sennilega veit peningastefnunefnd ekkert um það..... undecided

Jóhann Elíasson, 5.8.2022 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband