NÚ ERU MENN FARNIR AÐ EFAST UM HINA "VÍSINDALEGU" FISKVEIÐIRÁÐGÖF HAFRÓ......

Nú er farið að heyrast í starfandi skipstjórum, þar sem þeir efast um réttmæti fiskveiðiráðgjafar HAFRÓ.  Þetta er fjórði starfandi skipstjórinn, sem ég man eftir sem gagnrýnir fiskveiðiráðgjöf HAFRÓ.  En það er dapurlegt að sú stofnun skuli kenna rannsóknaraðferðir sínar við vísindi og það er kannski enn dapurlegra að hugsa til þess að Íslensk stjórnvöld skuli “kyngja þessari ráðgjöf” án nokkurrar sjáanlegrar gagnrýni.  Nú ætla ég að reyna að gera aðeins grein fyrir  “rannsóknaraðferðum”  HAFRÓ en á niðurstöðum  þessara  “rannsókna”  byggja þeir ALLT stofnstærðarmat þorsks og annarra botnfiska við strendur Íslands á.  Í rétt um aldarfjórðung hefur HAFRÓ byggt ALLAR sínar STOFNSTÆRÐARÁÆTLANIR botnfiska í landhelginni og við strendur landsins á svokölluðu "TOGARALLI, sem er þannig útfært:  Togað er á fyrirfram ákveðnum stöðum í landhelginni á nákvæmlega sama tíma, á hverju ári, nákvæmlega jafn lengi, með nákvæmlega eins veiðarfærum.  Á þeim tæpu 40 árum, sem þetta hefur verið í gangi hafa orðið MJÖG MIKLAR breytingar og þróanir í gerð veiðarfæra og ég tala nú ekki um skipin, ekki er í þessum “RANNSÓKNUM” tekið NOKKUÐ tillit til þess og meira að segja er orðið svo að til þess að geta endurnýjað þessi veiðarfæri og það sem með á að nota verða HAFRÓ menn að fara í hinar og þessar geymslur fyrir AFLÓGA og ÚRELT dót í þeirri von að fá varahluti til þess að geta haldið þessum “VÍSINDALEGU RANNSÓKNUM” sínum áfram á upphaflegum forsendum.  Miklar breytingar hafa orðið á hitastigi sjávar á þessum tíma, hitastig sjávar hefur hækkað, hér við land veiðast nú fiskitegundir sem eingöngu var hægt að lesa um áður og hefðbundnar tegundir við landið hafa FÆRT sig til t.d þegar ég var til sjós fyrir 30 árum fékkst ekki KARFI norðar en í sunnanverðum Víkurál en nú fæst karfinn mikið norðar til dæmis vestur á Hala og víðar og svona er um fleiri tegundir.  Svo er annað sem EKKI virðist vera tekið tillit til en það er að fiskurinn er með SPORÐ og notar hann óspart, þannig að fiskur sem var á rannsóknarsvæði 146 kl 14.07 1984 er þar ekki aftur á nákvæmlega sama tíma að ári og alls ekki 1985 eða 1995 og hvað þá 2022.  Það er ekki að sjá að tekið sé tillit til hafstrauma, sjávarfalla, tunglstöðu, átu í hafinu það er eins og menn haldi að hafið sé EITT STÓRT FISKABÚR sem sé algjörlega ÓHÁÐ ytri skilyrðum.  Svo eru menn HISSA á því að fiskistofnarnir við landið fari alltaf minnkandi.  Aðeins einn fiskifræðingur, hefur haldið uppi einhverri vitrænni gagnrýni á aðferðir HAFRÓ, en það er Jón Kristjánsson og hver hafa viðbrögðin verið?  Jú, í stað þess að taka gagnrýninni  og fara yfir rökin og staðreyndirnar, hafa yfirmenn HAFRÓ rægt hann og reynt að gera störf hans og rannsóknir ótrúverðugar.  Ég er orðinn það gamall að ég man vel eftir því, þegar "kvótakerfið" var sett á, þá var talað um að innan nokkurra ára yrði veiðin á botnfiski, eftir þessar aðgerðir, orðin um 500.000 tonn og myndi svo aukast með tímanum.  En hver hefur raunin orðið?  Við erum enn að "hjakka" í kringum 200.000 tonnin og verður ekki séð að við komumst neitt uppúr því með því að notast við þessar "vísindalegu aðferðir", sem HAFRÓ brúkar.  Enn er verið að taka almenning og þjóðina í ra....... í og VÍSINDUNUM borið við til að reyna að réttlæta óréttlætið og því miður er í gangi viss HJARÐHEGÐUN í þessu máli, eins og í mörgum öðrum, við látum mata okkur á þessari vitleysu og látum okkur vel líka (svona til viðmiðunar er rétt að  skoða COVID-19 faraldurinn en þar létum við TAKA af okkur stjórnarskrárvarin réttindi, án þess að sega nokkurn skapaðan hlut og allt var það gert í nafni VÍSINDANNA).  EN GETUR EKKI VERIÐ AÐ ÞAÐ SÉ HAGUR ÚTGERÐARINNAR AÐ ÞAÐ MEGI VEIÐA SEM MINNST, ÞVÍ ÞÁ VERÐUR VERÐIÐ Á VEIÐIHEIMILDUNUM HÆRRA, KANNSKI ER HAFRÓ BARA AÐ GERA EINS OG ÞEIM ER SAGT???????


mbl.is Skipstjórinn kvíðir nýju fiskveiðiári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jóhann, ég var háseti á ísfisk togara drjúgan hluta ársins 1983 sem var síðasta árið fyrir kvótakerfið.

Þá þótti ekki gott að þorskaflinn væri á niðurleið, hvað þá eftir að erlendum fiskiskipum hafði verið komið út fyrir 200 mílurnar.

Ég man þessar aflatölur nákvæmlega eins og þú tilgreinir hér í pistlinum.

Svo annað hvort hefur kvótakerfið gengið frá fiskistofnunum miðað við það sem áður var, eða ráðgjöf Hafró er rugl.

Magnús Sigurðsson, 15.8.2022 kl. 14:03

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki í nokkrum vafa Magnús að kvótakerfið er búið að ganga frá fiskistofnunum vegna þess að ráðgjöf HAFRÓ er og var tómt rugl.....

Jóhann Elíasson, 15.8.2022 kl. 15:28

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er víst ábyggilega rétt hjá þér Jóhann, að ráðgjöfin hefur ekki verið til að bæta rányrkjuna. Rugl eins og kvótakerfið getur ekki einu sinni gengið upp á exelskjali.

Magnús Sigurðsson, 15.8.2022 kl. 16:09

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við erum alveg 100%sammála þarna, en ekki finnst mér það gefa stjórnmálamönnunum/konunum, sem hafa fylgt þessari ráðgjöf í gegnum tíðina háa einkunn. En ég varð forvitinn áðan þegar þú sagðist hafa verið á ísfisktogara 1983, hvaða togari var það og hver var með hann.   Ég hætti ekki fyrr en 16 ágúst 1986, þannig að það er ekki ólíklegt að ég kannist eitthvað við dæmið.....

Jóhann Elíasson, 15.8.2022 kl. 16:33

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég sem Héri var svo heppinn að komast á togara Síladarvinnsunnar, Barða NK 120, Herbert Benjamínsson var skipstjóri.

Magnús Sigurðsson, 15.8.2022 kl. 17:34

6 identicon

Það sem Jóhann nefnir og gagnrýnir, að Hafró noti samskonar veiðarfæri ár eftir ár og segi um leið að þróun veiðarfæra og skipa hafi farið fram, er ekki gott dæmi, því það væri ekki samanburðarhæft nema með sömu tólum. Hins vegar er annað laukrétt.

Aflaskipstjóri einn svaraði gjarnan „lakari“ skipstjórum sem vildu fá nákvæmar upplýsingar hvar hann hefði fengið aflann, sagði hann, fástu ekki um það, sá sem ég veiddi er kominn í hús og hinir sem ég veiddi ekki eru komnir eitthvað annað.

– Svo er hitt með þróun togaranna, er mörgum vísindamanninum víða um heim mikið áhyggjuefni, nema Hafró náttúrlega, en það er að verkfærið, trollið (og reyndar dragnótin líka), valdi búsvæði fiskjarins (neðansjávarakrinum) miklum skaða, og þar með afkomumöguleikum margra fiskitegunada til langs tíma. Síðan og ekki síst það að hafsbotninn er stærsta kolefnisgeymsla plánetunnar, en hin botndrægu veiðarfæri rota upp hafsbotninum, kolefnisgeymslunni, og auka þannig á súrnun sjávar. Í hinni síbyljandi umræðu um kolefnismengun, sem meðal annars valdi mjög svo óæskilegri súrnun sjávar, heyris nánast ekki múkk um hlutdeild veiðarfæra varðandi það.
Á Íslandi er langstærstur hluti bolfiskjar veiddur með botndrægum veiðarfærum, botnvörpu og dragnót. Skyldi það hafa áhrif?

Á Íslandi höfum við verið að rækta fisk í hafi í um 40 ár undir handleiðslu Hafró. Þar á bæ er hadið fram auðvitað að allt sé eins og það á að vera - sem enduspeglast þó engan veginn í veiðiráðgjöf.
Nema síður sé!

Hvernig væri að gera 10 ára tilraun sem fælist í því að senda öll dragnótaskip út fyrir 12 mílurnar og alla togara út fyrir 24 mílurnar. Þetta eru orðin gríðarmikil skip eins og Jóhann bendir réttilega á og ættu ekki að þurfa að vera að skarka upp undir kálgarða.

Arnar (IP-tala skráð) 16.8.2022 kl. 08:17

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Arnar, þakka þér fyrir innlitið og athugasemdirnar.  Ég get alls ekki tekið undir það að það verði að nota sams konar veiðarfæri og tæki til þess að  fá "raunhæfan" samanburð á milli ára.  Við fáum aldrei raunhæfan samanburð á milli ára með þeim aðferðum sem HAFRÓ beitir, það verður að taka tillit til þróunar í viðarfæragerð, breyting á sjávarhita og straumum svo og lífríki sjávar yfirleitt.  Það eru margar breytur sem þarf að taka tillit til og virðist vera að hjá HAFRÓ séu ekki til neinar breytur og því vil ég meina að þessar "rannsóknir" þeirra eiga EKKERT sameiginlegt með vísindum......

Jóhann Elíasson, 16.8.2022 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband