EIGA RÁÐHERRAR OG STJÓRNMÁLAMENN AÐ NJÓTA "FRIÐHELGI" AÐ STÖRFUM LOKNUM???

Var að lesa grein eftir Sighvat Björgvinsson í Fréttablaðinu í dag.  Þessi grein fjallar að mestu um ofsóknir á hendur "gömlum" hjónum, sem hafa neyðst til að flýja land vegna ofsókna sem á þeim dynja í "ellinni".  Ekki fer neitt á milli mála hver þessi "gömlu hjón" eru þó svo að Sighvatur Björgvinsson kjósi, einhverra hluta vegna að nefna ekki á nafn, þau eru að sjálfsgðu það mektarfólk Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson og er mér stórlega til efs að þau séu mjög ánægð með að fjallað sé um þau sem einhver "gömul hjón"?  Bryndís hefur alveg sloppið við ásakanir af ýmsu tagi þótt hún hafi ekki sloppið við kjaftasögur og öfund fólks vegna góðs gengis í lífinu og glæsileika.  Ekki hefur maður hennar, Jón Baldvin verið jafn "heppinn", en það skal tekið fram hér að Bryndís hefur staðið eins og klettur við hlið mannsins síns gegn þeim ásökunum sem hafa dunið á honum.  Ekki ætla ég hér að taka afstöðu til þess sem hefur verið borið á Jón Baldvin, en ég ætla að gera athugasemdir við ýmsar rangfærslur í grein Sighvats Björgvinssonar:

  • Í greininni segir Sighvatur að Jón Baldvin hafi siglt EES-samningnum í höfn og beri þar með höfuðábyrgð á því valdaframsali og brotum á stjórnarskránni sem þá voru framin.  Það voru helstu rök áhangenda EES-samningsins að þá fengjust niðurfellingar tolla og aðflutningsgjalda á sjávarafurða.  Fyrir rúmum tveimur árum kom í ljós að tollar og aðflutningsgjöld hafa ALDREI verið felld niður svo að hægt er að segja að EES- samningurinn hafi verið samþykktur á röngum forsendum og mikil óvissa er um það hvort hagur Íslands af EES-samningnum hafi verið svo mikill þegar tekið er tillit til alls??
  • Um þátt Jóns Baldvins Hannibalssonar í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna er ekki nokkur einasti vafi og framganga hans þar er aðdáunarverð og vonandi verður það aldrei tekið frá honum en þó finnst mér að  illa hafi verið vegið að honum þegar HÍ og fleiri efndu til hátíðardagskrár, í tilefni þess að 30 ár (reyndar 31 ár en vegna COVID var ekki hægt að halda daginn hátíðlegan) og honum var EKKI boðið að vera þar viðstaddur og flytja ávarp.
  • Þá kemur að alvarlegustu og jafnframt er ekki hægt að ímynda sér að jafn reyndur stjórnmálamaður eins og Sighvatur Björgvinsson hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann var beinlínis að fara með RANGT MÁL þegar hann fjallaði um þátt Jóns Baldvins í SKATTABREYTINGUNUM (breytinguna yfir í Virðisaukaskattinn og í staðgreiðslu skatta).  Við skulum byrja á því að fjalla um Virðisaukaskattinn (hér á eftir verður talað um VSK þegar Virðisaukaskatt ber á góma).  Það var fyrir árið 1970 (þegar Söluskattsprósentan var 11%) og el fyrir þann tíma er Jón Baldvin fór í stjórnmálin, sem hugmyndir um VSK litu dagsins ljós.  Það voru þá uppi hugmyndir um að Ísland gengi í EBE (forveri ESB) og meðal annars var það krafa EBE að ÖLL aðildarríki tækju upp VSK.  Það var árið 1971, sem Jón Sigurðsson, síðar Viðskiptaráðherra, skilaði skýrslu til Fjármálaráðherra skýrslu um fýsileika þess að taka upp VSK hér á landi.  Næst kom skýrsla um svipað efni árið 1975 og voru  höfundar þeirrar skýrslu þeir Þorsteinn Geirsson og Jón Gamalíelsson.  Það var svo árið 1986 sem undirbúningur fyrir upptöku VSK hófst af fullum krafti, en það var ekki fyrr en 1.janúar 1990 sem VSK var tekinn upp.  Þannig að Jón Baldvin Hannibalsson hafði frekar lítið  að gera með upptöku VSK hér á landi, það hittist þannig á að hann var ráðherra þegar VSK var tekinn upp.  Svipað er uppi á teningnum varðandi STAÐGREIÐSLU SKATTA en sá undirbúningur var búinn að standa yfir í fjölda ára en Jón Baldvin var ráðherra þegar breytingin tók gildi.

Það  er að sjálfsögðu fallegt og ber merki um hjartahlýju hjá Sighvati Björgvinssyni að hugsa svona vel til "gömlu hjónanna" Jóns Baldvins og Bryndísar en hugsar hann svona vel til allra eldri borgara?  Getur verið að kjör eldri borgara megi rekja til aðgerða Sighvats Björgvinssonar í ráðherratíð hans??????????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband