HÝENA GETUR ALDREI ORÐIÐ AÐ LJÓNI VIÐ ÞAÐ AÐ BREYTA NAFNINU....

Eðlið breytist ekkert.  En því miður eru alltaf einhverjir sem halda að þeir nái að blekkja fólk með því að klæðast dulbúningum.  Blekkingin gengur kannski í einhvern stuttan  tíma en sannleikurinn kemur alltaf í ljós þegar fram líða stundir.  Vonandi verður einhver smá friður innan Samfylkingarinnar í einhvern tíma og ég verð að segja að þeim virðist hafa gengið vel og fengið besta fólkið til forystu fyrir flokkinn, sem völ var á og óska ég þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Þá verður annar stjórnmálaflokkur hér á landi með landsfund sinn um næstu helgi en það er eins og flestir vita Sjálfstæðisflokkurinn.  Ekki virðist vera sami friðurinn yfir þeirri samkundu (sumir myndu segja að þar væri hver höndin uppi á móti annarri).  Þar er víst nokkuð hart vegið að Bjarna Benediktssyni og er það nokkuð víst að Guðlaugur Þór Þórðarson, bjóði sig fram á móti Bjarna Benediktssyni til formennsku í flokknum á næsta landsfundi.  Það var öllum ljóst, að Guðlaugur Þór var settur á "hliðarlínuna" eftir síðustu Alþingiskosningar og núna blæs ekki byrlega fyrir honum.  Formaður Sjálfstæðiflossins (BB) tilkynnti það, þegar ráðherrar flokksins voru kynntir til leiks, að Jóni Gunnarssyni yrði skipt út eftir 18 mánuði fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur (og honum er ekki stætt á því lengur að ganga framhjá fyrsta þingmanni flokksins á Suðurlandi, þannig að það er uppi hávær krafa um það að Guðrún fái ráðherrastól).  En nú er komið "babb í bátinn", Jón Gunnarsson þykir hafa staðið sig vel í sínu  starfi og nýtur aukins stuðnings meðal samflokksmanna og það kemur til með að verða erfitt að hreyfa við honum.  Þannig að nú er talið að ráðherrastóll Guðlaugs Þórs sé í skotlínunni.  Og við þessu verður Guðlaugur að bregðast og er Sagt að það sé nú eða aldrei fyrir hann að berjast fyrir pólitísku lífi sínu......


mbl.is Breyta nafni Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Same old garbage in a new package....

Birgir Örn Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.10.2022 kl. 16:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nýjar umbúðir gera lítið gagn til lengri tíma litið...........

Jóhann Elíasson, 29.10.2022 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband