30.8.2022 | 10:33
ORKUPAKKI 4 TILBÚINN OG GETUR ÞÁ "INNLIMUNIN" HALDIÐ ÁFRAM.......
Og þegar ég segi að hann sé "tilbúinn" þá á ég við það að búið sé að "þýða" hann og þá verður hann sennilega tekinn fyrir á Alþingi á næsta þingi. Og þá geta LANDRÁÐIN haldið áfram. Það er svolítið merkilegt að hugsa út í það að Alþingi skyldi samþykkja Orkupakka 3 með MIKLUM meirihluta á meðan yfir 80% landsmanna voru ANDVÍGIR honum. Hefur ekki verið talað um það að Alþingi landsins eigi að ENDURSPEGLA vilja þjóðarinnar? Mér hefur fundist að sú sé alls ekki raunin í mjög mörgum málum og það sé bara full ástæða til að ástæða þess sé skoðuð og reynt að vinna bug á þessu misræmi, sem er að margra mati hafi aukist með tímanum. Þeir sem samþykktu Orkupakka 3, halda því fram að það skipti engu máli að samþykkja hann ÞVÍ ÍSLAND SÉ EKKI TENGT VIÐ RAFORKUKERFI ESB, EN HVERSU LENGI VERÐUR ÞAÐ? Norðmenn eru tengdir rafmagnskerfi ESB og rafmagnsreikningur Íslendings sem er búsettur í Noregi, var í desember síðastliðnum, sem nam 200.000 IKR. Þetta er það sem bíður okkar Íslendinga ÞEGAR sæstrengurinn kemur (það er ekki spurning um HVORT hann kemur heldur HVENÆR). Þegar orkupakki 3 var samþykktur, var Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og tók hann fullan þátt í andófinu gegn því að hann yrði samþykktur en nú er hann orðinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort búið sé að "berja hann til hlýðni" til afstöðu sinni til orkupakka 4? Þá er formaður "ORKUNNAR OKKAR" á þingi, Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks Fólksins og verður fróðlegt að fylgjast með því hvað honum verður ágengt? Á meðan á öllu þessu gengur koma lögin og reglugerðirnar á færibandi frá ESB og Íslenskir stjórnmálamenn hafa EKKI kjark og þor til að neita að samþykkja og telja að sér beri SKYLDA til að samþykkja hvaða vitleysu sem er. NIÐURSTAÐAN ER SÚ AÐ ÞAÐ ER LÖNGU KOMINN TÍMI TIL AÐ ÍSLAND SEGI EES SAMNINGNUM OG SCHENGEN UPP ÞVÍ HAGURINN AF ÞESSUM SAMNINGUM ER EKKI ÞAÐ MIKILL AÐ ÞÁTTTAKAN SVARI KOSTNAÐI......
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 81
- Sl. sólarhring: 263
- Sl. viku: 2258
- Frá upphafi: 1837624
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1297
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega sammála þér Jóhann. Flestir þingmenn og þó einkum þingmenn stjórnarflokkanna, að einum varaþingmanni undanskildum, eru gungur sem þora ekki að standa í fæturna fyrir þjóð sína, en gera bara það sem þeim er sagt og hlíða eins og hundar húsbændum sínum.
Hið versta er að almennir kjósendur þora ekki heldur að breyta til, þar er gunguhátturinn einnig á ferð, það er búið að heilaþvo liðið.
Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til að taka til í sínum ranni og skipta út forustunni sem er að rústa flokknum og þjóðfélaginu í leiðinni. En ég óttast það að menn haldi sig við gamla heygarðshornið og kjósi eftir gömlum vana.
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.8.2022 kl. 12:39
Her, heyr.
Magnús Sigurðsson, 30.8.2022 kl. 12:50
Þakka þér fyrir Tómas. Stóra máli, að mínu mati er, að það verður að komast að því hvað veldur þessari dýpkandi og breiðu GJÁ milli þings og þjóðar. Ég hef nú reyndar sagt það áður og stend við það "ÞAÐ ER ÁTT VIÐ ÚRSLIT KOSNINGA", þannig að það er ekki einungis aumingjaskapur okkar kjósenda sem kemur í veg fyrir breytingar HELDUR ERU EINHVERJIR AÐILAR SEM STANDA VÖRÐ UM NÚVERANDI STJÓRNKERFI. Eru einhverjar aðrar rökréttar skýringar á því að Miðflokkurinn nánast þurrkaðist út í síðustu Alþingiskosningum?????????
Jóhann Elíasson, 30.8.2022 kl. 13:38
Magnús, ég held að það verði að fara í allsherjar "tiltekt" á Alþingi og þá á ég ekki við að það eigi að nota vatn og sápu......
Jóhann Elíasson, 30.8.2022 kl. 13:44
Satt er það Jóhann, ég held að á Alþingi séu mest megnis leikarar stjórnsýslunnar sem hefur þegar lýtur erlendum öflum.
Magnús Sigurðsson, 30.8.2022 kl. 14:29
Ég er 100% sammála þér með þetta Magnús...........
Jóhann Elíasson, 30.8.2022 kl. 14:33
Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), ekki einu sinni Miðflokkurinn eða Flokkur fólksins.
Og ríkjum er stjórnað samkvæmt kosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum en ekki skoðanakönnunum.
9.3.2022:
Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn
4.10.2018:
"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti."
Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu
Þar að auki er sífellt hagkvæmara að reisa vindmyllur og ódýrara að reisa vindmyllur í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu en að leggja rándýran sæstreng alla leið hingað til Íslands með tilheyrandi orkutapi.
Norðmenn selja raforku til annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu og græða á hærra raforkuverði.
Og Norðmenn geta selt raforku til Svíþjóðar, sem einnig er á Evrópska efnahagssvæðinu, án þess að leggja þangað sæstreng.
Orkufyrirtæki eru í mörgum tilfellum í opinberri eigu á Evrópska efnahagssvæðinu, einnig hér á Íslandi, og stjórnvöld á svæðinu hafa skattlagt fyrirtækin sérstaklega vegna hás orkuverðs, enda græða þau nú á tá og fingri.
Ríkisstjórnir á svæðinu nota þennan skatt til að endurgreiða raforkukaupendum stóran hluta af orkuverðinu og það á einnig við um Bretland.
Og það er að sjálfsögðu einnig hægt að gera í Noregi, svo og hér á Íslandi ef raforkukerfið hér væri tengt við raforkukerfið í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagsvæðinu.
Hins vegar er engin afgangs raforka til hér á Íslandi til að selja til útlanda og opinber leyfi þarf til að reisa hér raforkuver, rétt eins og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.
Í Evrópusambandsríkjunum greiða menn misjafnlega háa orkureikninga, enda er Evrópusambandið ekki eitt ríki, og ungversk stjórnvöld niðurgreiða bensín á bensínstöðvum í Ungverjalandi til bifreiðaeigenda sem eru með ungversk bílnúmer.
Samþykki allra Evrópusambandsríkjanna þarf til að hægt sé að breyta stofnsáttmálum Evrópusambandsins og með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland de facto í Evrópusambandinu án þess að hafa þar atkvæðisrétt.
Þorsteinn Briem, 30.8.2022 kl. 14:35
Þorsteinn Briem, það er ljótt að ljúga. Hvaðan hefur þú þessa "visku" þína? Eins og er höfum við ENGA umframorku inn á Evrópska raforkumarkaðinn en um leið og er komin tenging milli Íslands og Evrópu, getur ESB farið framá að Íslendingar verði að virkja Dettifoss, Gullfoss og fleiri vatnsföll því það vanti rafmagn til Evrópu. Það er svokallaður "landsreglari" sem er tengiliður Íslands við ESB og ef landsreglaranum og Íslenskum stjórnvöldum greinir á um einhver mál þá sker Evrópudómstóllinn úr um málið og hvernig heldur þú að dómstóllinn dæmi? Ég hef áður sagt þér hvernig raforkumarkaðurinn ESB er, en eitthvað átt þú erfitt með að taka staðreyndum að hætti sannra INNLIMUNARSINNA" kýst þú að "hagræða sannleikanum" þannig að hann passi þínum málstað að öllu leiti......
Jóhann Elíasson, 30.8.2022 kl. 15:10
30.8.2022 (í dag):
Langmesti hagnaður Landsvirkjunar á hálfs árs tímabili - Um 19 milljarða króna hagnaður á fyrri hluta ársins
Þorsteinn Briem, 30.8.2022 kl. 15:44
Hvaða tilgangi átti þetta innslag eiginlega að þjóna, Þorsteinn???????
Jóhann Elíasson, 30.8.2022 kl. 18:10
Ekki væri gott að vera með raforkutengingu við Evrópu núna. Orkan yrði seld hæstbjóðanda og almenningur myndu sjá himinháá reikninga.
Erlend fyrirtæki hefðu rétt á að reisa allskyns orkuver hér í nafni viðskiptafrelsis.
booboo , 31.8.2022 kl. 13:42
Þorsteinn Bríem; hvað gerist þegar dollarinn hrynur (sem er Mjög líklegt). Eru ekki langtíma sölusamningar Landsvrikjunar í USD?
booboo , 31.8.2022 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.